Alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2018 19:48 Frá vettvangi slyssins. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Kjalarnesi við Saltvík á áttunda tímanum í kvöld. Mikill fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins en alls voru tíu manns í bílunum tveimur sem lentu í slysinu. Voru þeir allir fluttir á slysadeild í Reykjavík með mismikil meiðsli samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi. Björgunarsveitir og slökkviliðsmenn eru enn við vinnu á vettvangi. Vesturlandsvegi var lokað við Þingvallaafleggjara og að Hvalfjarðarvegi vegna slyssins en hann var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 22. Fréttamönnum, ljósmyndurum og tökumönnum hefur ekki verið hleypt á vettvang slyssins vegna þess hversu alvarlegt það er en myndin er tekin við hringtorgið við Þingvallaafleggjara.vísir/jóhann k.Tilkynning barst vegna slyssins klukkan 20:05 frá lögreglunni:Kl. 19:23 barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Vesturlandsvegi skammt frá Enni á Kjalarnesi. Vesturlandsvegurinn er lokaður frá Þingvallavegi og að Hvalfjarðarvegi. Hjáleið er um Kjósarskarðsveg.Viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn.Búist er við að vegurinn verði lokaður í nokkurn tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með málið en þess er óskað að fjölmiðlar hringi ekki í þá fyrst um sinn því þeir eru uppteknir.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þar sem einn af sjúkrabílunum sem sendir voru á vettvang ekur á forgangi inn til Reykjavíkur en sex sjúkrabílar sem sendir voru á vettvang hafa ekið á forgangi inn til Reykjavíkur með slasaða. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þar sem lögreglumenn á mótorhjólum fara til aðstoðar á vettvangi núna á níunda tímanum. Frá vettvangi á Vesturlandsvegi. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu.vísir/jóhann k.Vinna er enn í gangi á vettvangi slyssins. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu.vísir/jóhann k.Fréttin var uppfærð klukkan 21:54. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Kjalarnesi við Saltvík á áttunda tímanum í kvöld. Mikill fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna slyssins en alls voru tíu manns í bílunum tveimur sem lentu í slysinu. Voru þeir allir fluttir á slysadeild í Reykjavík með mismikil meiðsli samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi. Björgunarsveitir og slökkviliðsmenn eru enn við vinnu á vettvangi. Vesturlandsvegi var lokað við Þingvallaafleggjara og að Hvalfjarðarvegi vegna slyssins en hann var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 22. Fréttamönnum, ljósmyndurum og tökumönnum hefur ekki verið hleypt á vettvang slyssins vegna þess hversu alvarlegt það er en myndin er tekin við hringtorgið við Þingvallaafleggjara.vísir/jóhann k.Tilkynning barst vegna slyssins klukkan 20:05 frá lögreglunni:Kl. 19:23 barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Vesturlandsvegi skammt frá Enni á Kjalarnesi. Vesturlandsvegurinn er lokaður frá Þingvallavegi og að Hvalfjarðarvegi. Hjáleið er um Kjósarskarðsveg.Viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn.Búist er við að vegurinn verði lokaður í nokkurn tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með málið en þess er óskað að fjölmiðlar hringi ekki í þá fyrst um sinn því þeir eru uppteknir.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þar sem einn af sjúkrabílunum sem sendir voru á vettvang ekur á forgangi inn til Reykjavíkur en sex sjúkrabílar sem sendir voru á vettvang hafa ekið á forgangi inn til Reykjavíkur með slasaða. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þar sem lögreglumenn á mótorhjólum fara til aðstoðar á vettvangi núna á níunda tímanum. Frá vettvangi á Vesturlandsvegi. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu.vísir/jóhann k.Vinna er enn í gangi á vettvangi slyssins. Ökutækin sem sjást á myndinni voru ekki í slysinu.vísir/jóhann k.Fréttin var uppfærð klukkan 21:54.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira