Þetta er pistill um fótbolta – eða hvað? Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. júní 2018 09:00 Mér er sagt að sjálfsvirðing samtímamannsins markist af fjölda Facebook „læka“ – því fleiri „læk“ því ánægðari er maður með sjálfan sig. Mér er einnig sagt að fótboltafréttir séu hvað mest lesnu fréttir á fréttasíðum. Í tilraun til að bæta sjálfsmat mitt í einn dag með lestri og lækum fylgir hér umfjöllun um fótbolta. Þótt við mér blasi fótboltavöllur út um eldhúsgluggann minn – leikvangur Arsenal í í Norður-London – veit ég ekkert um fótbolta. Ég á mér þó uppáhaldslið. Nákvæmlega öld áður en ég fæddist var fótboltaklúbburinn Ipswich stofnaður. Fæðingarár mitt vann Ipswich svo Enska bikarinn. Ég túlkaði þessar tilviljanir sem fyrirmæli örlaganna um að ég fylkti mér að baki liðinu. Gengi þess hefur þó verið misjafnt. Í dag er Ipswich dottið úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í svokallaðri meistaradeild. En ég styð Ipswich enn; því í fótbolta stendur maður með sínum mönnum sama hvað.Strákarnir okkar Ég er ekki ein um að gera tilraun til að auka eigið virði með því að bendla mig við fótbolta nú þegar vika er þangað til „strákarnir okkar“ mæta Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Í eldhúsdagsumræðum sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að þingmenn gætu margt lært af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og ættu að gera hugsunarhátt þeirra að sínum. „Hver og einn þeirra vinnur að sameiginlegu markmiði og gerir sitt besta til að ná því,“ sagði Bjarkey.Hollusta kjósenda „Hvar stendur þú í pólitík?“ er spurning sem við Íslendingar spyrjum gjarnan hver annan. Spurningin er hins vegar tímaskekkja. Sögnin að standa felur í sér kyrrstöðu. Kyrrstaða fer minnkandi í íslenskum stjórnmálum. Fjórflokkurinn er ekki lengur einráður. Ný framboð hafa bæst í leikinn. Kjósendur skjótast liprir um víðan völl. Flokkarnir reiða sig þó enn í miklum mæli á hollustu kjósenda. Í helstu skoðanakönnunum fyrir þingkosningar árið 2017 sögðust að jafnaði 80% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og VG í kosningunum þar á undan ætla að kjósa sama flokk aftur. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var að nokkru sama uppi á teningnum: 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hugðust halda tryggð við flokkinn sem þeir kusu síðast. Kjósendur eins flokks skáru sig hins vegar verulega úr.Húh! Fáum dylst dalandi gengi Vinstri grænna. Kjósendur flokksins virðast lítið skilja í vegferð hans eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn. Nú síðast var hér á forsíðu Fréttablaðsins greint frá mikilli ólgu innan grasrótarinnar vegna hugmynda um lækkun veiðigjalds. „Ég vil fá atkvæðið mitt til baka,“ sagði einn kjósandi flokksins á samfélagsmiðlinum Twitter. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talar fyrir því að þingmenn vinni að sameiginlegu markmiði og geri sitt besta til að ná því. Vel má vera að Vinstri græn geri sitt besta nú um stundir. Markmiðið sem VG vinnur að í ríkisstjórn virðist hins vegar allt annað en það sem flokkurinn segist standa fyrir. Í skoðanakönnunum í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga fór hlutfall kjósenda Vinstri grænna sem hugðust halda tryggð við flokkinn úr 80% í 50%. Það er því ekki að undra að þingmaður VG óski þess að stjórnmál væru meira eins og fótbolti; leikur þar sem maður stendur með sínum mönnum „sama hvað“. En tilraun þingmanns VG til að auka hróður síns liðs með því að nudda sér upp við fótboltahetjur er jafnmisheppnuð og þessi pistill er sem fótboltaumfjöllun. Þótt ég segi að þessi pistill sé um fótbolta þýðir það ekki að hann sé um fótbolta. Þótt Vinstri græn segist standa fyrir jöfnuð og sjálfbærni þýðir það ekki að þau geri það. Góður ásetningur er ekki nóg. Íslenska landsliðið hefði aldrei komist á HM á góðum ásetningi einum saman. Hugarfar, sama hversu jákvætt, uppbyggilegt og göfuglynt það kann að vera skiptir engu ef ekki er staðið við stóru orðin. Húh! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mér er sagt að sjálfsvirðing samtímamannsins markist af fjölda Facebook „læka“ – því fleiri „læk“ því ánægðari er maður með sjálfan sig. Mér er einnig sagt að fótboltafréttir séu hvað mest lesnu fréttir á fréttasíðum. Í tilraun til að bæta sjálfsmat mitt í einn dag með lestri og lækum fylgir hér umfjöllun um fótbolta. Þótt við mér blasi fótboltavöllur út um eldhúsgluggann minn – leikvangur Arsenal í í Norður-London – veit ég ekkert um fótbolta. Ég á mér þó uppáhaldslið. Nákvæmlega öld áður en ég fæddist var fótboltaklúbburinn Ipswich stofnaður. Fæðingarár mitt vann Ipswich svo Enska bikarinn. Ég túlkaði þessar tilviljanir sem fyrirmæli örlaganna um að ég fylkti mér að baki liðinu. Gengi þess hefur þó verið misjafnt. Í dag er Ipswich dottið úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í svokallaðri meistaradeild. En ég styð Ipswich enn; því í fótbolta stendur maður með sínum mönnum sama hvað.Strákarnir okkar Ég er ekki ein um að gera tilraun til að auka eigið virði með því að bendla mig við fótbolta nú þegar vika er þangað til „strákarnir okkar“ mæta Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Í eldhúsdagsumræðum sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að þingmenn gætu margt lært af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og ættu að gera hugsunarhátt þeirra að sínum. „Hver og einn þeirra vinnur að sameiginlegu markmiði og gerir sitt besta til að ná því,“ sagði Bjarkey.Hollusta kjósenda „Hvar stendur þú í pólitík?“ er spurning sem við Íslendingar spyrjum gjarnan hver annan. Spurningin er hins vegar tímaskekkja. Sögnin að standa felur í sér kyrrstöðu. Kyrrstaða fer minnkandi í íslenskum stjórnmálum. Fjórflokkurinn er ekki lengur einráður. Ný framboð hafa bæst í leikinn. Kjósendur skjótast liprir um víðan völl. Flokkarnir reiða sig þó enn í miklum mæli á hollustu kjósenda. Í helstu skoðanakönnunum fyrir þingkosningar árið 2017 sögðust að jafnaði 80% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og VG í kosningunum þar á undan ætla að kjósa sama flokk aftur. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var að nokkru sama uppi á teningnum: 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hugðust halda tryggð við flokkinn sem þeir kusu síðast. Kjósendur eins flokks skáru sig hins vegar verulega úr.Húh! Fáum dylst dalandi gengi Vinstri grænna. Kjósendur flokksins virðast lítið skilja í vegferð hans eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn. Nú síðast var hér á forsíðu Fréttablaðsins greint frá mikilli ólgu innan grasrótarinnar vegna hugmynda um lækkun veiðigjalds. „Ég vil fá atkvæðið mitt til baka,“ sagði einn kjósandi flokksins á samfélagsmiðlinum Twitter. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir talar fyrir því að þingmenn vinni að sameiginlegu markmiði og geri sitt besta til að ná því. Vel má vera að Vinstri græn geri sitt besta nú um stundir. Markmiðið sem VG vinnur að í ríkisstjórn virðist hins vegar allt annað en það sem flokkurinn segist standa fyrir. Í skoðanakönnunum í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga fór hlutfall kjósenda Vinstri grænna sem hugðust halda tryggð við flokkinn úr 80% í 50%. Það er því ekki að undra að þingmaður VG óski þess að stjórnmál væru meira eins og fótbolti; leikur þar sem maður stendur með sínum mönnum „sama hvað“. En tilraun þingmanns VG til að auka hróður síns liðs með því að nudda sér upp við fótboltahetjur er jafnmisheppnuð og þessi pistill er sem fótboltaumfjöllun. Þótt ég segi að þessi pistill sé um fótbolta þýðir það ekki að hann sé um fótbolta. Þótt Vinstri græn segist standa fyrir jöfnuð og sjálfbærni þýðir það ekki að þau geri það. Góður ásetningur er ekki nóg. Íslenska landsliðið hefði aldrei komist á HM á góðum ásetningi einum saman. Hugarfar, sama hversu jákvætt, uppbyggilegt og göfuglynt það kann að vera skiptir engu ef ekki er staðið við stóru orðin. Húh!
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar