Trump gegn tilboði Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2018 19:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafnað tilboði Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um að leyfa bandarískum rannsakendum að ræða við tólf Rússa sem hafa verið ákærðir vegna afskipta af forsetakosningunum 2016, í stað þess að Rússar fái að yfirheyra Bandaríska ríkisborgara og þar á meðal fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, vegna ótilgreindra glæpa.Á umdeildum blaðamannafundi Trump og Pútín í Helsinki á dögunum sagði Trump að tilboð Pútín hefði verið „ótrúlegt“ og hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir það. Í gær sagði Hvíta húsið að tilboðið væri til skoðunar, á sama tíma og Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði ásakanirnar vera „fáránlegar“ og Mike Pompeu, utanríkisráðherra, sagði að tilboðið yrði aldrei samþykkt. „Ríkisstjórnin ætlar ekki að senda, þvinga Bandaríkjamenn til Rússlands svo þeir geti verið yfirheyrði af Vladimir Pútín og teymi hans,“ sagði Pompeo í dag. Bandaríkjamennirnir hafa meðal annras verið sakaðir um svik og spillingu. Meðal þeirra er Bretinn Bill Browder. Á síðasta áratug var hann sakaður af rússneskum embættismönnum um skattsvik. Þegar lögmaður hans, Sergei Magnitsky dó í fangelsi í Rússlandi, beitti Bowder sér fyrir Magnitsky-lögunum svokölluðu. Þau voru samþykkt og snúa að refsiaðgerðum gegn Rússum sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Á áðurnefndum blaðamannafundi sakaði Pútín Browder og félaga hans um að hafa lagt umtalsvert fé til framboðs Hillary Clinton, fé sem hann hafi öðlast með ólögmætum hætti í Rússlandi. Hann sagði starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa hjálpað honum. Pútín sagði að alls hefðu Browder og félagar gefið Clinton rúmlega 400 milljónir dala. Starfsmenn Politifact komust þó að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu gefið 17 þúsund dali til framboðs Clinton og 297 þúsund dali til landsnefndar Demókrataflokksins í gegnum bandarískt fyrirtæki sitt. Þeir sendu fyrirspurn til sendiráðs Rússlands í Bandaríkjunum en fengu engin svör. Öldungadeild Bandaríkjaþings, sem leidd er af Repúblikönum, sendi Trump tóninn nú í kvöld og samþykkti ályktun gegn því að tilboðið yrði samþykkt.Sarah Sanders, talskona Trump, sagði nú í kvöld að tilboðið hefði verið lagt fram í „góðri trú“ en Trump væri ósammála því. Þá sagði hún Bandaríkin vonast til þess að Pútín myndi flytja Rússana tólf til Bandaríkjanna svo þeir gætu sannað sakleysi sitt, eða verið dæmdir sekir.I don't consider it “sincerity” to falsely accuse US government officials of being criminals. https://t.co/bNYRIad2Cn— Michael McFaul (@McFaul) July 19, 2018 98-0. Bipartisanship is not dead yet in the US Senate. Thank you all for your support.— Michael McFaul (@McFaul) July 19, 2018 BREAKING: Senate unanimously PASSES (98-0) a resolution expressing opposition to allowing Russia to interview US diplomats and agents, a proposal offered by Putin on Monday and rejected just this afternoon by the White House.Here's the text of the resolution: pic.twitter.com/oB6aTxnYts— Frank Thorp V (@frankthorp) July 19, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56 Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Obama skaut fast á Trump í ræðu í afmælisveislu Nelsons Mandela Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafnað tilboði Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um að leyfa bandarískum rannsakendum að ræða við tólf Rússa sem hafa verið ákærðir vegna afskipta af forsetakosningunum 2016, í stað þess að Rússar fái að yfirheyra Bandaríska ríkisborgara og þar á meðal fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, vegna ótilgreindra glæpa.Á umdeildum blaðamannafundi Trump og Pútín í Helsinki á dögunum sagði Trump að tilboð Pútín hefði verið „ótrúlegt“ og hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir það. Í gær sagði Hvíta húsið að tilboðið væri til skoðunar, á sama tíma og Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði ásakanirnar vera „fáránlegar“ og Mike Pompeu, utanríkisráðherra, sagði að tilboðið yrði aldrei samþykkt. „Ríkisstjórnin ætlar ekki að senda, þvinga Bandaríkjamenn til Rússlands svo þeir geti verið yfirheyrði af Vladimir Pútín og teymi hans,“ sagði Pompeo í dag. Bandaríkjamennirnir hafa meðal annras verið sakaðir um svik og spillingu. Meðal þeirra er Bretinn Bill Browder. Á síðasta áratug var hann sakaður af rússneskum embættismönnum um skattsvik. Þegar lögmaður hans, Sergei Magnitsky dó í fangelsi í Rússlandi, beitti Bowder sér fyrir Magnitsky-lögunum svokölluðu. Þau voru samþykkt og snúa að refsiaðgerðum gegn Rússum sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot. Á áðurnefndum blaðamannafundi sakaði Pútín Browder og félaga hans um að hafa lagt umtalsvert fé til framboðs Hillary Clinton, fé sem hann hafi öðlast með ólögmætum hætti í Rússlandi. Hann sagði starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa hjálpað honum. Pútín sagði að alls hefðu Browder og félagar gefið Clinton rúmlega 400 milljónir dala. Starfsmenn Politifact komust þó að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu gefið 17 þúsund dali til framboðs Clinton og 297 þúsund dali til landsnefndar Demókrataflokksins í gegnum bandarískt fyrirtæki sitt. Þeir sendu fyrirspurn til sendiráðs Rússlands í Bandaríkjunum en fengu engin svör. Öldungadeild Bandaríkjaþings, sem leidd er af Repúblikönum, sendi Trump tóninn nú í kvöld og samþykkti ályktun gegn því að tilboðið yrði samþykkt.Sarah Sanders, talskona Trump, sagði nú í kvöld að tilboðið hefði verið lagt fram í „góðri trú“ en Trump væri ósammála því. Þá sagði hún Bandaríkin vonast til þess að Pútín myndi flytja Rússana tólf til Bandaríkjanna svo þeir gætu sannað sakleysi sitt, eða verið dæmdir sekir.I don't consider it “sincerity” to falsely accuse US government officials of being criminals. https://t.co/bNYRIad2Cn— Michael McFaul (@McFaul) July 19, 2018 98-0. Bipartisanship is not dead yet in the US Senate. Thank you all for your support.— Michael McFaul (@McFaul) July 19, 2018 BREAKING: Senate unanimously PASSES (98-0) a resolution expressing opposition to allowing Russia to interview US diplomats and agents, a proposal offered by Putin on Monday and rejected just this afternoon by the White House.Here's the text of the resolution: pic.twitter.com/oB6aTxnYts— Frank Thorp V (@frankthorp) July 19, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56 Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Obama skaut fast á Trump í ræðu í afmælisveislu Nelsons Mandela Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Ummæli Trump „algjörlega gagnstæð áætluninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa hunsað tilmæli og ráðleggingar ráðgjafa og starfsmanna hans í aðdraganda fundar hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í gær. 17. júlí 2018 10:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30
Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06
Obama skaut fast á Trump í ræðu í afmælisveislu Nelsons Mandela Ræða Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á hundrað ára afmælishátíð Nelsons Mandela í Jóhannesarborg í Suður-Afríku vakti mikla lukku viðstaddra í gær. 18. júlí 2018 06:00