Laxeldi án heimilda Gunnlaugur Stefánsson skrifar 12. júlí 2018 07:00 Í Berufirði hefur verið rekið laxeldi á vegum Fiskeldis Austfjarða í meirihlutaeigu norskra eldisrisa. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var þar 1,1 milljón laxa í tíu opnum sjókvíum. Álitið er að hrygningarstofn villtra laxa sé um 100 þúsund fiskar á Íslandi. Eldisfiskarnir í Berufirði eru frjóir og af norskum stofni. Bannað er í Noregi að nýta framandi stofna í eldi. En Fiskeldi Austfjarða hefur enga heimild í leyfum í þessu eldi fyrir laxi af norskum uppruna. Það er klárt lögbrot og sambærilegt við að kúabændur færu að flytja inn norska erfðavísa án leyfis til að nýta í ræktun íslenskra kúa – og látið átölulaust. Sömuleiðis hefur Fiskeldi Austfjarða enga heimild í leyfum til að losa fosfór í sjóinn sem er uppistaðan í mengandi úrgangi frá eldinu. Þá hefur þessi eldisiðja aldrei farið í umhverfismat. Hvernig er hægt að taka mark á opinberum eftirlitsstofnunum sem láta þetta allt viðgangast eða er verið að hygla eldisiðjunni umfram aðra? Laxeldið í Berufirði hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum. Í desember gekk bálviðri yfir Austfirði með kuldatíð í kjölfarið og lagðist hart á eldið. Samkvæmt lýsingum Matvælastofnunar þá losnaði um festingar í einni kví, 285 tonn af laxi sýktust og var slátrað og voru urðuð að stærstum hluta á landi. Nú hefur það gerst eftir hvassviðri, sem gekk yfir Austfirði um miðjan júní, að stórar laxatorfur sáust á stökki í Hvítárvík 21. júní og aftur í Fossárvík 29. júní, en báðir staðir eru skammt innan við eldiskvíarnar í Svarthamarsvík í Berufirði. Reynslan staðfestir að eldisfyrirtækin tilkynna ekki um slysasleppingar fyrr en þær eru öllum ljósar seint og um síðir. Laxatorfur við strendur Berufjarðar hljóta að beina augum að eldiskvíunum og slysasleppingum þaðan. Þetta hefur verið tilkynnt Fiskistofu, en óhægt er um vik með eftiráeftirlit, þegar strokufiskur hefur dreift sér um allan sjó. Það er því sjálfsögð krafa, til að tryggja eftirlit eins og frekast má, að eftirlitsfólk verði ráðið til Fiskistofu í full störf á allar eldisstöðvar á kostnað eldisiðjunnar, svo grípa megi strax til ráðstafana, þegar fiskur sleppur, til að lágmarka tjónið á lífríkinu og villtum laxastofnum með sjúkdómasmiti og erfðablöndun. Alls staðar í veröldinni, þar sem laxeldi fer fram í opnum sjókvíum, sleppur fiskur. Það hefur reynslan líka staðfest hér á landi. Þess vegna vekur furðu hjá fagfólki á alþjóðavettvangi, að íslensk stjórnvöld skuli leyfa opnar sjókvíar með frjóum fiski af framandi stofni í nýju fiskeldi í stað þess að allt eldi fari í lokuð kerfi með geldfiski. Á það stefna nágrannaþjóðir okkar í ljósi dýrkeyptrar reynslu. Ætla Íslendingar að sætta sig við úrelta tækni í fiskeldi með óafturkræfum skaða fyrir lífríkið og fórna villtum laxastofnum? En norskir eldisrisar sitja á íslenska fjósbitanum og brosa breitt.Höfundur er formaður Veiðifélags Breiðdæla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Berufirði hefur verið rekið laxeldi á vegum Fiskeldis Austfjarða í meirihlutaeigu norskra eldisrisa. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var þar 1,1 milljón laxa í tíu opnum sjókvíum. Álitið er að hrygningarstofn villtra laxa sé um 100 þúsund fiskar á Íslandi. Eldisfiskarnir í Berufirði eru frjóir og af norskum stofni. Bannað er í Noregi að nýta framandi stofna í eldi. En Fiskeldi Austfjarða hefur enga heimild í leyfum í þessu eldi fyrir laxi af norskum uppruna. Það er klárt lögbrot og sambærilegt við að kúabændur færu að flytja inn norska erfðavísa án leyfis til að nýta í ræktun íslenskra kúa – og látið átölulaust. Sömuleiðis hefur Fiskeldi Austfjarða enga heimild í leyfum til að losa fosfór í sjóinn sem er uppistaðan í mengandi úrgangi frá eldinu. Þá hefur þessi eldisiðja aldrei farið í umhverfismat. Hvernig er hægt að taka mark á opinberum eftirlitsstofnunum sem láta þetta allt viðgangast eða er verið að hygla eldisiðjunni umfram aðra? Laxeldið í Berufirði hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum. Í desember gekk bálviðri yfir Austfirði með kuldatíð í kjölfarið og lagðist hart á eldið. Samkvæmt lýsingum Matvælastofnunar þá losnaði um festingar í einni kví, 285 tonn af laxi sýktust og var slátrað og voru urðuð að stærstum hluta á landi. Nú hefur það gerst eftir hvassviðri, sem gekk yfir Austfirði um miðjan júní, að stórar laxatorfur sáust á stökki í Hvítárvík 21. júní og aftur í Fossárvík 29. júní, en báðir staðir eru skammt innan við eldiskvíarnar í Svarthamarsvík í Berufirði. Reynslan staðfestir að eldisfyrirtækin tilkynna ekki um slysasleppingar fyrr en þær eru öllum ljósar seint og um síðir. Laxatorfur við strendur Berufjarðar hljóta að beina augum að eldiskvíunum og slysasleppingum þaðan. Þetta hefur verið tilkynnt Fiskistofu, en óhægt er um vik með eftiráeftirlit, þegar strokufiskur hefur dreift sér um allan sjó. Það er því sjálfsögð krafa, til að tryggja eftirlit eins og frekast má, að eftirlitsfólk verði ráðið til Fiskistofu í full störf á allar eldisstöðvar á kostnað eldisiðjunnar, svo grípa megi strax til ráðstafana, þegar fiskur sleppur, til að lágmarka tjónið á lífríkinu og villtum laxastofnum með sjúkdómasmiti og erfðablöndun. Alls staðar í veröldinni, þar sem laxeldi fer fram í opnum sjókvíum, sleppur fiskur. Það hefur reynslan líka staðfest hér á landi. Þess vegna vekur furðu hjá fagfólki á alþjóðavettvangi, að íslensk stjórnvöld skuli leyfa opnar sjókvíar með frjóum fiski af framandi stofni í nýju fiskeldi í stað þess að allt eldi fari í lokuð kerfi með geldfiski. Á það stefna nágrannaþjóðir okkar í ljósi dýrkeyptrar reynslu. Ætla Íslendingar að sætta sig við úrelta tækni í fiskeldi með óafturkræfum skaða fyrir lífríkið og fórna villtum laxastofnum? En norskir eldisrisar sitja á íslenska fjósbitanum og brosa breitt.Höfundur er formaður Veiðifélags Breiðdæla
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun