Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2018 16:15 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/Ernir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. „Menn verða að fylgja leikreglum á fjölmiðlamarkaði og vera sanngjarnir. Það er búið að kvarta undan þessu til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Ég fylgist náið með þessu máli og hef fengið margar athugasemdir inn á mitt borð vegna þess. Málið er nú í eðlilegum farvegi hjá til þess bærum stofnunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við auglýsingar í óskyldum dagskrárliðum á þessu ári og næsta ári. Dæmi um þann pakka sem RÚV er að bjóða auglýsendum. RÚV selur auglýsingar á HM í pakka með öðrum óskyldum dagskrárliðum. Þessi framganga RÚV hefur hleypt illu blóði í stjórnendur lítilla einkarekinna fjölmiðla.Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV og hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins sem hefur málið til skoðunar. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segir að RÚV hafi gengið of hart fram á auglýsingamarkaði. „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum,“ sagði Sigmundur Ernir í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tengdar fréttir Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. „Menn verða að fylgja leikreglum á fjölmiðlamarkaði og vera sanngjarnir. Það er búið að kvarta undan þessu til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Ég fylgist náið með þessu máli og hef fengið margar athugasemdir inn á mitt borð vegna þess. Málið er nú í eðlilegum farvegi hjá til þess bærum stofnunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við auglýsingar í óskyldum dagskrárliðum á þessu ári og næsta ári. Dæmi um þann pakka sem RÚV er að bjóða auglýsendum. RÚV selur auglýsingar á HM í pakka með öðrum óskyldum dagskrárliðum. Þessi framganga RÚV hefur hleypt illu blóði í stjórnendur lítilla einkarekinna fjölmiðla.Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV og hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins sem hefur málið til skoðunar. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segir að RÚV hafi gengið of hart fram á auglýsingamarkaði. „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum,“ sagði Sigmundur Ernir í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Tengdar fréttir Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45