Nýjum áföngum fagnað Anna Stefánsdóttir og Oddný Sturludóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Mikilvægum áföngum í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut var náð í þessari viku. Þá voru opnuð tvö tilboð vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Annars vegar tilboð í gatnagerð og jarðvinnu vegna framkvæmda við meðferðarkjarna spítalans, sem oft er kallaður hjartað í starfsemi spítalans og hins vegar tilboð í fullnaðarhönnun rannsóknarhúss. Öll voru þessi tilboð undir kostnaðaráætlun. Meðferðarkjarninn er stærsta og flóknasta framkvæmd Hringbrautarverkefnisins. Með tilkomu hans verður mikil og jákvæð breyting á aðstöðu sjúklinga, aðstandenda þeirra og starfsfólks. Þar verður öll bráðastarfsemi spítalans, 210 legurými, sem öll verða á einbýlum, auk þess sem rýmum fjölgar á gjörgæslu- og móttökudeild. Hönnun meðferðarkjarnans er á lokametrunum, stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2019 og að byggingarnar verði tilbúnar á árunum 2023-2024. Bygging rannsóknahúss er annað stórt verkefni, það mun hýsa rannsóknarstofur spítalans, þar með talinn er Blóðbankinn. Það verður breyting til batnaðar þegar rannsóknastarfsemi Landspítala sameinast undir einu þaki í stað þess að dreifast í 16 byggingar hér og þar í borginni.Nýtt sjúkrahótel Nýtt sjúkrahótel hefur þegar risið á Hringbrautarlóðinni og verður tekið í notkun innan skamms. Það er mikið fagnaðarefni og bylting í þjónustu Landspítala, sérstaklega fyrir fólk af landsbyggðinni. Á sjúkrahótelinu verða 75 vel búin herbergi, þar á meðal sérstakt fjölskyldurými. Víða á Norðurlöndunum er góð reynsla af sjúkrahótelum á lóðum sjúkrahúsa.Oddný Sturludóttir„Þörfin kallar hærra með hverju ári“ Þessi orð mælti Ingibjörg H. Bjarnason árið 1923 úr ræðustól Alþingis en Ingibjörg var ein aðaltalskona „Landspítalamálsins“ eins og það var kallað og borið uppi af þeim konum sem settust fyrstar á Alþingi og voru með sanni óþreytandi í baráttu sinni fyrir byggingu Landspítala. Ingibjörg var orðin langeyg eftir ákvörðun stjórnvalda um að leggja fé til spítalabyggingar og segja má að orð hennar eigi jafn vel við árið 2018. Uppbygging Landspítala er gríðarlegt hagsmunamál fyrir þjóðina alla, framþróun í heilbrigðisþjónustu, öryggi sjúklinga og vinnuumgjörð starfsfólks. Í stjórnarsáttmála og ríkisfjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar er uppbygging Landspítala við Hringbraut gerð að forgangsmáli. Fyrri ríkisstjórnir hafa einnig staðið myndarlega við bakið á uppbyggingunni, í raun allar ríkisstjórnir frá aldamótum, frá því fyrst að uppbygging spítalans við Hringbraut komst á dagskrá. Þá hefur borgarstjórn og Reykjavíkurborg ávallt stutt dyggilega við uppbyggingaráformin. Þessu ber að fagna, en einnig er mikilvægt að fagna hverjum áfanga í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Landssamtökin Spítalinn okkar leggja áherslu á að engar tafir verði á þessu mikilvæga verkefni. Þörfin kallar hærra með hverju ári vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar, örra tækniframfara og þeirrar sjálfsögðu kröfu landsmanna að geta treyst á framúrskarandi og örugga heilbrigðisþjónustu fyrir sig og ástvini sína.Höfundur er stjórnarmeðlimir Spítalans okkar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægum áföngum í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut var náð í þessari viku. Þá voru opnuð tvö tilboð vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Annars vegar tilboð í gatnagerð og jarðvinnu vegna framkvæmda við meðferðarkjarna spítalans, sem oft er kallaður hjartað í starfsemi spítalans og hins vegar tilboð í fullnaðarhönnun rannsóknarhúss. Öll voru þessi tilboð undir kostnaðaráætlun. Meðferðarkjarninn er stærsta og flóknasta framkvæmd Hringbrautarverkefnisins. Með tilkomu hans verður mikil og jákvæð breyting á aðstöðu sjúklinga, aðstandenda þeirra og starfsfólks. Þar verður öll bráðastarfsemi spítalans, 210 legurými, sem öll verða á einbýlum, auk þess sem rýmum fjölgar á gjörgæslu- og móttökudeild. Hönnun meðferðarkjarnans er á lokametrunum, stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2019 og að byggingarnar verði tilbúnar á árunum 2023-2024. Bygging rannsóknahúss er annað stórt verkefni, það mun hýsa rannsóknarstofur spítalans, þar með talinn er Blóðbankinn. Það verður breyting til batnaðar þegar rannsóknastarfsemi Landspítala sameinast undir einu þaki í stað þess að dreifast í 16 byggingar hér og þar í borginni.Nýtt sjúkrahótel Nýtt sjúkrahótel hefur þegar risið á Hringbrautarlóðinni og verður tekið í notkun innan skamms. Það er mikið fagnaðarefni og bylting í þjónustu Landspítala, sérstaklega fyrir fólk af landsbyggðinni. Á sjúkrahótelinu verða 75 vel búin herbergi, þar á meðal sérstakt fjölskyldurými. Víða á Norðurlöndunum er góð reynsla af sjúkrahótelum á lóðum sjúkrahúsa.Oddný Sturludóttir„Þörfin kallar hærra með hverju ári“ Þessi orð mælti Ingibjörg H. Bjarnason árið 1923 úr ræðustól Alþingis en Ingibjörg var ein aðaltalskona „Landspítalamálsins“ eins og það var kallað og borið uppi af þeim konum sem settust fyrstar á Alþingi og voru með sanni óþreytandi í baráttu sinni fyrir byggingu Landspítala. Ingibjörg var orðin langeyg eftir ákvörðun stjórnvalda um að leggja fé til spítalabyggingar og segja má að orð hennar eigi jafn vel við árið 2018. Uppbygging Landspítala er gríðarlegt hagsmunamál fyrir þjóðina alla, framþróun í heilbrigðisþjónustu, öryggi sjúklinga og vinnuumgjörð starfsfólks. Í stjórnarsáttmála og ríkisfjármálaáætlun sitjandi ríkisstjórnar er uppbygging Landspítala við Hringbraut gerð að forgangsmáli. Fyrri ríkisstjórnir hafa einnig staðið myndarlega við bakið á uppbyggingunni, í raun allar ríkisstjórnir frá aldamótum, frá því fyrst að uppbygging spítalans við Hringbraut komst á dagskrá. Þá hefur borgarstjórn og Reykjavíkurborg ávallt stutt dyggilega við uppbyggingaráformin. Þessu ber að fagna, en einnig er mikilvægt að fagna hverjum áfanga í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Landssamtökin Spítalinn okkar leggja áherslu á að engar tafir verði á þessu mikilvæga verkefni. Þörfin kallar hærra með hverju ári vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar, örra tækniframfara og þeirrar sjálfsögðu kröfu landsmanna að geta treyst á framúrskarandi og örugga heilbrigðisþjónustu fyrir sig og ástvini sína.Höfundur er stjórnarmeðlimir Spítalans okkar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun