Enski boltinn

Sterling alveg sama hvað dagblöðin skrifa og einbeitir sér að HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling brosir á blaðamannafundi í gær.
Sterling brosir á blaðamannafundi í gær. vísir/getty
Raheem Sterling, framherji enska landsliðsins, segir að neikvæð umræða um hann síðustu daga hafi truflað sig lítið. Í raun ekki truflað hann neitt.

Mikið fjarðafok var í síðustu viku er The Sun beindi spjótum sínum að tattúum Sterling en fyrr í þessari viku kom svo í ljós að hann æfi mætt of seint til æfinga með enska landsliðinu.

Dagblöðin í Englandi hafa fylgst vel með málinu og hefur Sterling verið duglegur að koma sér á forsíður blaðanna fyrir það sem ofan er talið. Hann segir að það trufli hann ekkert.

„Þetta hefur ekki verið svo erfitt. Fólk talar mikið en ég ýti því til hliðar. Ég hef verið einbeittur á æfingarnar og að spila gegn Nígeríu svo fyrir mig var þetta venjuleg vika fyrir mig,” sagði Sterling við Sky Sports.

„Það eina sem breyttist var að ég var aðeins meira í dagblöðunum. Ég held bara áfram með líf mitt. Ég talaði við móður mína og hún var í lagi. Dóttir mín og sonur minn eru einnig í góðu svo ég er fínn.”

„Þetta truflar mig ekki. Auðvitað er það ekki gaman þegar það er talað svona um þig en það dregur mig ekki niður. Ég er að undirbúa mig fyrir HM og æfi á hverjum degi svo hugur minn er þar.”

Englendingar hefja HM á leik við Sviss þann átjánda júní, svo er það Panama þann 24. og síðasti leikur riðilsins verður gegn Sviss 28. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×