Kínverjar og Bandaríkjamenn slá viðskiptastríði sínu á frest 20. maí 2018 23:24 Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir Kínverja ætla að draga verulega úr viðskiptahalla á milli ríkjanna eftir tveggja daga viðræður í Washington-borg. Vísir/AFP Samkomulag hefur náðst á milli kínverskra og bandarískra stjórnvalda um þau hætti tímabundið við gagnkvæma innflutningstolla og slái þannig yfirvofandi viðskiptastríði sínu á frest. Kínverjar ætla að auka innflutning sinn á bandarískum vörum til að reyna að friðþægja Donald Trump Bandaríkjaforseta. Trump hefur orðið tíðrætt um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna þar sem hann telur halla á land sitt. Hann hefur viljað að Kínverjar kaupi bandarískar vörur og þjónustu fyrir um 200 milljarða dollara til þess að jafna leikinn. Í mars tilkynnti hann um refsitolla á kínverskar vörur en stjórnvöld í Beijing svöruðu í sömu mynt. Óttast hefur verið að viðskiptastríð brytist út á milli stórveldanna tveggja. Ekki hefur verið greint frá því um hversu mikið Kínverjar ætla að auka innflutning sinn. Viðskiptaráðgjafi Trump lýsti því yfir á föstudag að Kínverjar myndu draga úr 365 milljarða dollara viðskiptahalla Bandaríkjanna við þá um að minnsta kosti 200 milljarða dollara. Kínverjar báru þær fréttir hins vegar fljótt til baka og ekkert var fjallað um upphæðina í yfirlýsingu ríkjanna í gær. Kínversk stjórnvöld lýsa samkomulaginu hins vegar sem ábatasömu fyrir bæði lönd, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að lagðir verði tollar á kínverskar vörur upp á 150 milljarða dollara ef Kína stendur ekki við samkomulagið. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkomulag hefur náðst á milli kínverskra og bandarískra stjórnvalda um þau hætti tímabundið við gagnkvæma innflutningstolla og slái þannig yfirvofandi viðskiptastríði sínu á frest. Kínverjar ætla að auka innflutning sinn á bandarískum vörum til að reyna að friðþægja Donald Trump Bandaríkjaforseta. Trump hefur orðið tíðrætt um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna þar sem hann telur halla á land sitt. Hann hefur viljað að Kínverjar kaupi bandarískar vörur og þjónustu fyrir um 200 milljarða dollara til þess að jafna leikinn. Í mars tilkynnti hann um refsitolla á kínverskar vörur en stjórnvöld í Beijing svöruðu í sömu mynt. Óttast hefur verið að viðskiptastríð brytist út á milli stórveldanna tveggja. Ekki hefur verið greint frá því um hversu mikið Kínverjar ætla að auka innflutning sinn. Viðskiptaráðgjafi Trump lýsti því yfir á föstudag að Kínverjar myndu draga úr 365 milljarða dollara viðskiptahalla Bandaríkjanna við þá um að minnsta kosti 200 milljarða dollara. Kínverjar báru þær fréttir hins vegar fljótt til baka og ekkert var fjallað um upphæðina í yfirlýsingu ríkjanna í gær. Kínversk stjórnvöld lýsa samkomulaginu hins vegar sem ábatasömu fyrir bæði lönd, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að lagðir verði tollar á kínverskar vörur upp á 150 milljarða dollara ef Kína stendur ekki við samkomulagið.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira