Skoðanir, staðreyndir og þriggja ára stúdentspróf Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 4. júlí 2018 07:00 Einn af föstum dálkum Fréttablaðsins eru Bakþankarnir sem birtast daglega á öftustu síðu blaðsins. Þar hefur hópur höfunda frjálsar hendur til að fjalla með sínum hætti um þau málefni sem þeim eru efst í huga hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru pistlarnir mismunandi bæði að efni og gæðum enda ekki heiglum hent að ryðja út úr sér áhugaverðum dálki einu sinni í viku. Einn af þessum höfundum er Sirrý Hallgrímsdóttir. Hún er greinilega innmúruð og -vígð í Sjálfstæðisflokkinn því margir pistla hennar fjalla um viðfangsefni tengd flokknum. Hún hefur gjarna þann háttinn á að búa til strámann úr andstæðingi sínum, leggja honum skoðanir í munn og hrekja þær síðan. Þetta er pottþétt aðferð til að hafa betur í rökræðum en virkar því miður aðeins gagnvart þeim sem eru sama sinnis og höfundur. Hjá öðrum veldur hún aðeins aulahrolli. Nýjasta áhugamál Sirrýjar er niðurskurður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, á stúdentsprófinu í þrjú ár. Í síðasta pistli sínum byrjar hún á því að benda á þá stöðu sem komin er upp í Bandaríkjunum þar sem um 75% manna eru ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Því næst snýr hún sér að Fréttastofu Ríkisútvarpsins og gagnrýnir hana fyrir að greina frá neikvæðum skoðunum ýmissa aðila sem tengjast framhaldsskólanum á þriggja ára stúdentsprófinu í fréttatíma þar sem menn töldu að vinnuálag hefði aukist til muna. Sirrý segir réttilega að þetta séu skoðanir. Síðan bendir hún á að í öðrum fjölmiðlum hafi verið fréttir um að þriggja ára stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og að könnun meðal nemenda sýni að þeim finnist vinnuálag hæfilegt. Nú er það að sjálfsögðu ánægjuleg frétt að stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og ekkert út á það að setja en í pistli Sirrýjar verður ekki betur séð en þær skoðanir Verslunarskólanema að vinnuálag sé hæfilegt sé allt í einu orðið að staðreynd. Sirrý reynist því sjálf ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Það sem henni þóknast er staðreynd, annað eru skoðanir. Mannfólkið er misjafnt, það sem sumum finnst mikið álag finnst öðrum hæfilegt og þar af leiðandi eru skoðanir á því ólíkar. Sjálfsagt er hægt með einhverjum aðferðum að meta námsálag á nemendur og full ástæða til að gera það. Það er hins vegar aðeins einn aðili sem getur mælt hvort þriggja ára námið stendur undir nafni hvað þekkingu og færni varðar og það er Háskóli Íslands. Svo fremi menn þar á bæ séu ekki búnir að aðlaga grunnáfanga námsins þriggja ára náminu, með því að draga úr kröfum, þá ætti að vera auðvelt að meta árangur stúdenta með þriggja og fjögurra ára stúdentspróf í völdum greinum og komast þannig að því hvort þekking og færni nemenda hefur beðið skaða af niðurskurðinum.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Smellu RÚV Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. 30. júní 2018 10:00 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Einn af föstum dálkum Fréttablaðsins eru Bakþankarnir sem birtast daglega á öftustu síðu blaðsins. Þar hefur hópur höfunda frjálsar hendur til að fjalla með sínum hætti um þau málefni sem þeim eru efst í huga hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru pistlarnir mismunandi bæði að efni og gæðum enda ekki heiglum hent að ryðja út úr sér áhugaverðum dálki einu sinni í viku. Einn af þessum höfundum er Sirrý Hallgrímsdóttir. Hún er greinilega innmúruð og -vígð í Sjálfstæðisflokkinn því margir pistla hennar fjalla um viðfangsefni tengd flokknum. Hún hefur gjarna þann háttinn á að búa til strámann úr andstæðingi sínum, leggja honum skoðanir í munn og hrekja þær síðan. Þetta er pottþétt aðferð til að hafa betur í rökræðum en virkar því miður aðeins gagnvart þeim sem eru sama sinnis og höfundur. Hjá öðrum veldur hún aðeins aulahrolli. Nýjasta áhugamál Sirrýjar er niðurskurður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, á stúdentsprófinu í þrjú ár. Í síðasta pistli sínum byrjar hún á því að benda á þá stöðu sem komin er upp í Bandaríkjunum þar sem um 75% manna eru ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Því næst snýr hún sér að Fréttastofu Ríkisútvarpsins og gagnrýnir hana fyrir að greina frá neikvæðum skoðunum ýmissa aðila sem tengjast framhaldsskólanum á þriggja ára stúdentsprófinu í fréttatíma þar sem menn töldu að vinnuálag hefði aukist til muna. Sirrý segir réttilega að þetta séu skoðanir. Síðan bendir hún á að í öðrum fjölmiðlum hafi verið fréttir um að þriggja ára stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og að könnun meðal nemenda sýni að þeim finnist vinnuálag hæfilegt. Nú er það að sjálfsögðu ánægjuleg frétt að stúdentspróf í Verslunarskólanum hafi komið vel út og ekkert út á það að setja en í pistli Sirrýjar verður ekki betur séð en þær skoðanir Verslunarskólanema að vinnuálag sé hæfilegt sé allt í einu orðið að staðreynd. Sirrý reynist því sjálf ófær um að greina á milli skoðana og staðreynda. Það sem henni þóknast er staðreynd, annað eru skoðanir. Mannfólkið er misjafnt, það sem sumum finnst mikið álag finnst öðrum hæfilegt og þar af leiðandi eru skoðanir á því ólíkar. Sjálfsagt er hægt með einhverjum aðferðum að meta námsálag á nemendur og full ástæða til að gera það. Það er hins vegar aðeins einn aðili sem getur mælt hvort þriggja ára námið stendur undir nafni hvað þekkingu og færni varðar og það er Háskóli Íslands. Svo fremi menn þar á bæ séu ekki búnir að aðlaga grunnáfanga námsins þriggja ára náminu, með því að draga úr kröfum, þá ætti að vera auðvelt að meta árangur stúdenta með þriggja og fjögurra ára stúdentspróf í völdum greinum og komast þannig að því hvort þekking og færni nemenda hefur beðið skaða af niðurskurðinum.Höfundur er kennari
Smellu RÚV Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. 30. júní 2018 10:00
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun