Opinbert einelti hjá Hafnarfjarðarbæ? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Í vikunni hófst Vinnuskólinn í Hafnarfirði. Þar eiga að vera boðnir velkomnir allir unglingar sem eru á fjórtánda ári og eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Þetta eru tímamót, vekja með unglingunum eftirvæntingu og skrá dýrmæta minningu. En ekki fyrir alla þegar á reynir. Sonarsonur minn á þessum aldri, sem er hreyfihamlaður í hjólastól, fékk þau skilaboð frá hafnfirska stjórnsýslukerfinu, að hann væri ekki velkominn alveg strax, skyldi bíða heima, en hafa samband og athuga hvernig staðan verði eftir helgina. Fótfrár tvíburabróðir hans fékk aftur á móti skilaboð frá kerfinu hálfum mánuði áður en vinnan hófst, að hann væri strax velkominn. Nú hefur kerfissýslan í Hafnarfirði haft allan veturinn til að undirbúa Vinnuskólann. En gleymt að gera ráð fyrir að í bænum búa líka hreyfihamlaðir unglingar í hjólastól. Örfáir einstaklingar skipta líklega engu máli fyrir opinbert kerfi, sérstaklega ef þeir eigi við fötlun að stríða. Það snertir samt og særir viðkvæmt barnshjartað sem hefur lengi hlakkað til að fara á vinnumarkaðinn og fylgja jafnöldrum sínum í lífi og leik. Er ekki tímabært að kerfið átti sig á að hér á fólk hlut að máli með tilfinningar og þrár? Vonandi gildir það víðast fyrir fólkið í landinu. En ekki í stjórnsýslunni hjá Hafnarfjarðarbæ gagnvart hreyfihömluðum unglingum í hjólastól. Gæti það kallast opinbert einelti?Höfundur býr að Heydölum í Breiðdal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hófst Vinnuskólinn í Hafnarfirði. Þar eiga að vera boðnir velkomnir allir unglingar sem eru á fjórtánda ári og eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Þetta eru tímamót, vekja með unglingunum eftirvæntingu og skrá dýrmæta minningu. En ekki fyrir alla þegar á reynir. Sonarsonur minn á þessum aldri, sem er hreyfihamlaður í hjólastól, fékk þau skilaboð frá hafnfirska stjórnsýslukerfinu, að hann væri ekki velkominn alveg strax, skyldi bíða heima, en hafa samband og athuga hvernig staðan verði eftir helgina. Fótfrár tvíburabróðir hans fékk aftur á móti skilaboð frá kerfinu hálfum mánuði áður en vinnan hófst, að hann væri strax velkominn. Nú hefur kerfissýslan í Hafnarfirði haft allan veturinn til að undirbúa Vinnuskólann. En gleymt að gera ráð fyrir að í bænum búa líka hreyfihamlaðir unglingar í hjólastól. Örfáir einstaklingar skipta líklega engu máli fyrir opinbert kerfi, sérstaklega ef þeir eigi við fötlun að stríða. Það snertir samt og særir viðkvæmt barnshjartað sem hefur lengi hlakkað til að fara á vinnumarkaðinn og fylgja jafnöldrum sínum í lífi og leik. Er ekki tímabært að kerfið átti sig á að hér á fólk hlut að máli með tilfinningar og þrár? Vonandi gildir það víðast fyrir fólkið í landinu. En ekki í stjórnsýslunni hjá Hafnarfjarðarbæ gagnvart hreyfihömluðum unglingum í hjólastól. Gæti það kallast opinbert einelti?Höfundur býr að Heydölum í Breiðdal
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar