Stóð Alþingi á haus í röngu máli? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júní 2018 07:00 Í síðustu viku gekk mikið á á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda. Snérist málið um 2-3 milljarða, sem létta átti af útgerðinni, einkum til hjálpar minni fyrirtækjum. Þar sem stærri fyrirtæki í sjávarútvegi eru rík og öflug, var þessi hugmynd og tillaga ríkisstjórnar – að lækka veiðigjöld yfir línuna – auðvitað út í hött, og viðbrögð stjórnarandstöðunnar skiljanleg. Þegar þetta deilumál er skoðað, lítur það svona út: Deilt var um 2-3 milljarða, hvort þeir ættu að fara til útgerðarinnar, í formi afsláttar, eða til ríkisins, í formi óbreyttra veiðigjalda. Í báðum tilvikum hefði féð farið til eyðslu eða fjárfestingar – varla sparnaðar – á vegum útgerðar eða ríkis hér innanlands. Á sama tíma hefði spurningin um það, hvort endanlega ætti að leyfa Hval hf að fara í nýjar langreyðaveiðar, átt að vera sterklega á dagskrá, en veiðar skyldu hefjast 10. júni. En þessu - mörgum sinnum stærra og þýðingarmeira máli fyrir land og þjóð, en veiðigjaldamálið - var þó vart gaumur gefinn. Nánast enginn áhugi, hvað þá þingtími fyrir það.En, um hvað snýst langreyðamálið? Ferðamennska er nú langstærsti og þýðingarmesti atvinnuvegur landsins. 43% gjaldeyristekna koma úr ferðaþjónustu og 25-30.000 manns vinna við hana. Tekjur af ferðaþjónustunni í fyrra voru 500 milljarðar. Á sama tíma er mönnum víða um heim orðið ljóst, að við eigum ekki nema þessa einu jörð, og, að við erum búin að ganga heiftarlega á lífríki hennar – dýr, náttúru, jarðveg, loft og lög. Í vaxandi mæli líta menn til þessara staðreynda við val sitt á vörum - ekki sízt matvælum - en þetta gildir líka um val á ákvörðunarstað fyrir sumarleyfi og önnur frí. Ráða vistræn sjónarmið; virðing við dýr, náttúru og lífríkið hjá þeim, sem heimsækja skal? Ef ekki, strika margir yfir slíkan ákvörðunarstað. Langreyðurin er næst stærsta spendýr jarðar, háþróuð dýrategund, sem lifir saman í fjölskyldum - þau kenna hverju öðru, gleðjast og hryggjast saman, rétt eins og við – og verða 90-100 ára. Hún er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, og eru flest ríki jarðar, um 190, aðilar að CITES-sáttmálanum, sem bannar verzlun með eða flutning á hvalaafurðum í lögsögu þeirra. Sala á hvalaafurðum er því nánast ómöguleg. Þetta vita menn í hinum vestræna heimi. Andúð og mótstaða við hvalaveiðar – ekki sízt veiðar á langreyði, sem engin önnur þjóð stundar – er því mikil og skilningur á veiðum enginn. Þetta fólk gerir ekkert með það, þó Hafró segi mönnum hér, að það sé nóg af langreyði hér á sumrin, heldur ekki með það, að langreyðurin eigi að vera „íslenzk auðlind“, enda veit það, að hvalir fæðast flestir við Vestur-Afríku, flakka svo um heimshöfin og eru því ekki „auðlind“ eins eða neins. Og, hvað með veiðiaðferðina? Hvað myndum við segja, ef Afríkubúar eltu uppi fíla, gíraffa og sebrahesta á skutultrukkum, skytu dýrin með kaðalskutli og drægju þau svo um holt og hæðir, hálf dauð og hálf lifandi, öskrandi af kvölum með stálkló skutuls tætandi innyfli, líffæri, vöðva og hold dýranna, og murkandi úr þeim lífið? Margur maðurinn, báðum megin Atlantshafs, lítur nákvæmalega svona á hvalveiðarnar, enda eru þær eins, nema framkvæmdar á sjávarspendýrum, í stað landspendýra. Fyrirhugaðar nýjar veiðar á langreyði væru því eitur í beinum margs ferðamannsins, og það með réttu. Þúsundir manna myndu setja rauðan kross á Ísland í sínum ferðaplönum. Þó samdráttur í ferðaþjónustu yrði ekki nema 5% vegna fyrirhugaðra langreyðaveiða, jafngilti það tekjutapi upp á 25 milljarða fyrir þjóðina á ári. Þessar tekjur væru innflæði inn í þjóðarbúið, ekki velta innan þess. 10 sinnum meira fé, en það sem veiðigjaldadeilan snérist um. Er þá skaði á ímynd og æru Íslendinga erlendis ótalinn.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Í síðustu viku gekk mikið á á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda. Snérist málið um 2-3 milljarða, sem létta átti af útgerðinni, einkum til hjálpar minni fyrirtækjum. Þar sem stærri fyrirtæki í sjávarútvegi eru rík og öflug, var þessi hugmynd og tillaga ríkisstjórnar – að lækka veiðigjöld yfir línuna – auðvitað út í hött, og viðbrögð stjórnarandstöðunnar skiljanleg. Þegar þetta deilumál er skoðað, lítur það svona út: Deilt var um 2-3 milljarða, hvort þeir ættu að fara til útgerðarinnar, í formi afsláttar, eða til ríkisins, í formi óbreyttra veiðigjalda. Í báðum tilvikum hefði féð farið til eyðslu eða fjárfestingar – varla sparnaðar – á vegum útgerðar eða ríkis hér innanlands. Á sama tíma hefði spurningin um það, hvort endanlega ætti að leyfa Hval hf að fara í nýjar langreyðaveiðar, átt að vera sterklega á dagskrá, en veiðar skyldu hefjast 10. júni. En þessu - mörgum sinnum stærra og þýðingarmeira máli fyrir land og þjóð, en veiðigjaldamálið - var þó vart gaumur gefinn. Nánast enginn áhugi, hvað þá þingtími fyrir það.En, um hvað snýst langreyðamálið? Ferðamennska er nú langstærsti og þýðingarmesti atvinnuvegur landsins. 43% gjaldeyristekna koma úr ferðaþjónustu og 25-30.000 manns vinna við hana. Tekjur af ferðaþjónustunni í fyrra voru 500 milljarðar. Á sama tíma er mönnum víða um heim orðið ljóst, að við eigum ekki nema þessa einu jörð, og, að við erum búin að ganga heiftarlega á lífríki hennar – dýr, náttúru, jarðveg, loft og lög. Í vaxandi mæli líta menn til þessara staðreynda við val sitt á vörum - ekki sízt matvælum - en þetta gildir líka um val á ákvörðunarstað fyrir sumarleyfi og önnur frí. Ráða vistræn sjónarmið; virðing við dýr, náttúru og lífríkið hjá þeim, sem heimsækja skal? Ef ekki, strika margir yfir slíkan ákvörðunarstað. Langreyðurin er næst stærsta spendýr jarðar, háþróuð dýrategund, sem lifir saman í fjölskyldum - þau kenna hverju öðru, gleðjast og hryggjast saman, rétt eins og við – og verða 90-100 ára. Hún er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, og eru flest ríki jarðar, um 190, aðilar að CITES-sáttmálanum, sem bannar verzlun með eða flutning á hvalaafurðum í lögsögu þeirra. Sala á hvalaafurðum er því nánast ómöguleg. Þetta vita menn í hinum vestræna heimi. Andúð og mótstaða við hvalaveiðar – ekki sízt veiðar á langreyði, sem engin önnur þjóð stundar – er því mikil og skilningur á veiðum enginn. Þetta fólk gerir ekkert með það, þó Hafró segi mönnum hér, að það sé nóg af langreyði hér á sumrin, heldur ekki með það, að langreyðurin eigi að vera „íslenzk auðlind“, enda veit það, að hvalir fæðast flestir við Vestur-Afríku, flakka svo um heimshöfin og eru því ekki „auðlind“ eins eða neins. Og, hvað með veiðiaðferðina? Hvað myndum við segja, ef Afríkubúar eltu uppi fíla, gíraffa og sebrahesta á skutultrukkum, skytu dýrin með kaðalskutli og drægju þau svo um holt og hæðir, hálf dauð og hálf lifandi, öskrandi af kvölum með stálkló skutuls tætandi innyfli, líffæri, vöðva og hold dýranna, og murkandi úr þeim lífið? Margur maðurinn, báðum megin Atlantshafs, lítur nákvæmalega svona á hvalveiðarnar, enda eru þær eins, nema framkvæmdar á sjávarspendýrum, í stað landspendýra. Fyrirhugaðar nýjar veiðar á langreyði væru því eitur í beinum margs ferðamannsins, og það með réttu. Þúsundir manna myndu setja rauðan kross á Ísland í sínum ferðaplönum. Þó samdráttur í ferðaþjónustu yrði ekki nema 5% vegna fyrirhugaðra langreyðaveiða, jafngilti það tekjutapi upp á 25 milljarða fyrir þjóðina á ári. Þessar tekjur væru innflæði inn í þjóðarbúið, ekki velta innan þess. 10 sinnum meira fé, en það sem veiðigjaldadeilan snérist um. Er þá skaði á ímynd og æru Íslendinga erlendis ótalinn.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar