Virði Basko lækkaði um 690 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2018 08:00 Basko rekur meðal annars verslanir 10-11. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins, framtakssjóðsins Horns III, á síðasta ári. Félagið var metið á um 1.190 milljónir í lok ársins borið saman við 1.885 milljónir í lok árs 2016. Framtakssjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, jók eignarhlut sinn í Basko úr 80 prósentum í 88 prósent í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Sjóðurinn keypti fyrir tveimur árum 80 prósenta hlut í Basko af félögum tengdum stjórnendum þess, þar á meðal Árna Pétri Jónssyni forstjóra og bresku matvöruversluninni Iceland Foods, fyrir rúmlega 1,5 milljarða króna. Var félagið metið á tæpa 1,9 milljarða í viðskiptunum. Þá sýndi Skeljungur því áhuga síðasta sumar að kaupa Basko fyrir allt að 2,2 milljarða en stjórn olíufélagsins hætti hins vegar við áformin þar sem „ýmsar forsendur“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins, gengu ekki eftir. Fyrir utan verslanir 10-11 rekur Basko meðal annars verslanir Ice land, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Félagið keypti á síðasta ári auk þess helmingshlut í Eldum rétt. Fyrr á árinu var greint frá því að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, en ekki hefur fengist upplýst um hvaða verslanir eru að ræða. Framtakssjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, tapaði 1.824 milljónum króna í fyrra en tapið nam um 207 milljónum árið áður. Annar framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, Horn II, hagnaðist um ríflega 2,7 milljarða króna í fyrra, en sjóðurinn seldi á árinu 60 prósenta hlut sinn í Keahótelum fyrir um fimm milljarða og færði upp tæplega helmingshlut sinn í Hvatningu, stærsta eiganda Bláa lónsins, um 49 prósent en hluturinn var metinn á ríflega átta milljarða í lok síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00 Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Sjá meira
Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins, framtakssjóðsins Horns III, á síðasta ári. Félagið var metið á um 1.190 milljónir í lok ársins borið saman við 1.885 milljónir í lok árs 2016. Framtakssjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, jók eignarhlut sinn í Basko úr 80 prósentum í 88 prósent í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Sjóðurinn keypti fyrir tveimur árum 80 prósenta hlut í Basko af félögum tengdum stjórnendum þess, þar á meðal Árna Pétri Jónssyni forstjóra og bresku matvöruversluninni Iceland Foods, fyrir rúmlega 1,5 milljarða króna. Var félagið metið á tæpa 1,9 milljarða í viðskiptunum. Þá sýndi Skeljungur því áhuga síðasta sumar að kaupa Basko fyrir allt að 2,2 milljarða en stjórn olíufélagsins hætti hins vegar við áformin þar sem „ýmsar forsendur“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins, gengu ekki eftir. Fyrir utan verslanir 10-11 rekur Basko meðal annars verslanir Ice land, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Félagið keypti á síðasta ári auk þess helmingshlut í Eldum rétt. Fyrr á árinu var greint frá því að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, en ekki hefur fengist upplýst um hvaða verslanir eru að ræða. Framtakssjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, tapaði 1.824 milljónum króna í fyrra en tapið nam um 207 milljónum árið áður. Annar framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, Horn II, hagnaðist um ríflega 2,7 milljarða króna í fyrra, en sjóðurinn seldi á árinu 60 prósenta hlut sinn í Keahótelum fyrir um fimm milljarða og færði upp tæplega helmingshlut sinn í Hvatningu, stærsta eiganda Bláa lónsins, um 49 prósent en hluturinn var metinn á ríflega átta milljarða í lok síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00 Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Sjá meira
Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00
Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39
Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent