Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Eistlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2018 10:40 Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, eiginkona hans, þegar Guðni var settur inn í embætti 2016. Fréttablaðið/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, forsetafrú, halda í dag í opinbera heimsókn til Eistlands en heimsóknin stendur yfir dagana 21.-23. júní, en Eistar minnast þess í ár að 100 ár eru liðin frá því þeir stofnuðu fyrst lýðveldi og efna þeir til viðamikilla hátíðarhalda af því tilefni. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, verður með í för auk embættis- og aðstoðarmanna. Að því er fram kemur í tilkynningu frá frosetaembættinu hefst heimsóknin formlegri móttökuathöfn við forsetahöllina í Tallinn að morgni fimmtudagsins 21. júní og mun forseti þá eiga fund með Kersti Kaljulaid, forseta Eistlands. „Þessu næst mun forseti skoða miðstöð Atlantshafsbandalagsins í vörnum gegn tölvuglæpum í borginni, eiga hádegisverðarfund með Eiki Nestor forseta Riigikogu, eistneska þingsins, og annan með Jüri Ratas forsætisráðherra. Þá verður farið í Mannréttindamiðstöðina í Tallinn og minningarsetur tónskáldsins Arvo Pärt en um kvöldið sóttir tónleikar í listamiðstöðinni Kultuurikatel áður en gengið verður til hátíðarkvöldverðar í boði forseta Eistlands. Föstudaginn 22. júní halda forsetahjónin til Tartu og snæða þar ásamt öðrum þjóðhöfðingjum hádegisverð í boði borgarstjórnar Tartu. Þennan dag er átjánda skiptið sem háskólanemar Eystrasaltslanda efna til söng- og danshátíðar, sem þeir kalla Gaudeamus, og hófst sú hefð að safna þannig saman ungu fólk frá þessum grannríkjum árið 1956. Meðal tiginna gesta, sem reiknað er með að sæki viðburðinn að þessu sinni, eru auk forseta Eistlands og Íslands, forsetar Finnlands, Georgíu, Lettlands, Litháens og Póllands. Eftir hádegisverðinn heimsækir forseti Íslands Háskólann í Tartu og á þar fund með nemendum en því næst er haldið í þjóðminjasafnið sem hlaut tilnefningu sem Minjasafn Evrópu 2018. Um kvöldið munu gestir fagna blysgöngu Sönghátíðarinnar á bökkum Emajogi árinnar þar sem kórar, dansarar og gestir safnast saman og gleðjast. Næsta dag verður haldið til Tallinn og þar munu forseti Íslands og forsetafrú kveðja gestgjafa áður en haldið er heim á leið til Íslands,“ segir í tilkynningu. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, forsetafrú, halda í dag í opinbera heimsókn til Eistlands en heimsóknin stendur yfir dagana 21.-23. júní, en Eistar minnast þess í ár að 100 ár eru liðin frá því þeir stofnuðu fyrst lýðveldi og efna þeir til viðamikilla hátíðarhalda af því tilefni. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, verður með í för auk embættis- og aðstoðarmanna. Að því er fram kemur í tilkynningu frá frosetaembættinu hefst heimsóknin formlegri móttökuathöfn við forsetahöllina í Tallinn að morgni fimmtudagsins 21. júní og mun forseti þá eiga fund með Kersti Kaljulaid, forseta Eistlands. „Þessu næst mun forseti skoða miðstöð Atlantshafsbandalagsins í vörnum gegn tölvuglæpum í borginni, eiga hádegisverðarfund með Eiki Nestor forseta Riigikogu, eistneska þingsins, og annan með Jüri Ratas forsætisráðherra. Þá verður farið í Mannréttindamiðstöðina í Tallinn og minningarsetur tónskáldsins Arvo Pärt en um kvöldið sóttir tónleikar í listamiðstöðinni Kultuurikatel áður en gengið verður til hátíðarkvöldverðar í boði forseta Eistlands. Föstudaginn 22. júní halda forsetahjónin til Tartu og snæða þar ásamt öðrum þjóðhöfðingjum hádegisverð í boði borgarstjórnar Tartu. Þennan dag er átjánda skiptið sem háskólanemar Eystrasaltslanda efna til söng- og danshátíðar, sem þeir kalla Gaudeamus, og hófst sú hefð að safna þannig saman ungu fólk frá þessum grannríkjum árið 1956. Meðal tiginna gesta, sem reiknað er með að sæki viðburðinn að þessu sinni, eru auk forseta Eistlands og Íslands, forsetar Finnlands, Georgíu, Lettlands, Litháens og Póllands. Eftir hádegisverðinn heimsækir forseti Íslands Háskólann í Tartu og á þar fund með nemendum en því næst er haldið í þjóðminjasafnið sem hlaut tilnefningu sem Minjasafn Evrópu 2018. Um kvöldið munu gestir fagna blysgöngu Sönghátíðarinnar á bökkum Emajogi árinnar þar sem kórar, dansarar og gestir safnast saman og gleðjast. Næsta dag verður haldið til Tallinn og þar munu forseti Íslands og forsetafrú kveðja gestgjafa áður en haldið er heim á leið til Íslands,“ segir í tilkynningu.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira