Handbolti

Sigur hjá lærisveinum Alfreðs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð glaður í bragði.
Alfreð glaður í bragði. vísir/afp
Alfreð Gíslason stýrði sínum mönnum í Kiel til sigurs gegn Stuttgart í næst síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Kiel komst í 4-0 í upphafi leiks og átta mínútur voru liðnar af leiknum áður en gestirnir frá Stuttgart náðu að skora mark. Þeir náðu þó að koma til baka og jöfnuðu í 9-9 þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan þegar leikmenn gengu til búningsherbergja var 13-11.

Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið af seinni hálfleiknum. Þá stigu leikmenn Kiel aðeins á bensíngjöfina og komust aftur í forystu. Lokatölur í leiknum urðu 31-25 fyrir Kiel. Marko Vujin og Miha Zarabec voru markahæstir með sex mörk hvor.

Kiel er í fimmta sæti með 47 stig þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni, sjö stigum á eftir Flensburg-Handewitt á toppi deildarinnar. Alfreð og félagar mæta GWD Minden á sunnudaginn þegar lokaumferðin fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×