Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2018 08:00 Þingið felldi lög um kjararáð úr gildi í vor. Nýtt fyrirkomulag á að verða að lögum í árslok. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Enginn lagalegur grundvöllur er fyrir útreikningum á árlegum meðaltölum reglulegra launa ríkisstarfsmanna heldur eru þeir í samræmi við þær aðferðir sem Hagstofan ákvarðar hverju sinni. Breytingar geta orðið á meðaltalinu vegna umbóta á aðferðum eða gögnum sem liggja þar að baki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Hagstofunnar um drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð um síðustu mánaðamót. Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en frestur til athugasemda rann út fyrir helgi. Drögin byggja á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í upphafi árs. Umsögn Hagstofunnar var sú eina sem barst. Í drögunum er lagt til að laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara og ríkissáttasemjara verði ákveðin með fastri upphæð í lögum. Upphæðin er nú sú sama og fram kom í síðustu ákvörðunum kjararáðs fyrir hópana. Upphæðin kemur síðan til með að taka breytingum 1. maí ár hvert með hliðsjón af fyrrgreindu meðaltali. Til bráðabirgða munu laun presta og biskups taka sömu breytingum þar til samkomulag um nýtt fyrirkomulag launa þeirra næst. Aðrir færast undir kjaradeild fjármálaráðuneytisins. Í athugasemd Hagstofunnar er þess einnig getið að það fyrirkomulag sem lagt er til geti leitt til hringrásar. Það er, hærra meðaltal reglulegra launa hækkar laun þeirra sem falla undir frumvarpsdrögin. Til útskýringar má taka það dæmi ef fyrrgreint meðaltal hækkar um sjö prósent. Laun hópsins munu þá sjálfkrafa hækka um sjö prósent 1. maí. Þar sem hópurinn er reiknaður inn í meðaltalið kemur hækkun hans til með að hækka meðaltalið aftur. Sú hækkun hækkar launin á ný, sem hækkar meðaltalið, sem hækkar launin og svo framvegis. Hið sama gildir ef meðaltalið lækkar. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru ríkisstarfsmenn um 21 þúsund talsins en stöðugildin eru eilítið færri. Í hópnum sem fellur undir hina sjálfvirku breytingu eru á annað hundrað manns og því má leiða að því líkur að breytingar á launum þeirra komi til með að hafa minniháttar áhrif. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Enginn lagalegur grundvöllur er fyrir útreikningum á árlegum meðaltölum reglulegra launa ríkisstarfsmanna heldur eru þeir í samræmi við þær aðferðir sem Hagstofan ákvarðar hverju sinni. Breytingar geta orðið á meðaltalinu vegna umbóta á aðferðum eða gögnum sem liggja þar að baki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Hagstofunnar um drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð um síðustu mánaðamót. Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en frestur til athugasemda rann út fyrir helgi. Drögin byggja á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í upphafi árs. Umsögn Hagstofunnar var sú eina sem barst. Í drögunum er lagt til að laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara og ríkissáttasemjara verði ákveðin með fastri upphæð í lögum. Upphæðin er nú sú sama og fram kom í síðustu ákvörðunum kjararáðs fyrir hópana. Upphæðin kemur síðan til með að taka breytingum 1. maí ár hvert með hliðsjón af fyrrgreindu meðaltali. Til bráðabirgða munu laun presta og biskups taka sömu breytingum þar til samkomulag um nýtt fyrirkomulag launa þeirra næst. Aðrir færast undir kjaradeild fjármálaráðuneytisins. Í athugasemd Hagstofunnar er þess einnig getið að það fyrirkomulag sem lagt er til geti leitt til hringrásar. Það er, hærra meðaltal reglulegra launa hækkar laun þeirra sem falla undir frumvarpsdrögin. Til útskýringar má taka það dæmi ef fyrrgreint meðaltal hækkar um sjö prósent. Laun hópsins munu þá sjálfkrafa hækka um sjö prósent 1. maí. Þar sem hópurinn er reiknaður inn í meðaltalið kemur hækkun hans til með að hækka meðaltalið aftur. Sú hækkun hækkar launin á ný, sem hækkar meðaltalið, sem hækkar launin og svo framvegis. Hið sama gildir ef meðaltalið lækkar. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru ríkisstarfsmenn um 21 þúsund talsins en stöðugildin eru eilítið færri. Í hópnum sem fellur undir hina sjálfvirku breytingu eru á annað hundrað manns og því má leiða að því líkur að breytingar á launum þeirra komi til með að hafa minniháttar áhrif.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00
Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00