Axlar utanríkisráðuneytið ábyrgð? Sigurður R. Þórðarson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Í tilefni af grein utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2018 undir fyrirsögninni „Ísland axlar ábyrgð“ óskar undirritaður, fyrir hönd nokkurra félaga, að benda á það sem við höfum haldið fram í marga áratugi, nefnilega að við höfum verið gróflega beittir eignarréttar- og ekki síður mannréttindabrotum af óþægilega furðulegri gerð, af hálfu embættismanna utanríkisráðuneytisins og fyrirrennara Guðlaugs Þórs á ráðherrastóli með fáum undantekningum. Þetta er ástand sem er orðið allvel þekkt af umfangsmiklum og misjafnlega neikvæðum fjölmiðlaumfjöllunum, sem gengið hefur undir nafninu Heiðarfjallsmálið, allar götur síðan um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Málið hefur sömuleiðis vakið áhuga erlendra fjölmiðla. Ekki síst vegna þess að systurstöðvar radarstöðvarinnar H-2 á Heiðarfjalli í Kanada, samtals meira en 40 stöðvar, hafa allar verið hreinsaðar af eiturefnum, með ærnum tilkostnaði. Málið snýst í hnotskurn um að við höfum verið neyddir til að geyma á eignarlandi okkar tíu þúsund tonna (varlega áætlað magn) eiturefnahaug sem urðaður var á hábungu Heiðarfjalls á meðan Bandaríkjamenn ráku þar radarstöð frá árinu 1954 til 1970. Smiðshöggið á þann umhverfisglæp var framkvæmt að undirlagi Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Sölu varnarliðseigna. Í þá tæpu hálfa öld sem þessi barátta okkar hefur staðið við sérkennilega óbilgjarna hermangs „elítu“ utanríkisráðuneytisins sem talið hefur sig þess umkomna að beita okkur ýtrustu valdníðslu gegn öllum okkar umleitunum um að gengið verði til verks í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekara tjón á landi, skepnum og mönnum; hefur öllum tiltækum ráðum gegn okkur verið beitt og þegar þessa starfsmenn utanríkisráðuneytisins skorti rök, var í allmörg skipti gripið til þess ráðs að kaupa rándýr en engu að síður ótrúlega ódýr lögfræðiálit, þar sem jafnvel hæstaréttarlögmenn féllu í þá gryfju að hanga á jafn vesælum hálmstráum og að sökin væri fyrnd, eða að við hefðum á sínum tíma keypt landið og sætt okkur við ástand þess. Þetta eru að sjálfsögðu vinnubrögð sem eru langt fyrir neðan öll venjuleg siðferðileg viðmið og við vonum sannarlega að þú, Guðlaugur Þór, sért sammála okkur, eftir að hafa tekið þessa farsælu ákvörðun að láta rödd Íslands hljóma á alþjóðavettvangi við tiltektir í mölbrotnu mannréttindahafi heimsins. Þess má geta að margir menn lærðir sem leikir hafa lýst furðu sinni yfir vinnubrögðum embættismanna utanríkisráðuneytisins. Margir þeirra hafa tekið undir skoðanir okkar í þá veru að við séum og verðum beittir skýlausum mannréttindabrotum á meðan ekki verður tekið undir kröfur okkar um að ljúka þessu máli á viðunandi hátt. Einn af þeim aðilum, Árni Þór Sigurðsson, þáverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, leitaði til þáverandi utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, með spurninguna um hvort ætlunin sé að eigendur Heiðarfjalls á Langanesi verði til eilífðar beittir þvingunum til að sitja uppi með hauginn. Þessu erindi Árna Þórs var að sjálfsögðu svarað með sömu útúrsnúningum embættismanna utanríkisráðuneytisins og okkur hefur verið boðið upp á í tæpa hálfa öld.Höfundur skrifar f.h. landeigenda Heiðarfjalls Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland axlar ábyrgð Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af grein utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2018 undir fyrirsögninni „Ísland axlar ábyrgð“ óskar undirritaður, fyrir hönd nokkurra félaga, að benda á það sem við höfum haldið fram í marga áratugi, nefnilega að við höfum verið gróflega beittir eignarréttar- og ekki síður mannréttindabrotum af óþægilega furðulegri gerð, af hálfu embættismanna utanríkisráðuneytisins og fyrirrennara Guðlaugs Þórs á ráðherrastóli með fáum undantekningum. Þetta er ástand sem er orðið allvel þekkt af umfangsmiklum og misjafnlega neikvæðum fjölmiðlaumfjöllunum, sem gengið hefur undir nafninu Heiðarfjallsmálið, allar götur síðan um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Málið hefur sömuleiðis vakið áhuga erlendra fjölmiðla. Ekki síst vegna þess að systurstöðvar radarstöðvarinnar H-2 á Heiðarfjalli í Kanada, samtals meira en 40 stöðvar, hafa allar verið hreinsaðar af eiturefnum, með ærnum tilkostnaði. Málið snýst í hnotskurn um að við höfum verið neyddir til að geyma á eignarlandi okkar tíu þúsund tonna (varlega áætlað magn) eiturefnahaug sem urðaður var á hábungu Heiðarfjalls á meðan Bandaríkjamenn ráku þar radarstöð frá árinu 1954 til 1970. Smiðshöggið á þann umhverfisglæp var framkvæmt að undirlagi Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Sölu varnarliðseigna. Í þá tæpu hálfa öld sem þessi barátta okkar hefur staðið við sérkennilega óbilgjarna hermangs „elítu“ utanríkisráðuneytisins sem talið hefur sig þess umkomna að beita okkur ýtrustu valdníðslu gegn öllum okkar umleitunum um að gengið verði til verks í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekara tjón á landi, skepnum og mönnum; hefur öllum tiltækum ráðum gegn okkur verið beitt og þegar þessa starfsmenn utanríkisráðuneytisins skorti rök, var í allmörg skipti gripið til þess ráðs að kaupa rándýr en engu að síður ótrúlega ódýr lögfræðiálit, þar sem jafnvel hæstaréttarlögmenn féllu í þá gryfju að hanga á jafn vesælum hálmstráum og að sökin væri fyrnd, eða að við hefðum á sínum tíma keypt landið og sætt okkur við ástand þess. Þetta eru að sjálfsögðu vinnubrögð sem eru langt fyrir neðan öll venjuleg siðferðileg viðmið og við vonum sannarlega að þú, Guðlaugur Þór, sért sammála okkur, eftir að hafa tekið þessa farsælu ákvörðun að láta rödd Íslands hljóma á alþjóðavettvangi við tiltektir í mölbrotnu mannréttindahafi heimsins. Þess má geta að margir menn lærðir sem leikir hafa lýst furðu sinni yfir vinnubrögðum embættismanna utanríkisráðuneytisins. Margir þeirra hafa tekið undir skoðanir okkar í þá veru að við séum og verðum beittir skýlausum mannréttindabrotum á meðan ekki verður tekið undir kröfur okkar um að ljúka þessu máli á viðunandi hátt. Einn af þeim aðilum, Árni Þór Sigurðsson, þáverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, leitaði til þáverandi utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, með spurninguna um hvort ætlunin sé að eigendur Heiðarfjalls á Langanesi verði til eilífðar beittir þvingunum til að sitja uppi með hauginn. Þessu erindi Árna Þórs var að sjálfsögðu svarað með sömu útúrsnúningum embættismanna utanríkisráðuneytisins og okkur hefur verið boðið upp á í tæpa hálfa öld.Höfundur skrifar f.h. landeigenda Heiðarfjalls
Ísland axlar ábyrgð Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. 2. júlí 2018 07:00
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar