Allt undir Hörður Ægisson skrifar 29. júní 2018 10:00 Stofnun evrópska myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Þegar evran var kynnt til sögunnar var því haldið fram – þvert á mótbárur flestra hagfræðinga – að samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem hefðu evru sem gjaldmiðil ætti eftir að aukast. Sú spá rættist ekki. Alþjóðlega fjármálakreppan, sem opinberaði meiriháttar byggingargalla á evrusvæðinu, markaði endalokin á þeirri þróun, og samtímis upphafið að vaxandi sundurleitni. Þannig hefur landsframleiðsla á mann í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, aukist meira en 20 prósent hraðar hlutfallslega en á Ítalíu frá 2008. Þótt tekist hafi að binda enda á langa stjórnarkreppu um síðustu mánaðamót með myndun ríkisstjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins þá beinist kastljós fjárfesta enn sem fyrr að Ítalíu. Fæstir hafa trú á að efnahagstillögur stjórnvalda verði til þess fallnar að sefa þær áhyggjur í bráð. Vandi Ítalíu er vel þekktur. Skuldir ríkisins nema 130 prósentum af landsframleiðslu og fjárlagahallinn er um sex prósent. Ósveigjanlegur vinnumarkaður og lítil framleiðni hefur þýtt sífellt þverrandi samkeppnishæfni. Þá er bankakerfi landsins, sem á enn langt í land með að afskrifa að fullu vandræðalán á bókum sínum, í reynd gjaldþrota. Það væri einföldun að gera evruna alfarið að blóraböggli fyrir þessum djúpstæða efnahagsvanda heldur eru orsakirnar fremur heimatilbúnar – ömurleg hagstjórn, viðvarandi pólitískur óstöðugleiki og vanvirkt stjórnkerfi. Fram hjá því verður samt ekki horft að það mun reynast þrautin þyngri að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins á meðan ekki er hægt að aðlaga gengið undirliggjandi efnahagsstöðu. Í spennitreyju ófullburða myntbandalags er það ekki valkostur. Þýðir þetta að Ítalir kunni að freistast til að segja skilið við evruna í nánustu framtíð? Tæplega. Það er of mikið undir. Ljóst er hins vegar að líkur á slíkri atburðarás hafa aukist síðustu misseri, að mati fjárfesta og markaðsaðila, sem endurspeglast í þeirri staðreynd að ójafnvægi innan stórgreiðslukerfis Evrópska seðlabankans – betur þekkts sem Target2 – hefur farið stigvaxandi á ný. Í lok síðasta mánaðar átti þannig Seðlabanki Þýskalands tæplega 1.000 milljarða evra kröfu á Evrópska seðlabankann sem aftur byggist á kröfum á seðlabanka verst stöddu aðildarríkjanna. Þar munar mest um 500 milljarða evra skuld Seðlabanka Ítalíu. Komi til greiðsluþrots og brotthvarfs Ítalíu úr evrusvæðinu gæti sú staða komið upp að þýskir skattgreiðendur þyrftu að taka reikninginn á sig. Þetta vita ítalskir ráðamenn mætavel og það kann að styrkja samningsstöðu þeirra gagnvart Brussel. Ítalía er veikasti hlekkur myntbandalagsins. Ólíkt Grikklandi er Ítalía burðarríki Evrópusambandsins og þriðja stærsta hagkerfi álfunnar – útganga þess úr evrusvæðinu er því nánast óhugsandi enda yrðu afleiðingarnar fyrir alþjóðahagkerfið líklega skelfilegar. Hvað er til ráða? Minni viðskiptaafgangur kjarnaríkjanna myndi hjálpa og draga úr ójafnvægi á evrusvæðinu. Slík kerfisbreyting á efnahagsstefnu Þýskalands er hins vegar ólíkleg. Ítalir hafa því þann eina kost að ráðast í kerfislægar umbætur til að auka framleiðni og sveigjanleika á vinnumarkaði. Takist það ekki er allt evrusvæðið undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Hörður Ægisson Mest lesið Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks