Virði Basko lækkaði um 690 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júní 2018 08:00 Basko rekur meðal annars verslanir 10-11. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins, framtakssjóðsins Horns III, á síðasta ári. Félagið var metið á um 1.190 milljónir í lok ársins borið saman við 1.885 milljónir í lok árs 2016. Framtakssjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, jók eignarhlut sinn í Basko úr 80 prósentum í 88 prósent í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Sjóðurinn keypti fyrir tveimur árum 80 prósenta hlut í Basko af félögum tengdum stjórnendum þess, þar á meðal Árna Pétri Jónssyni forstjóra og bresku matvöruversluninni Iceland Foods, fyrir rúmlega 1,5 milljarða króna. Var félagið metið á tæpa 1,9 milljarða í viðskiptunum. Þá sýndi Skeljungur því áhuga síðasta sumar að kaupa Basko fyrir allt að 2,2 milljarða en stjórn olíufélagsins hætti hins vegar við áformin þar sem „ýmsar forsendur“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins, gengu ekki eftir. Fyrir utan verslanir 10-11 rekur Basko meðal annars verslanir Ice land, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Félagið keypti á síðasta ári auk þess helmingshlut í Eldum rétt. Fyrr á árinu var greint frá því að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, en ekki hefur fengist upplýst um hvaða verslanir eru að ræða. Framtakssjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, tapaði 1.824 milljónum króna í fyrra en tapið nam um 207 milljónum árið áður. Annar framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, Horn II, hagnaðist um ríflega 2,7 milljarða króna í fyrra, en sjóðurinn seldi á árinu 60 prósenta hlut sinn í Keahótelum fyrir um fimm milljarða og færði upp tæplega helmingshlut sinn í Hvatningu, stærsta eiganda Bláa lónsins, um 49 prósent en hluturinn var metinn á ríflega átta milljarða í lok síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00 Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Virði eignarhaldsfélagsins Basko, sem á og rekur meðal annars verslanir 10-11, lækkaði um tæp 37 prósent í bókum stærsta hluthafa félagsins, framtakssjóðsins Horns III, á síðasta ári. Félagið var metið á um 1.190 milljónir í lok ársins borið saman við 1.885 milljónir í lok árs 2016. Framtakssjóðurinn, sem er í rekstri Landsbréfa, jók eignarhlut sinn í Basko úr 80 prósentum í 88 prósent í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi sjóðsins. Sjóðurinn keypti fyrir tveimur árum 80 prósenta hlut í Basko af félögum tengdum stjórnendum þess, þar á meðal Árna Pétri Jónssyni forstjóra og bresku matvöruversluninni Iceland Foods, fyrir rúmlega 1,5 milljarða króna. Var félagið metið á tæpa 1,9 milljarða í viðskiptunum. Þá sýndi Skeljungur því áhuga síðasta sumar að kaupa Basko fyrir allt að 2,2 milljarða en stjórn olíufélagsins hætti hins vegar við áformin þar sem „ýmsar forsendur“, eins og það var orðað í tilkynningu félagsins, gengu ekki eftir. Fyrir utan verslanir 10-11 rekur Basko meðal annars verslanir Ice land, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Félagið keypti á síðasta ári auk þess helmingshlut í Eldum rétt. Fyrr á árinu var greint frá því að Samkaup hefði keypt valdar verslanir Basko, en ekki hefur fengist upplýst um hvaða verslanir eru að ræða. Framtakssjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða, tapaði 1.824 milljónum króna í fyrra en tapið nam um 207 milljónum árið áður. Annar framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, Horn II, hagnaðist um ríflega 2,7 milljarða króna í fyrra, en sjóðurinn seldi á árinu 60 prósenta hlut sinn í Keahótelum fyrir um fimm milljarða og færði upp tæplega helmingshlut sinn í Hvatningu, stærsta eiganda Bláa lónsins, um 49 prósent en hluturinn var metinn á ríflega átta milljarða í lok síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00 Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Vilja endurvekja viðræðurnar Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins. 28. febrúar 2018 08:00
Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39
Keypti 80 prósenta hlut í Basko fyrir yfir 1,5 milljarða Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, keypti áttatíu prósenta hlut í Basko í fyrra á rúmlega 1,5 milljarða króna. 12. júlí 2017 10:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur