Innlent

Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Á annan tug einstaklinga dvelja í húsinu í senn.
Á annan tug einstaklinga dvelja í húsinu í senn. Vísir/Böddi
Að minnsta kosti níu ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Töluverður erill var hjá lögreglu. Skömmu eftir miðnætti í nótt var tilkynnt um tvö innbrot. Annað innbrotið var í bifreið í austurborginni en hitt innbrotið var í Hafnarfirði, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

Klukkan tólf mínútur yfir átta í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um átök í húsnæði í Vesturborginni. Tveir einstaklingar leituðu aðstoðar á slysadeild í kjölfarið. Eins og kom fram á Vísi í gær voru lögregla og sjúkrabíll send að húsi í Stigahlíð eftir að tilkynnt var að blóðugur maður hefði bankað upp á í næsta húsi. Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í umræddu húsi, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar en um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Allt að sextán einstaklingar dvelja í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×