Skoðun Skoðun Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stofnun evrópska myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Þegar evran var kynnt til sögunnar var því haldið fram – þvert á mótbárur flestra hagfræðinga – að samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem hefðu evru sem gjaldmiðil ætti eftir að aukast. Sú spá rættist ekki. Alþjóðlega fjármálakreppan, sem opinberaði meiriháttar byggingargalla á evrusvæðinu, markaði endalokin á þeirri þróun, og samtímis upphafið að vaxandi sundurleitni. Þannig hefur landsframleiðsla á mann í Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, aukist meira en 20 prósent hraðar hlutfallslega en á Ítalíu frá 2008. Þótt tekist hafi að binda enda á langa stjórnarkreppu um síðustu mánaðamót með myndun ríkisstjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Bandalagsins þá beinist kastljós fjárfesta enn sem fyrr að Ítalíu. Fæstir hafa trú á að efnahagstillögur stjórnvalda verði til þess fallnar að sefa þær áhyggjur í bráð. Vandi Ítalíu er vel þekktur. Skuldir ríkisins nema 130 prósentum af landsframleiðslu og fjárlagahallinn er um sex prósent. Ósveigjanlegur vinnumarkaður og lítil framleiðni hefur þýtt sífellt þverrandi samkeppnishæfni. Þá er bankakerfi landsins, sem á enn langt í land með að afskrifa að fullu vandræðalán á bókum sínum, í reynd gjaldþrota. Það væri einföldun að gera evruna alfarið að blóraböggli fyrir þessum djúpstæða efnahagsvanda heldur eru orsakirnar fremur heimatilbúnar – ömurleg hagstjórn, viðvarandi pólitískur óstöðugleiki og vanvirkt stjórnkerfi. Fram hjá því verður samt ekki horft að það mun reynast þrautin þyngri að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins á meðan ekki er hægt að aðlaga gengið undirliggjandi efnahagsstöðu. Í spennitreyju ófullburða myntbandalags er það ekki valkostur. Þýðir þetta að Ítalir kunni að freistast til að segja skilið við evruna í nánustu framtíð? Tæplega. Það er of mikið undir. Ljóst er hins vegar að líkur á slíkri atburðarás hafa aukist síðustu misseri, að mati fjárfesta og markaðsaðila, sem endurspeglast í þeirri staðreynd að ójafnvægi innan stórgreiðslukerfis Evrópska seðlabankans – betur þekkts sem Target2 – hefur farið stigvaxandi á ný. Í lok síðasta mánaðar átti þannig Seðlabanki Þýskalands tæplega 1.000 milljarða evra kröfu á Evrópska seðlabankann sem aftur byggist á kröfum á seðlabanka verst stöddu aðildarríkjanna. Þar munar mest um 500 milljarða evra skuld Seðlabanka Ítalíu. Komi til greiðsluþrots og brotthvarfs Ítalíu úr evrusvæðinu gæti sú staða komið upp að þýskir skattgreiðendur þyrftu að taka reikninginn á sig. Þetta vita ítalskir ráðamenn mætavel og það kann að styrkja samningsstöðu þeirra gagnvart Brussel. Ítalía er veikasti hlekkur myntbandalagsins. Ólíkt Grikklandi er Ítalía burðarríki Evrópusambandsins og þriðja stærsta hagkerfi álfunnar – útganga þess úr evrusvæðinu er því nánast óhugsandi enda yrðu afleiðingarnar fyrir alþjóðahagkerfið líklega skelfilegar. Hvað er til ráða? Minni viðskiptaafgangur kjarnaríkjanna myndi hjálpa og draga úr ójafnvægi á evrusvæðinu. Slík kerfisbreyting á efnahagsstefnu Þýskalands er hins vegar ólíkleg. Ítalir hafa því þann eina kost að ráðast í kerfislægar umbætur til að auka framleiðni og sveigjanleika á vinnumarkaði. Takist það ekki er allt evrusvæðið undir.
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun