Smellu RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 30. júní 2018 10:00 Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður og sennilega ekki ástæða til að ætla að það sé miklu betra ástand hér á Íslandi. Fjölmiðlar þurfa að gæta sín. Hversu oft sjáum við krassandi fyrirsagnir, sem hafa yfirbragð staðreynda, en eru þegar betur er að gáð einungis byggðar á skoðunum viðmælandans. Þetta er skiljanlegt hjá fjölmiðlunum, fólk smellir á áhugaverðar fyrirsagnir og staðreyndir eru gjarnan minna spennandi en upphlaup og stóryrði. Við gerum þó mestar kröfur til Ríkisútvarpsins, enda á stofnunin að vera til fyrirmyndar í þessum efnum. Fyrir nokkru síðan sló Ríkisútvarpið upp fyrirsögnum um styttingu náms til stúdentsprófs sem byggðar voru á skoðunum annars vegar nemanda og hins vegar forystumanns verkalýðsfélags kennara. Höfðu fyrirsagnirnar á sér yfirbragð staðreynda. Þeir sem treysta á Ríkisútvarpið eitt sem fréttaveitu höfðu þá mynd af stöðu mála að allt væri í versta hnút vegna færslu úr 4 í 3 ára kerfi. Um daginn birtust í öðrum fjölmiðlum fréttir um niðurstöður prófa í Versló og einnig niðurstöður kannana á meðal nemenda um hvort þeir teldu vinnuálag eðlilegt. Niðurstöðurnar voru mjög ólíkar þeim „fréttum“ sem Ríkisútvarpið hafði flutt áður. Prófin komu vel út og meirihluti nemenda taldi að vinnuálag væri hæfilegt. Getur verið að Ríkisútvarpið láti sig meiru varða umferð um vefinn sinn en að gæta að hlutverki sínu og gera staðreyndum hærra undir höfði en tilfallandi skoðunum, jafnvel þó það þýði minna spennandi fyrirsagnir og færri smelli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður og sennilega ekki ástæða til að ætla að það sé miklu betra ástand hér á Íslandi. Fjölmiðlar þurfa að gæta sín. Hversu oft sjáum við krassandi fyrirsagnir, sem hafa yfirbragð staðreynda, en eru þegar betur er að gáð einungis byggðar á skoðunum viðmælandans. Þetta er skiljanlegt hjá fjölmiðlunum, fólk smellir á áhugaverðar fyrirsagnir og staðreyndir eru gjarnan minna spennandi en upphlaup og stóryrði. Við gerum þó mestar kröfur til Ríkisútvarpsins, enda á stofnunin að vera til fyrirmyndar í þessum efnum. Fyrir nokkru síðan sló Ríkisútvarpið upp fyrirsögnum um styttingu náms til stúdentsprófs sem byggðar voru á skoðunum annars vegar nemanda og hins vegar forystumanns verkalýðsfélags kennara. Höfðu fyrirsagnirnar á sér yfirbragð staðreynda. Þeir sem treysta á Ríkisútvarpið eitt sem fréttaveitu höfðu þá mynd af stöðu mála að allt væri í versta hnút vegna færslu úr 4 í 3 ára kerfi. Um daginn birtust í öðrum fjölmiðlum fréttir um niðurstöður prófa í Versló og einnig niðurstöður kannana á meðal nemenda um hvort þeir teldu vinnuálag eðlilegt. Niðurstöðurnar voru mjög ólíkar þeim „fréttum“ sem Ríkisútvarpið hafði flutt áður. Prófin komu vel út og meirihluti nemenda taldi að vinnuálag væri hæfilegt. Getur verið að Ríkisútvarpið láti sig meiru varða umferð um vefinn sinn en að gæta að hlutverki sínu og gera staðreyndum hærra undir höfði en tilfallandi skoðunum, jafnvel þó það þýði minna spennandi fyrirsagnir og færri smelli?
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar