Á umdeildum blaðamannafundi Trump og Pútín í Helsinki á dögunum sagði Trump að tilboð Pútín hefði verið „ótrúlegt“ og hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir það.
Í gær sagði Hvíta húsið að tilboðið væri til skoðunar, á sama tíma og Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði ásakanirnar vera „fáránlegar“ og Mike Pompeu, utanríkisráðherra, sagði að tilboðið yrði aldrei samþykkt.
„Ríkisstjórnin ætlar ekki að senda, þvinga Bandaríkjamenn til Rússlands svo þeir geti verið yfirheyrði af Vladimir Pútín og teymi hans,“ sagði Pompeo í dag.
Bandaríkjamennirnir hafa meðal annras verið sakaðir um svik og spillingu.
Meðal þeirra er Bretinn Bill Browder. Á síðasta áratug var hann sakaður af rússneskum embættismönnum um skattsvik. Þegar lögmaður hans, Sergei Magnitsky dó í fangelsi í Rússlandi, beitti Bowder sér fyrir Magnitsky-lögunum svokölluðu. Þau voru samþykkt og snúa að refsiaðgerðum gegn Rússum sem sakaðir hafa verið um mannréttindabrot.
Á áðurnefndum blaðamannafundi sakaði Pútín Browder og félaga hans um að hafa lagt umtalsvert fé til framboðs Hillary Clinton, fé sem hann hafi öðlast með ólögmætum hætti í Rússlandi. Hann sagði starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa hjálpað honum.
Pútín sagði að alls hefðu Browder og félagar gefið Clinton rúmlega 400 milljónir dala. Starfsmenn Politifact komust þó að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu gefið 17 þúsund dali til framboðs Clinton og 297 þúsund dali til landsnefndar Demókrataflokksins í gegnum bandarískt fyrirtæki sitt. Þeir sendu fyrirspurn til sendiráðs Rússlands í Bandaríkjunum en fengu engin svör.
Öldungadeild Bandaríkjaþings, sem leidd er af Repúblikönum, sendi Trump tóninn nú í kvöld og samþykkti ályktun gegn því að tilboðið yrði samþykkt.
Sarah Sanders, talskona Trump, sagði nú í kvöld að tilboðið hefði verið lagt fram í „góðri trú“ en Trump væri ósammála því. Þá sagði hún Bandaríkin vonast til þess að Pútín myndi flytja Rússana tólf til Bandaríkjanna svo þeir gætu sannað sakleysi sitt, eða verið dæmdir sekir.
I don't consider it “sincerity” to falsely accuse US government officials of being criminals. https://t.co/bNYRIad2Cn
— Michael McFaul (@McFaul) July 19, 2018
98-0. Bipartisanship is not dead yet in the US Senate. Thank you all for your support.
— Michael McFaul (@McFaul) July 19, 2018
BREAKING: Senate unanimously PASSES (98-0) a resolution expressing opposition to allowing Russia to interview US diplomats and agents, a proposal offered by Putin on Monday and rejected just this afternoon by the White House.
— Frank Thorp V (@frankthorp) July 19, 2018
Here's the text of the resolution: pic.twitter.com/oB6aTxnYts