Emmessís flytur inn danskan skyrís Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2018 10:30 Emmessís var selt úr Mjólkursamsölunni árið 2007. Nábýlið er þó ennþá mikið. Vísir/GVA Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmessís hóf innflutning á dönskum skyrís, að sögn Gyðu Dan Johannesen, eins eigenda fyrirtækisins. Innflutningurinn hefur verið gagnrýndur og mörgum þótt skjóta skökku við að íslenska ísfyrirtækið, sem framleitt hefur vörur úr íslenskri mjólk í áratugi, sé farið að reiða sig á innfluttar mjólkurvörur. Gyða segir að innflutningurinn á skyrísnum, sem framleiddur er fyrir Emmessís af danska ísframleiðandanum Hansens Flødeis, séu viðbrögð fyrirtækisins við breyttum markaðsaðstæðum. Þeirra á meðal séu breytingar á tollalögum, sem tóku gildi þann 1. maí síðastliðinn. Lækkuðu þá tollar á innfluttum ístengdum vörum sem unnar eru úr mjólkurafurðum - „þá harðnar að sjálfsögðu á samkeppnismarkaði,“ eins og Gyða orðar það en hún metur það sem svo að neytendur horfi frekar á verð en uppruna vörunnar. Í tilfelli skyríssins sé uppruninni ekkert launungarmál að sögn Gyðu. Þó umbúðirnar séu á íslensku má sjá á þeim tvö dönsk merki, þ.m.t. merki danska fyrirtækisins. Þar að auki sé dýrt að þróa og dreifa vörum sem þessum á jafn litlum markaði og þeim íslenska. Gyða segir að því hafi verið horft til Norðurlandanna, þar sem fjöldi framleiðenda hafi tekið að þróa skyrís á síðustu misserum. Emmessís hafi því talið hagkvæmara að flytja inn vöru frá stærra markaðssvæði og pakka henni inn í íslenskar umbúðir, fremur en að framleiða hana sjálft frá grunni. Í þessu samhengi nefnir Gyða að Íslendingar séu farnir að kaupa innfluttan klaka í auknum mæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Gyða bætir við að Emmessís muni áfram þróa eigin vörur úr íslenskum afurðum - „ef markaður er til staðar.“ Á endanum séu það alltaf neytendurnir sem ráða. Hér að neðan má sjá líflegar umræður um danska skyrísinn. Landbúnaður Tengdar fréttir Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30 Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00 Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Smæð íslenska markaðarins og breytt tollalög eru stærstu ástæður þess að Emmessís hóf innflutning á dönskum skyrís, að sögn Gyðu Dan Johannesen, eins eigenda fyrirtækisins. Innflutningurinn hefur verið gagnrýndur og mörgum þótt skjóta skökku við að íslenska ísfyrirtækið, sem framleitt hefur vörur úr íslenskri mjólk í áratugi, sé farið að reiða sig á innfluttar mjólkurvörur. Gyða segir að innflutningurinn á skyrísnum, sem framleiddur er fyrir Emmessís af danska ísframleiðandanum Hansens Flødeis, séu viðbrögð fyrirtækisins við breyttum markaðsaðstæðum. Þeirra á meðal séu breytingar á tollalögum, sem tóku gildi þann 1. maí síðastliðinn. Lækkuðu þá tollar á innfluttum ístengdum vörum sem unnar eru úr mjólkurafurðum - „þá harðnar að sjálfsögðu á samkeppnismarkaði,“ eins og Gyða orðar það en hún metur það sem svo að neytendur horfi frekar á verð en uppruna vörunnar. Í tilfelli skyríssins sé uppruninni ekkert launungarmál að sögn Gyðu. Þó umbúðirnar séu á íslensku má sjá á þeim tvö dönsk merki, þ.m.t. merki danska fyrirtækisins. Þar að auki sé dýrt að þróa og dreifa vörum sem þessum á jafn litlum markaði og þeim íslenska. Gyða segir að því hafi verið horft til Norðurlandanna, þar sem fjöldi framleiðenda hafi tekið að þróa skyrís á síðustu misserum. Emmessís hafi því talið hagkvæmara að flytja inn vöru frá stærra markaðssvæði og pakka henni inn í íslenskar umbúðir, fremur en að framleiða hana sjálft frá grunni. Í þessu samhengi nefnir Gyða að Íslendingar séu farnir að kaupa innfluttan klaka í auknum mæli, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Gyða bætir við að Emmessís muni áfram þróa eigin vörur úr íslenskum afurðum - „ef markaður er til staðar.“ Á endanum séu það alltaf neytendurnir sem ráða. Hér að neðan má sjá líflegar umræður um danska skyrísinn.
Landbúnaður Tengdar fréttir Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30 Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00 Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Engin tengsl við Mjólkursamsöluna Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samkeppni á mjólkurmarkaðnum vilja eigendur Emmessíss undirstrika að fyrirtækið er í einkaeigu. 7. október 2014 16:30
Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00
Emmessís fær nýja eigendur Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís. 7. október 2016 10:14