Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Birgir Olgeirsson skrifar 9. júlí 2018 16:29 Sjónvarpshúsið í Efstaleiti. Vísir/ernir Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki gengið gegn samkeppnislögum með háttsemi sinni á auglýsingamarkaði í tengslum við Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi. Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. Síminn hélt því fram í kvörtun sinni að RÚV hefði sett lágmarkskaup á tilteknu magni auglýsinga sem skilyrði fyrir kaupum á tilteknum auglýsingaplássum í tengslum við sýningar frá HM. Þá taldi Síminn að RÚV hefði vikið verulega frá lögbundinni gjaldskrá við sölu á tilteknum auglýsingaplássum í tengslum við sýningar frá HM. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV.Samkeppniseftirlitið hafði til athugunar hvort hefja ætti formlega rannsókn á grundvelli kvörtunar Símans en tekið var fram að Samkeppniseftirlitinu hefði einni borist óformlegar ábendingar af sama toga frá öðrum keppinautum ríkisfjölmiðilsins. Síminn gerði kröfu um að tekin yrði bráðabirgðaákvörðun í málinu og hafði Samkeppniseftirlitið það einnig til athugunar. Í málinu er annars vegar til athugunar hvort efni séu til að hefja rannsókn og e.a. taka ákvörðun á grundvelli 11. gr. samkeppnislaga, sem leggur bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í því máli kæmi m.a. til rannsóknar hvort RÚV teldist markaðsráðandi á hinum skilgreinda markaði. Upplýsingaöflun í aðdraganda ákvörðunar nr. 42/2017, Samruni Fjarskipta hf. og 365 miðla hf., gaf til kynna að RÚV hafi á árinu 2016 verið með 45-50% hlutdeild á markaði fyrir sjónvarpsauglýsingar, en slík markaðshlutdeild getur gefið vísbendingu um markaðsráðandi stöðu.Mikið áhorf er á HM í knattspyrnu í Rússlandi en mótið fer fram á fjögurra ára fresti í karlaflokki. Á næsta ári verður keppt í kvennaflokki í Frakklandi,RÚVÓskuðu eftir svörum frá RÚV Við athugun málsins óskaði Samkeppniseftirlitið í tvígang eftir upplýsingum og skýringum RÚV en í svörum RÚV hefur eftirfarandi meðal annars verið staðfest: 1) Að auglýsingapakkar, auglýsingaleiðir og auglýsingamagn þeim tengdum hafi haft þá einu þýðingu að ákvarða forgang við niðurröðun birtinga. 2) Að enginn áskilnaður hafi verið gerður um lágmarkskaup og að ekki hafi verið á nokkurn hátt lagt að auglýsendum að ráðstafa auglýsingafé sínu að öllu eða einhverju tilteknu leyti til RÚV. Hafi mismunandi auglýsingaleiðir, sem tryggðu forgang við niðurröðun birtinga, miðast við tiltekið auglýsingamagn. 3) Að gildistími umræddra samninga miðist við HM, þ.e. að við lok HM sé birtingu auglýsinga samkvæmt umræddum samningum lokið. Engin inneign myndist hjá kaupanda til að kaupa birtingu auglýsinga síðar og að engar aðrar skuldbindingar samninganna verði í gildi eftir að HM lýkur. 4) Að engin önnur binding, s.s. einkakaup eða tryggðarafslættir, fylgi samningum um auglýsingakaup hjá RÚV.Orri Hauksson er forstjóri Símans.Vísir/VilhelmSkýrleiki aukinn Í svörum RÚV er einnig að finna lýsingu á samningum og samningsgerð félagsins, birtingu verðskrár o.fl. Kemur m.a. fram að í aðdraganda viðskipta séu samskipti jafnan munnleg eða í formi tölvubréfasamskipta, en það séu pantanirnar ásamt samhliða staðfestingum RÚV sem gildi þegar á hólminn sé komið. Að því er varðar upplýsingagjöf um pöntunarferli og verðskrá kemur fram að framvegis verði þess gætt að birta auglýsingaverðskrá fyrir birtingu í almennri dagskrá og viðburðum fyrr en gert hefur verið og skýrleiki aukinn á vef RÚV til að gera aðgengi greiðara. Þá muni RÚV framvegis birta á heimasíðu sinni leiðakerfi og sambærileg kerfi, til að tryggja enn meira gagnsæi.Telja ekki nægar vísbendingar Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að ekki séu nægar vísbendingar um að RÚV hafi með háttsemi sinni gengið gegn 11. grein samkeppnislaga, þótt fyrirtækið yrði talið vera markaðsráðandi á auglýsingamarkaði.Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd einnig með málið til skoðunar Jafnframt er það frummat Samkeppniseftirlitsins, að virtum framkomnum upplýsingum, að ekki sé á þessu stigi tilefni til frekari athugunar á grundvelli heimildar eftirlitsins til íhlutunar gegn athöfnum opinberra aðila, sbr. b-lið 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga. Vísar eftirlitið í þessu efni m.a. til þess að fjölmiðlanefnd hefur eftirlit með því að RÚV fari að fjölmiðlalögum, lögum um Ríkisútvarpið og reglum settum á þeim grundvelli, sem og til þess að nefndin hefur málið nú til skoðunar en niðurstaðan liggur ekki fyrir, en fjölmiðlanefnd fer með eftirlit með því að farið sé að fjölmiðlalögum og lögum um Ríkisútvarpið.Hafa ítrekað vakið athygli á mismunun Samkeppniseftirlitið bendir á að það hefur á fyrri tíð fjallað um stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þannig hefur eftirlitið ítrekað vakið athygli á þeirri samkeppnislegu mismunun sem leiðir af núgildandi lögum og felst í þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, samhliða fjárframlögum til félagsins af skattfé. Árið 2008 beindi Samkeppniseftirlitið sérstöku áliti til menntamálaráðherra, nr. 4/2008, þar sem lagt var til að þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði yrði endurskoðuð. Síðan hefur eftirlitið ítrekað fjallað um þetta, m.a. í umsögnum um frumvörp á þessu sviði. Meðal annars í ljósi athugasemda samkeppnisyfirvalda og Eftirlitsstofnunar EFTA var háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði settar ákveðnar skorður með lögum um Ríkisútvarpið árið 2013. Eðlilegt er að ráðuneyti og stjórnvöld sem fara með málefni RÚV taki framangreinda mismunun til skoðunar í þessu ljósi, sem og þær reglur sem settar hafa verið til þess m.a. að mæta þeirri mismunun. Af öllu framangreindu leiðir jafnframt að ekki eru forsendur til bráðabirgðaákvörðunar á grundvelli 3. mgr. 16. gr. samkeppnislaga, enda eru þau skilyrði sem mælt er fyrir um í ákvæðinu ekki uppfyllt. Er þeirri kröfu Símans því hafnað. Fjölmiðlar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi ekki gengið gegn samkeppnislögum með háttsemi sinni á auglýsingamarkaði í tengslum við Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi. Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. Síminn hélt því fram í kvörtun sinni að RÚV hefði sett lágmarkskaup á tilteknu magni auglýsinga sem skilyrði fyrir kaupum á tilteknum auglýsingaplássum í tengslum við sýningar frá HM. Þá taldi Síminn að RÚV hefði vikið verulega frá lögbundinni gjaldskrá við sölu á tilteknum auglýsingaplássum í tengslum við sýningar frá HM. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV.Samkeppniseftirlitið hafði til athugunar hvort hefja ætti formlega rannsókn á grundvelli kvörtunar Símans en tekið var fram að Samkeppniseftirlitinu hefði einni borist óformlegar ábendingar af sama toga frá öðrum keppinautum ríkisfjölmiðilsins. Síminn gerði kröfu um að tekin yrði bráðabirgðaákvörðun í málinu og hafði Samkeppniseftirlitið það einnig til athugunar. Í málinu er annars vegar til athugunar hvort efni séu til að hefja rannsókn og e.a. taka ákvörðun á grundvelli 11. gr. samkeppnislaga, sem leggur bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Í því máli kæmi m.a. til rannsóknar hvort RÚV teldist markaðsráðandi á hinum skilgreinda markaði. Upplýsingaöflun í aðdraganda ákvörðunar nr. 42/2017, Samruni Fjarskipta hf. og 365 miðla hf., gaf til kynna að RÚV hafi á árinu 2016 verið með 45-50% hlutdeild á markaði fyrir sjónvarpsauglýsingar, en slík markaðshlutdeild getur gefið vísbendingu um markaðsráðandi stöðu.Mikið áhorf er á HM í knattspyrnu í Rússlandi en mótið fer fram á fjögurra ára fresti í karlaflokki. Á næsta ári verður keppt í kvennaflokki í Frakklandi,RÚVÓskuðu eftir svörum frá RÚV Við athugun málsins óskaði Samkeppniseftirlitið í tvígang eftir upplýsingum og skýringum RÚV en í svörum RÚV hefur eftirfarandi meðal annars verið staðfest: 1) Að auglýsingapakkar, auglýsingaleiðir og auglýsingamagn þeim tengdum hafi haft þá einu þýðingu að ákvarða forgang við niðurröðun birtinga. 2) Að enginn áskilnaður hafi verið gerður um lágmarkskaup og að ekki hafi verið á nokkurn hátt lagt að auglýsendum að ráðstafa auglýsingafé sínu að öllu eða einhverju tilteknu leyti til RÚV. Hafi mismunandi auglýsingaleiðir, sem tryggðu forgang við niðurröðun birtinga, miðast við tiltekið auglýsingamagn. 3) Að gildistími umræddra samninga miðist við HM, þ.e. að við lok HM sé birtingu auglýsinga samkvæmt umræddum samningum lokið. Engin inneign myndist hjá kaupanda til að kaupa birtingu auglýsinga síðar og að engar aðrar skuldbindingar samninganna verði í gildi eftir að HM lýkur. 4) Að engin önnur binding, s.s. einkakaup eða tryggðarafslættir, fylgi samningum um auglýsingakaup hjá RÚV.Orri Hauksson er forstjóri Símans.Vísir/VilhelmSkýrleiki aukinn Í svörum RÚV er einnig að finna lýsingu á samningum og samningsgerð félagsins, birtingu verðskrár o.fl. Kemur m.a. fram að í aðdraganda viðskipta séu samskipti jafnan munnleg eða í formi tölvubréfasamskipta, en það séu pantanirnar ásamt samhliða staðfestingum RÚV sem gildi þegar á hólminn sé komið. Að því er varðar upplýsingagjöf um pöntunarferli og verðskrá kemur fram að framvegis verði þess gætt að birta auglýsingaverðskrá fyrir birtingu í almennri dagskrá og viðburðum fyrr en gert hefur verið og skýrleiki aukinn á vef RÚV til að gera aðgengi greiðara. Þá muni RÚV framvegis birta á heimasíðu sinni leiðakerfi og sambærileg kerfi, til að tryggja enn meira gagnsæi.Telja ekki nægar vísbendingar Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að ekki séu nægar vísbendingar um að RÚV hafi með háttsemi sinni gengið gegn 11. grein samkeppnislaga, þótt fyrirtækið yrði talið vera markaðsráðandi á auglýsingamarkaði.Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.Fjölmiðlanefnd einnig með málið til skoðunar Jafnframt er það frummat Samkeppniseftirlitsins, að virtum framkomnum upplýsingum, að ekki sé á þessu stigi tilefni til frekari athugunar á grundvelli heimildar eftirlitsins til íhlutunar gegn athöfnum opinberra aðila, sbr. b-lið 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga. Vísar eftirlitið í þessu efni m.a. til þess að fjölmiðlanefnd hefur eftirlit með því að RÚV fari að fjölmiðlalögum, lögum um Ríkisútvarpið og reglum settum á þeim grundvelli, sem og til þess að nefndin hefur málið nú til skoðunar en niðurstaðan liggur ekki fyrir, en fjölmiðlanefnd fer með eftirlit með því að farið sé að fjölmiðlalögum og lögum um Ríkisútvarpið.Hafa ítrekað vakið athygli á mismunun Samkeppniseftirlitið bendir á að það hefur á fyrri tíð fjallað um stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þannig hefur eftirlitið ítrekað vakið athygli á þeirri samkeppnislegu mismunun sem leiðir af núgildandi lögum og felst í þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði, samhliða fjárframlögum til félagsins af skattfé. Árið 2008 beindi Samkeppniseftirlitið sérstöku áliti til menntamálaráðherra, nr. 4/2008, þar sem lagt var til að þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði yrði endurskoðuð. Síðan hefur eftirlitið ítrekað fjallað um þetta, m.a. í umsögnum um frumvörp á þessu sviði. Meðal annars í ljósi athugasemda samkeppnisyfirvalda og Eftirlitsstofnunar EFTA var háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði settar ákveðnar skorður með lögum um Ríkisútvarpið árið 2013. Eðlilegt er að ráðuneyti og stjórnvöld sem fara með málefni RÚV taki framangreinda mismunun til skoðunar í þessu ljósi, sem og þær reglur sem settar hafa verið til þess m.a. að mæta þeirri mismunun. Af öllu framangreindu leiðir jafnframt að ekki eru forsendur til bráðabirgðaákvörðunar á grundvelli 3. mgr. 16. gr. samkeppnislaga, enda eru þau skilyrði sem mælt er fyrir um í ákvæðinu ekki uppfyllt. Er þeirri kröfu Símans því hafnað.
Fjölmiðlar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira