Þjóðarstolt og hnattræn samstaða Bjarni Karlsson skrifar 27. júní 2018 07:00 Þegar þessi orð eru rituð er leikur Íslands og Króatíu enn ekki orðinn. Samt er öllum meginmarkmiðum með þátttöku Íslands á HM náð; að eiga fulltrúa á glæsilegum alþjóðaleikum þar sem heilbrigt þjóðarstolt er tjáð í samstöðu með öllum jarðarbúum. Aldrei í sögunni hefur þetta verið mikilvægara en nú þegar loftslagsbreytingar fara vaxandi, flóttafólki fjölgar og enginn skortur verður á leiðtogum eins og Trump, sem bjóða upp á ótta og hatur. Fullyrða má að takist mannkyni ekki að tileinka sér raunverulega fjölmenningu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og sérkenni allra virt um leið og hnattræn samstaða er ræktuð, munu flestir jarðarbúar ásamt vistkerfinu í heild lifa vaxandi hörmungar. Nýlega birti Vísir áhugavert viðtal við dr. Silju Báru Ómarsdóttur þar sem hún lýsir óreiðukenndu göngulagi Trumpstjórnarinnar og segir m.a.: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ En kannski er ofbeldi einmitt tegund af þekkingu sem felur í sér þá sýn að best sé að stjórna með stjórnleysi? Kannski er lífsspeki Trumps sú sama og allir þekkja sem tekið hafa þátt í félags- eða stjórnmálum, hvernig valdahópar tefla stundum fram einhverjum sem kann tökin á því að skamma og hræða þannig að allt venjulegt fólk verður reitt og miður sín? Og þegar andrúmsloft er orðið lævi blandið, ýmsir hlaupnir á sig og aðrir á dyr, er hægur vandi að keyra í gegn „eftir lýðræðislegum leikreglum“ þær ákvarðanir sem menn óska. Allt ofbeldi, hvort heldur það er persónulegt, innan hópa eða milli þjóða, er í því fólgið að færa skömm úr einum líkama yfir í aðra líkami og ná þannig tangarhaldi á fólki. Ofbeldi sem aðferð er einföld, fyrirsjánleg og löt – og gríðarvinsæl! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru rituð er leikur Íslands og Króatíu enn ekki orðinn. Samt er öllum meginmarkmiðum með þátttöku Íslands á HM náð; að eiga fulltrúa á glæsilegum alþjóðaleikum þar sem heilbrigt þjóðarstolt er tjáð í samstöðu með öllum jarðarbúum. Aldrei í sögunni hefur þetta verið mikilvægara en nú þegar loftslagsbreytingar fara vaxandi, flóttafólki fjölgar og enginn skortur verður á leiðtogum eins og Trump, sem bjóða upp á ótta og hatur. Fullyrða má að takist mannkyni ekki að tileinka sér raunverulega fjölmenningu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og sérkenni allra virt um leið og hnattræn samstaða er ræktuð, munu flestir jarðarbúar ásamt vistkerfinu í heild lifa vaxandi hörmungar. Nýlega birti Vísir áhugavert viðtal við dr. Silju Báru Ómarsdóttur þar sem hún lýsir óreiðukenndu göngulagi Trumpstjórnarinnar og segir m.a.: „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ En kannski er ofbeldi einmitt tegund af þekkingu sem felur í sér þá sýn að best sé að stjórna með stjórnleysi? Kannski er lífsspeki Trumps sú sama og allir þekkja sem tekið hafa þátt í félags- eða stjórnmálum, hvernig valdahópar tefla stundum fram einhverjum sem kann tökin á því að skamma og hræða þannig að allt venjulegt fólk verður reitt og miður sín? Og þegar andrúmsloft er orðið lævi blandið, ýmsir hlaupnir á sig og aðrir á dyr, er hægur vandi að keyra í gegn „eftir lýðræðislegum leikreglum“ þær ákvarðanir sem menn óska. Allt ofbeldi, hvort heldur það er persónulegt, innan hópa eða milli þjóða, er í því fólgið að færa skömm úr einum líkama yfir í aðra líkami og ná þannig tangarhaldi á fólki. Ofbeldi sem aðferð er einföld, fyrirsjánleg og löt – og gríðarvinsæl!
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar