Eistun afdrifaríku Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Aldrei hafði ég séð stærri eistu á ævinni. Þau voru á stærð við snjóbolta. Voru þau komin undan göltum en voru í kjötborði einu þegar þessi saga hefst. Ekki girntist ég hreðjar þessar en forvitnin fór hins vegar úr böndum svo ég keypti tvö stykki. Ekki er laust við að ég hafi fundið til í mínum meðan kjötvinnslukonan skar þær í fínar sneiðar meðan hún útlistaði fyrir mér hvernig ég ætti að bera mig að við matseldina. Þegar heim kom þótti fjölskyldunni mér hafa farist óhönduglega við innkaupin. Brást ég við af þrjósku og kvað þetta vera hið besta hollustufæði. Úr varð að ég var látinn éta eistun einn meðan aðrir létu í sig amerískt léttmeti. Þurfti ég að taka á allri minni þrákelkni til að klára herlegheitin. Eftirköstin komu svo í ljós þegar ég var að aka um sveitir og kom auga á flutningabíl mikinn með svín á leið til slátrunar. Fannst mér ég aldrei hafa litið föngulegri gyltur. Áður en ég vissi af var ég farinn að elta þessar ferfættu kynbombur. Til að réttlæta hegðun mína minntist ég þess að íslenskur landbúnaðarráðherra hefði eitt sinn gerst heitfengur við svipaðar aðstæður og kysst búkollu á trýnið og varð hann afar vinsæll fyrir vikið. Ekki taldi ég þó mitt frumhlaup líklegt til vinsælda. Ákvað ég því að sitja á strák mínum en horfa bara á þátt með Prúðuleikurunum í staðinn. Svínka kom grátlega lítið við sögu. Aðrar aukaverkanir eru þær að ég er farinn að ýkja helst til mikið. Hins vegar eru það engar ýkjur að næst ætla ég að játa auðfúslega misfarir mínar, í innkaupum sem og öðru, og bregðast síður við þeim með þrjósku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Aldrei hafði ég séð stærri eistu á ævinni. Þau voru á stærð við snjóbolta. Voru þau komin undan göltum en voru í kjötborði einu þegar þessi saga hefst. Ekki girntist ég hreðjar þessar en forvitnin fór hins vegar úr böndum svo ég keypti tvö stykki. Ekki er laust við að ég hafi fundið til í mínum meðan kjötvinnslukonan skar þær í fínar sneiðar meðan hún útlistaði fyrir mér hvernig ég ætti að bera mig að við matseldina. Þegar heim kom þótti fjölskyldunni mér hafa farist óhönduglega við innkaupin. Brást ég við af þrjósku og kvað þetta vera hið besta hollustufæði. Úr varð að ég var látinn éta eistun einn meðan aðrir létu í sig amerískt léttmeti. Þurfti ég að taka á allri minni þrákelkni til að klára herlegheitin. Eftirköstin komu svo í ljós þegar ég var að aka um sveitir og kom auga á flutningabíl mikinn með svín á leið til slátrunar. Fannst mér ég aldrei hafa litið föngulegri gyltur. Áður en ég vissi af var ég farinn að elta þessar ferfættu kynbombur. Til að réttlæta hegðun mína minntist ég þess að íslenskur landbúnaðarráðherra hefði eitt sinn gerst heitfengur við svipaðar aðstæður og kysst búkollu á trýnið og varð hann afar vinsæll fyrir vikið. Ekki taldi ég þó mitt frumhlaup líklegt til vinsælda. Ákvað ég því að sitja á strák mínum en horfa bara á þátt með Prúðuleikurunum í staðinn. Svínka kom grátlega lítið við sögu. Aðrar aukaverkanir eru þær að ég er farinn að ýkja helst til mikið. Hins vegar eru það engar ýkjur að næst ætla ég að játa auðfúslega misfarir mínar, í innkaupum sem og öðru, og bregðast síður við þeim með þrjósku.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun