Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 20:33 Jeff Bezos, stofnandi Amazon. Vísir/Getty Jeff Bezos, stofnandi Amazon og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, varð í dag ríkasta manneskja nútímasögunnar. Greint var frá þessu á vef Bloomberg sem reiknar vísitölu sem dregur 400 ríkustu einstaklinga heimsins saman á lista sem kallaður er Bloomberg Billionaires Index. Samkvæmt útreikningum Bloomberg voru auðæfi Bezos metin á 150 milljarða Bandaríkjadala í morgun, eða því sem nemur um tæplega sextán billjónum íslenskra króna, eða tæplega 16 þúsund milljörðum íslenskra króna. Bloomberg reiknar verðbólgu inn í þetta mat og bendir til dæmis á að 100 milljarðar Bandaríkjadala sem Bill Gates, stofnandi Microsoft, átti árið 1999 væru um 149 milljarðar Bandaríkjadala í dag.Bill Gates stofnandi Microsoft.Vísir/GettyEftir því sem leið á daginn lækkaði upphæð Bezos niður í 145 milljarða en bent er á að Bezos og Gates hafi skipst á fyrsta sætinu frá júlí í fyrra, en gengi fyrirtækja þeirra hefur mikið um það að segja. Í dag er Bezos hins vegar talsvert fyrir ofan Gates sem er metinn á 95 milljarða Bandaríkjadala. Bent er á að Gates deili auðæfum sínum en Bezos hafi ekki verið eins gjafmildur. Er Gates sagður hafa gefið svo mikið frá sér að auðæfi hans væru jafn mikil og Bezos í dag hefði hann haldið þeim eftir. Gates hefur gefið til góðgerðamála frá tíunda áratug síðustu aldar og stofnaði Bill and Melinda Gates sjóðinn sem hefur það að markmiði að bæta heilbrigðisþjónustu og draga úr sárafátækt. Bezos hefur hins vegar það orðspor á sér að vera fremur nískur og koma ekki nógu vel fram við starfsfólk sitt.Fjöldi frásagna er af óánægju starfsfólks Amazon. Fyrirtækið á útgáfufélag bandaríska dagblaðsins Washington Post en starfsfólk blaðsins mótmælti slæmu kjörum fyrir skömmu. Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Jeff Bezos, stofnandi Amazon og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, varð í dag ríkasta manneskja nútímasögunnar. Greint var frá þessu á vef Bloomberg sem reiknar vísitölu sem dregur 400 ríkustu einstaklinga heimsins saman á lista sem kallaður er Bloomberg Billionaires Index. Samkvæmt útreikningum Bloomberg voru auðæfi Bezos metin á 150 milljarða Bandaríkjadala í morgun, eða því sem nemur um tæplega sextán billjónum íslenskra króna, eða tæplega 16 þúsund milljörðum íslenskra króna. Bloomberg reiknar verðbólgu inn í þetta mat og bendir til dæmis á að 100 milljarðar Bandaríkjadala sem Bill Gates, stofnandi Microsoft, átti árið 1999 væru um 149 milljarðar Bandaríkjadala í dag.Bill Gates stofnandi Microsoft.Vísir/GettyEftir því sem leið á daginn lækkaði upphæð Bezos niður í 145 milljarða en bent er á að Bezos og Gates hafi skipst á fyrsta sætinu frá júlí í fyrra, en gengi fyrirtækja þeirra hefur mikið um það að segja. Í dag er Bezos hins vegar talsvert fyrir ofan Gates sem er metinn á 95 milljarða Bandaríkjadala. Bent er á að Gates deili auðæfum sínum en Bezos hafi ekki verið eins gjafmildur. Er Gates sagður hafa gefið svo mikið frá sér að auðæfi hans væru jafn mikil og Bezos í dag hefði hann haldið þeim eftir. Gates hefur gefið til góðgerðamála frá tíunda áratug síðustu aldar og stofnaði Bill and Melinda Gates sjóðinn sem hefur það að markmiði að bæta heilbrigðisþjónustu og draga úr sárafátækt. Bezos hefur hins vegar það orðspor á sér að vera fremur nískur og koma ekki nógu vel fram við starfsfólk sitt.Fjöldi frásagna er af óánægju starfsfólks Amazon. Fyrirtækið á útgáfufélag bandaríska dagblaðsins Washington Post en starfsfólk blaðsins mótmælti slæmu kjörum fyrir skömmu.
Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira