Unglingarnir okkar – sjálfsmynd, stress og samfélagsmiðlar Hermundur Sigmundsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá unglingum sem kemur meðal annars fram sem eymsli í maga, höfði og baki eða almenn þreyta. Margir þættir valda ekstra vandamálum á unglingsárunum eins og skólastress (faglegar áhyggjur), sálrænt/félagslegt stress (rifrildi/átök við fullorðna og skólasystkini, vandamál með vináttu), persónulegt stress (sjálfsmynd, útlit, þyngd) og álagsstreita (einelti, skilnaður). Hér er gífurlegur kynjamismunur en stúlkur þjást mun oftar af stressi en drengir. Ein af mögulegum ástæðum er léleg sjálfsmynd. Léleg sjálfsmynd getur stafað af því að gapið milli huglægrar sjálfsmyndar, það er að segja þess sem maður óskar sér að vera, og hlutlægrar sjálfsmyndar, hvernig maður er, verður stórt. Þetta veldur vanlíðan. Vísindamenn telja að samfélagsmiðlar séu ein af höfuðástæðum fyrir slíkri þróun – huglæga sjálfsmyndin verður svo stór – gapið stækkar sem veldur meiri streitu og lélegri sjálfsmynd. Maður er sífellt að mæla sjálfan sig við ‘stjörnur’, reyna að vera vinsæll, fá mörg ‘like’, hafa flott útlit og vera með réttum vinum. Þetta á sérlega við um stúlkur sem nota samfélagslega miðla meira en drengir. Rannsóknir sýna að hjá stúlkum er sterkast samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti þeirra. Hjá drengjum er sterkt samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti, félagslegu samþykki og færni í íþróttum. Léleg sjálfsmynd getur komið fram hjá stúlkum sem þunglyndi, kvíði og átraskanir en hjá drengjum sem hegðunarvandi og áhættuhegðun. Þýski prófessorinn og geðlæknirinn Manfred Spitzer segir að ein af helstu hættunum við að nota snjallsíma/spjaldtölvur of mikið og vera stöðugt á samfélagsmiðlum sé hættan á fíkn. Fræðimenn hafa fundið út að unglingar eyða sífellt meiri tíma á netinu og verða þess vegna að minnka tímann sem þeir nota til annarra hluta sem getur valdið félagslegri einangrun. Það má segja að vöntun verði á fjölbreyttu áreiti sem er gífurlega mikilvægt fyrir þróun heilans. Sífellt minni hreyfing getur valdið því að fleiri glíma við offitu. Ef maður skoðar stúlkur í þessu samhengi þá verða þær háðar einhverju sem er ekki gott fyrir sjálfsmynd þeirra og andlega heilsu. Fleiri rannsóknir sýna greinilega fram á samband milli einmanaleika og netnotkunar. Þar að auki getur mikil netnotkun valdið svefnvandamálum. Svefnleysi gerir mann ekki bara krónískt þreyttan heldur er mikil hætta á ofþyngd og sykursýki. Mikil netnotkun getur einnig valdið þunglyndi. Það er að segja að maður noti of mikinn tíma á samfélagsmiðlum sem á hinn bóginn getur haft slæm áhrif á heilsu komandi kynslóða. Það er kominn tími til að við foreldrar, aðstandendur, kennarar og stjórnmálamenn skoðum þessi mál. Þörf er á breytingum. Höfundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Heimildir: Spitzer, M. (2014). Digital demens. Pantagruel Forlag AS, Oslo, Norge Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Hermundur Sigmundsson Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá unglingum sem kemur meðal annars fram sem eymsli í maga, höfði og baki eða almenn þreyta. Margir þættir valda ekstra vandamálum á unglingsárunum eins og skólastress (faglegar áhyggjur), sálrænt/félagslegt stress (rifrildi/átök við fullorðna og skólasystkini, vandamál með vináttu), persónulegt stress (sjálfsmynd, útlit, þyngd) og álagsstreita (einelti, skilnaður). Hér er gífurlegur kynjamismunur en stúlkur þjást mun oftar af stressi en drengir. Ein af mögulegum ástæðum er léleg sjálfsmynd. Léleg sjálfsmynd getur stafað af því að gapið milli huglægrar sjálfsmyndar, það er að segja þess sem maður óskar sér að vera, og hlutlægrar sjálfsmyndar, hvernig maður er, verður stórt. Þetta veldur vanlíðan. Vísindamenn telja að samfélagsmiðlar séu ein af höfuðástæðum fyrir slíkri þróun – huglæga sjálfsmyndin verður svo stór – gapið stækkar sem veldur meiri streitu og lélegri sjálfsmynd. Maður er sífellt að mæla sjálfan sig við ‘stjörnur’, reyna að vera vinsæll, fá mörg ‘like’, hafa flott útlit og vera með réttum vinum. Þetta á sérlega við um stúlkur sem nota samfélagslega miðla meira en drengir. Rannsóknir sýna að hjá stúlkum er sterkast samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti þeirra. Hjá drengjum er sterkt samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti, félagslegu samþykki og færni í íþróttum. Léleg sjálfsmynd getur komið fram hjá stúlkum sem þunglyndi, kvíði og átraskanir en hjá drengjum sem hegðunarvandi og áhættuhegðun. Þýski prófessorinn og geðlæknirinn Manfred Spitzer segir að ein af helstu hættunum við að nota snjallsíma/spjaldtölvur of mikið og vera stöðugt á samfélagsmiðlum sé hættan á fíkn. Fræðimenn hafa fundið út að unglingar eyða sífellt meiri tíma á netinu og verða þess vegna að minnka tímann sem þeir nota til annarra hluta sem getur valdið félagslegri einangrun. Það má segja að vöntun verði á fjölbreyttu áreiti sem er gífurlega mikilvægt fyrir þróun heilans. Sífellt minni hreyfing getur valdið því að fleiri glíma við offitu. Ef maður skoðar stúlkur í þessu samhengi þá verða þær háðar einhverju sem er ekki gott fyrir sjálfsmynd þeirra og andlega heilsu. Fleiri rannsóknir sýna greinilega fram á samband milli einmanaleika og netnotkunar. Þar að auki getur mikil netnotkun valdið svefnvandamálum. Svefnleysi gerir mann ekki bara krónískt þreyttan heldur er mikil hætta á ofþyngd og sykursýki. Mikil netnotkun getur einnig valdið þunglyndi. Það er að segja að maður noti of mikinn tíma á samfélagsmiðlum sem á hinn bóginn getur haft slæm áhrif á heilsu komandi kynslóða. Það er kominn tími til að við foreldrar, aðstandendur, kennarar og stjórnmálamenn skoðum þessi mál. Þörf er á breytingum. Höfundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Heimildir: Spitzer, M. (2014). Digital demens. Pantagruel Forlag AS, Oslo, Norge
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar