Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2018 16:15 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/Ernir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. „Menn verða að fylgja leikreglum á fjölmiðlamarkaði og vera sanngjarnir. Það er búið að kvarta undan þessu til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Ég fylgist náið með þessu máli og hef fengið margar athugasemdir inn á mitt borð vegna þess. Málið er nú í eðlilegum farvegi hjá til þess bærum stofnunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við auglýsingar í óskyldum dagskrárliðum á þessu ári og næsta ári. Dæmi um þann pakka sem RÚV er að bjóða auglýsendum. RÚV selur auglýsingar á HM í pakka með öðrum óskyldum dagskrárliðum. Þessi framganga RÚV hefur hleypt illu blóði í stjórnendur lítilla einkarekinna fjölmiðla.Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV og hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins sem hefur málið til skoðunar. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segir að RÚV hafi gengið of hart fram á auglýsingamarkaði. „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum,“ sagði Sigmundur Ernir í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tengdar fréttir Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. „Menn verða að fylgja leikreglum á fjölmiðlamarkaði og vera sanngjarnir. Það er búið að kvarta undan þessu til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Ég fylgist náið með þessu máli og hef fengið margar athugasemdir inn á mitt borð vegna þess. Málið er nú í eðlilegum farvegi hjá til þess bærum stofnunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við auglýsingar í óskyldum dagskrárliðum á þessu ári og næsta ári. Dæmi um þann pakka sem RÚV er að bjóða auglýsendum. RÚV selur auglýsingar á HM í pakka með öðrum óskyldum dagskrárliðum. Þessi framganga RÚV hefur hleypt illu blóði í stjórnendur lítilla einkarekinna fjölmiðla.Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV og hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins sem hefur málið til skoðunar. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segir að RÚV hafi gengið of hart fram á auglýsingamarkaði. „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum,“ sagði Sigmundur Ernir í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Tengdar fréttir Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45