Eistun afdrifaríku Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Aldrei hafði ég séð stærri eistu á ævinni. Þau voru á stærð við snjóbolta. Voru þau komin undan göltum en voru í kjötborði einu þegar þessi saga hefst. Ekki girntist ég hreðjar þessar en forvitnin fór hins vegar úr böndum svo ég keypti tvö stykki. Ekki er laust við að ég hafi fundið til í mínum meðan kjötvinnslukonan skar þær í fínar sneiðar meðan hún útlistaði fyrir mér hvernig ég ætti að bera mig að við matseldina. Þegar heim kom þótti fjölskyldunni mér hafa farist óhönduglega við innkaupin. Brást ég við af þrjósku og kvað þetta vera hið besta hollustufæði. Úr varð að ég var látinn éta eistun einn meðan aðrir létu í sig amerískt léttmeti. Þurfti ég að taka á allri minni þrákelkni til að klára herlegheitin. Eftirköstin komu svo í ljós þegar ég var að aka um sveitir og kom auga á flutningabíl mikinn með svín á leið til slátrunar. Fannst mér ég aldrei hafa litið föngulegri gyltur. Áður en ég vissi af var ég farinn að elta þessar ferfættu kynbombur. Til að réttlæta hegðun mína minntist ég þess að íslenskur landbúnaðarráðherra hefði eitt sinn gerst heitfengur við svipaðar aðstæður og kysst búkollu á trýnið og varð hann afar vinsæll fyrir vikið. Ekki taldi ég þó mitt frumhlaup líklegt til vinsælda. Ákvað ég því að sitja á strák mínum en horfa bara á þátt með Prúðuleikurunum í staðinn. Svínka kom grátlega lítið við sögu. Aðrar aukaverkanir eru þær að ég er farinn að ýkja helst til mikið. Hins vegar eru það engar ýkjur að næst ætla ég að játa auðfúslega misfarir mínar, í innkaupum sem og öðru, og bregðast síður við þeim með þrjósku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hafði ég séð stærri eistu á ævinni. Þau voru á stærð við snjóbolta. Voru þau komin undan göltum en voru í kjötborði einu þegar þessi saga hefst. Ekki girntist ég hreðjar þessar en forvitnin fór hins vegar úr böndum svo ég keypti tvö stykki. Ekki er laust við að ég hafi fundið til í mínum meðan kjötvinnslukonan skar þær í fínar sneiðar meðan hún útlistaði fyrir mér hvernig ég ætti að bera mig að við matseldina. Þegar heim kom þótti fjölskyldunni mér hafa farist óhönduglega við innkaupin. Brást ég við af þrjósku og kvað þetta vera hið besta hollustufæði. Úr varð að ég var látinn éta eistun einn meðan aðrir létu í sig amerískt léttmeti. Þurfti ég að taka á allri minni þrákelkni til að klára herlegheitin. Eftirköstin komu svo í ljós þegar ég var að aka um sveitir og kom auga á flutningabíl mikinn með svín á leið til slátrunar. Fannst mér ég aldrei hafa litið föngulegri gyltur. Áður en ég vissi af var ég farinn að elta þessar ferfættu kynbombur. Til að réttlæta hegðun mína minntist ég þess að íslenskur landbúnaðarráðherra hefði eitt sinn gerst heitfengur við svipaðar aðstæður og kysst búkollu á trýnið og varð hann afar vinsæll fyrir vikið. Ekki taldi ég þó mitt frumhlaup líklegt til vinsælda. Ákvað ég því að sitja á strák mínum en horfa bara á þátt með Prúðuleikurunum í staðinn. Svínka kom grátlega lítið við sögu. Aðrar aukaverkanir eru þær að ég er farinn að ýkja helst til mikið. Hins vegar eru það engar ýkjur að næst ætla ég að játa auðfúslega misfarir mínar, í innkaupum sem og öðru, og bregðast síður við þeim með þrjósku.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun