Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar Gerard Pokruszynski skrifar 27. júlí 2018 07:00 „… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki.“ Mig langar hér með að upplýsa ágæta ritstjórn um það að Pólland var einræðisríki á tímum kommúnismans og aldrei hefði ég getað hugsað mér að vinna að stjórnsýslumálum á þeim tíma og í því ástandi sem þá ríkti í landinu. Sama er ekki hægt að segja um dómarana sem dæmdu í kommúnískum dómstólum sem hafa ekki hætt og halda áfram að dæma eins og á tímum þegar „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ og gátu dæmt mig í tveggja til þriggja ára fangelsi fyrir að dreifa bæklingum eða mótmæla einræðisstjórn kommúnista á götum Varsjár. Ég vil fullvissa hina ágætu ritstjórn um það, að síðustu þingkosningar í Póllandi voru lýðræðislegar og þær næstu verða það einnig. Núverandi ríkisstjórn Lýðveldisins Póllands framfylgir þeirri kosningastefnu sem kynnt var í aðdraganda kosninganna og þess vegna var hún kosin af þjóðinni. Eitt atriði í henni voru endurbætur á réttarkerfinu. Ríkisstjórnin stendur ekki fyrir endurbótunum heldur þingið sem kosið var í lýðræðislegum kosningum. Pólska þingið Sejm hefur heimild til að ákveða frjálst og óháð fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar hvaða reglur gilda um dómstóla. Sú heimild kemur beint úr 4. mgr. 180. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Póllands og er merki um jafnvægi milli dómsvalds og löggjafarvalds. Nýr eftirlaunaaldur allra starfsstétta í Póllandi er 65 ár fyrir karlmenn og 60 ár fyrir konur. Í tilfelli dómara er eftirlaunaaldurinn 65 ár óháð kyni og er sú innleiðing vegna tilmæla framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Dómarar hætta störfum nema þeir tilkynni um eigin vilja til áframhaldandi embættissetu og framvísi heilbrigðisvottorði til staðfestingar á getu til að gegna dómarastarfi. Ákvörðun um framlengingu dómaraembætta í Hæstarétti er tekin af forseta Lýðveldisins Póllands að undangengnu samráði við Dómstólaráð sem aðallega er skipað dómurum. Lögin um lækkun eftirlaunaaldurs dómara hafa ekki áhrif á sjálfstæði dómstóla þar sem þau hafa engin áhrif á óhlutdrægni þeirra. Allir dómarar halda sínum lögbundnu réttindum, þar á meðal friðhelgi og það verður ekki hægt að svipta þá eftirlaunagreiðslum. Stjórnarskrá Lýðveldisins Póllands , VIII. Kafli (Dómstólar): 176. gr. 1. Málarekstur fyrir dómi er að minnsta kosti á tveimur dómsstigum. 2. Skipulag og lögsaga og einnig réttarfar er tilgreint með lögum. 178. gr. 1. Dómarar í embættum sínum eru sjálfstæðir og fylgja eingöngu Stjórnarskrá og lögum. 179. gr. 1. Dómarar eru skipaðir af forseta Lýðveldisins Póllands ótímabundið, samkvæmt tillögu Dómstólaráðs. 180. gr. 1. Ekki má víkja dómara úr embætti. 3. Dómari getur hætt störfum vegna veikinda eða heilsubrests sem kemur í veg fyrir að hann geti gegnt dómaraembætti. Málsmeðferð og kæruleið fyrir dómstólum eru ákveðnar í lögum. 4. Eftirlaunaaldur dómara er tilgreindur í lögum. 5. Breytist lögsaga eða þinghá er heimilt að færa dómara í annan dómstól eða á eftirlaun á fullum launum. 182. gr. Þátttaka þjóðar í réttarkerfinu er ákveðin í lögum. Líkt og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vona ég að Pólverjum verði tryggður aðgangur að sjálfstæðum og óháðum dómstólum. Sem skipaðir eru samkvæmt lögum en án dómara sem kváðu upp dóma í kommúnískum dómstólum eftir pólitískri pöntun, gegn þjóðarhag Póllands, og dæmdu pólska föðurlandsvini í fangelsi á tímum herlaganna. Þá vona ég að það verði enginn eftir í pólskum dómstólum af þeim sem sáu um það fyrir hönd kommúnistaríkisins að „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
„… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki.“ Mig langar hér með að upplýsa ágæta ritstjórn um það að Pólland var einræðisríki á tímum kommúnismans og aldrei hefði ég getað hugsað mér að vinna að stjórnsýslumálum á þeim tíma og í því ástandi sem þá ríkti í landinu. Sama er ekki hægt að segja um dómarana sem dæmdu í kommúnískum dómstólum sem hafa ekki hætt og halda áfram að dæma eins og á tímum þegar „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ og gátu dæmt mig í tveggja til þriggja ára fangelsi fyrir að dreifa bæklingum eða mótmæla einræðisstjórn kommúnista á götum Varsjár. Ég vil fullvissa hina ágætu ritstjórn um það, að síðustu þingkosningar í Póllandi voru lýðræðislegar og þær næstu verða það einnig. Núverandi ríkisstjórn Lýðveldisins Póllands framfylgir þeirri kosningastefnu sem kynnt var í aðdraganda kosninganna og þess vegna var hún kosin af þjóðinni. Eitt atriði í henni voru endurbætur á réttarkerfinu. Ríkisstjórnin stendur ekki fyrir endurbótunum heldur þingið sem kosið var í lýðræðislegum kosningum. Pólska þingið Sejm hefur heimild til að ákveða frjálst og óháð fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar hvaða reglur gilda um dómstóla. Sú heimild kemur beint úr 4. mgr. 180. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Póllands og er merki um jafnvægi milli dómsvalds og löggjafarvalds. Nýr eftirlaunaaldur allra starfsstétta í Póllandi er 65 ár fyrir karlmenn og 60 ár fyrir konur. Í tilfelli dómara er eftirlaunaaldurinn 65 ár óháð kyni og er sú innleiðing vegna tilmæla framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Dómarar hætta störfum nema þeir tilkynni um eigin vilja til áframhaldandi embættissetu og framvísi heilbrigðisvottorði til staðfestingar á getu til að gegna dómarastarfi. Ákvörðun um framlengingu dómaraembætta í Hæstarétti er tekin af forseta Lýðveldisins Póllands að undangengnu samráði við Dómstólaráð sem aðallega er skipað dómurum. Lögin um lækkun eftirlaunaaldurs dómara hafa ekki áhrif á sjálfstæði dómstóla þar sem þau hafa engin áhrif á óhlutdrægni þeirra. Allir dómarar halda sínum lögbundnu réttindum, þar á meðal friðhelgi og það verður ekki hægt að svipta þá eftirlaunagreiðslum. Stjórnarskrá Lýðveldisins Póllands , VIII. Kafli (Dómstólar): 176. gr. 1. Málarekstur fyrir dómi er að minnsta kosti á tveimur dómsstigum. 2. Skipulag og lögsaga og einnig réttarfar er tilgreint með lögum. 178. gr. 1. Dómarar í embættum sínum eru sjálfstæðir og fylgja eingöngu Stjórnarskrá og lögum. 179. gr. 1. Dómarar eru skipaðir af forseta Lýðveldisins Póllands ótímabundið, samkvæmt tillögu Dómstólaráðs. 180. gr. 1. Ekki má víkja dómara úr embætti. 3. Dómari getur hætt störfum vegna veikinda eða heilsubrests sem kemur í veg fyrir að hann geti gegnt dómaraembætti. Málsmeðferð og kæruleið fyrir dómstólum eru ákveðnar í lögum. 4. Eftirlaunaaldur dómara er tilgreindur í lögum. 5. Breytist lögsaga eða þinghá er heimilt að færa dómara í annan dómstól eða á eftirlaun á fullum launum. 182. gr. Þátttaka þjóðar í réttarkerfinu er ákveðin í lögum. Líkt og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vona ég að Pólverjum verði tryggður aðgangur að sjálfstæðum og óháðum dómstólum. Sem skipaðir eru samkvæmt lögum en án dómara sem kváðu upp dóma í kommúnískum dómstólum eftir pólitískri pöntun, gegn þjóðarhag Póllands, og dæmdu pólska föðurlandsvini í fangelsi á tímum herlaganna. Þá vona ég að það verði enginn eftir í pólskum dómstólum af þeim sem sáu um það fyrir hönd kommúnistaríkisins að „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi.
Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar