Fótbolti

Kanu rændur í Rússlandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kanu fagnar í leik með Arsenal.
Kanu fagnar í leik með Arsenal. vísir/getty
Íslendingar sem eru á leiðinni til Rússlands virðast þurfa að passa sig á því að setja ekki of mikil verðmæti í töskurnar sínar.

Nígeríska goðsögnin Nwankwo Kanu lenti nefnilega í því að rúmri milljón króna var stolið úr ferðatöskunni hans á flugvellinum í Moskvu.

Rússneska lögreglan segir að tveir starfsmenn flugvallarins hafi stolið peningunum. Þeir voru að vinna við að taka töskurnar úr vélinni hans Kanu, opnuðu töskuna og stálu peningunum.

Kanu var að taka þátt í góðgerðarleik með öðrum goðsögnum í Rússlandi. Peningarnir fundust og hann fékk þá aftur síðar. Ræningjarnir gætu fengið allt að sex ára fangelsisdóm en þetta er ekki auglýsingin sem Rússar vilja fá rétt fyrir HM.

Kanu er orðinn 41 árs gamall og átti magnaðan feril þar sem hann spilaði með Ajax, Inter, Arsenal, WBA og Portsmouth. Hann lagði skóna á hilluna árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×