Innlent

„Samviskusamur góðborgari“ skilaði 40 þúsund krónum til eigandans

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Veskið umrædda var hlaðið seðlum.
Veskið umrædda var hlaðið seðlum. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra
Veski með 40 þúsund krónum í reiðufé komst aftur í hendur eiganda síns á Húsavík í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

„Yndislegt þegar fólk finnur muni eða veski með jafnvel miklum peningaupphæðum og kemur til skila,“ segir í tilkynningunni sem birt var á Facebook í dag og ljóst er að lögregla er ánægð með hinn skilvísa finnanda.

Þá sé jafnframt yndislegt þegar lögreglu tekst að hafa uppi á eiganda fjársins, sem einmitt var raunin á Húsavík um kaffileytið í dag.

„Veski með kr 40 þús. komst í réttar hendur. Takk samviskusami góðborgari!“ segir í tilkynningu. Þegar þetta er ritað hafa yfir 400 mans líkað við færsluna og því greinilegt að margir taka undir með lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×