Sumarfrí og sjúkdómahætta tefja heysölu til Norðmanna í neyð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júlí 2018 12:20 Staðan er grafalvarleg í Noregi vegna þurrka. Skera verður niður í kúastofninum takist ekki að útvega hey í tæka tíð. Stefán Karlsson Íslenskir bændur hafa sýnt mikinn áhuga á því að selja hey til frænda sinna í Noregi en eftirspurnin þar í landi eftir íslensku heyi er gríðarleg vegna mikilla þurrka. Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, hefur ásamt starfsfólki unnið að því að undanförnu að meta áhuga íslenskra bænda á því að flytja út hey. Miðstöðin hefur borið sig eftir því að tengja saman íslenska og norska bændur. Karvel segir að fjöldi íslenskra bænda hafi lýst yfir áhuga sínum á því að selja enda hafi heyjað vel fyrir norðan og austan. Þá hafi fyrningar verið miklar og víða nóg til af heyi. Karvel segir að eftirspurn og þörf norskra bænda sé þó töluvert umfram það sem íslenskir bændur gætu nokkurn tímann annað. Þrátt fyrir að íslenskir bændur hafi í áraraðir flutt út hey til Færeyja og annarra landa verði viðskiptin á allt öðrum og stærri skala ef af útflutningi til Noregs verður, slíkur sé uppskerubresturinn þar í landi. Hann segir málið á frumstigi og að verið sé að meta umfangið.Matvælastofnun fundaði með norskum yfirvöldum á mánudaginn.Fréttablaðið/Anton BrinkSumarleyfi og heilbrigðiskröfur ekki til að flýta fyrir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Matvælastofnunar, segir stofnunina hafi átt fund með norskum yfirvöldum síðastliðinn mánudag. Stofnunin hafi fengið beiðni um frekari upplýsingar sem verið sé að koma áleiðis. „Það er náttúrulega sumarleyfistími á Íslandi og margir af okkar sérfræðingum ekki við og stofnanir lokaðar og annað þess háttar,“ segir Þorvaldur um stöðuna. Aðspurður hvort neyðarástand ríki hjá norskum bændum segir hann svo vera miðað við þær upplýsingar sem hann hafi fengið. Matvælastofnun hefur óskað eftir upplýsingum um hvaða skilyrði heyið þarf að uppfylla til þess að af útflutningnum geti orðið.Það þarf að gæta að ýmsu?„Já, það þarf að gæta að dýrasjúkdómum, plöntusjúkdómum, plöntutegundum og ýmsu þess háttar,“ segir Þorvaldur sem vildi ekki segja til um það hversu langan tíma ferlið tæki.Sindri segir að ástandið í Noregi sé mikið áhyggjuefni.Stefán KarlssonErfið staða í Skandinvíu Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að það sé ekki aðeins í Noregi sem neyðarástand ríki hjá bændum. Hann hafi verið í sambandi við Norrænu bændasamtökin og viti því að staðan sé mjög erfið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Þetta er mikið áhyggjuefni og það væri ákaflega gott ef við getum orðið að liði,“ segir Sindri. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Marit Fougnar, umboðsmaður norskra bænda í heykaupum að vegna þurrkanna sé afrakstur þess sem sáð var í maí mjög lítill og uppskeran rýr. Nú blasi við að skera þurfi niður í kúastofninum í Noregi takist ekki að útvega hey annars staðar frá. „Við viljum kaupa allt það hey sem við getum fengið því það er mikil krísa í Noregi. Að öðrum kosti þurfa norskir bændur að slátra stórum hluta bústofnsins. Við vitum að það tekur 4-5 ár að koma upp góðri mjólkurkú og því mun ríkja neyðarástand í Noregi í haust þegar við missum fjöldann allan af mjólkurkúm.“Frétt Stöðvar 2 frá í gær má sjá hér að neðan. Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00 Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Íslenskir bændur hafa sýnt mikinn áhuga á því að selja hey til frænda sinna í Noregi en eftirspurnin þar í landi eftir íslensku heyi er gríðarleg vegna mikilla þurrka. Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, hefur ásamt starfsfólki unnið að því að undanförnu að meta áhuga íslenskra bænda á því að flytja út hey. Miðstöðin hefur borið sig eftir því að tengja saman íslenska og norska bændur. Karvel segir að fjöldi íslenskra bænda hafi lýst yfir áhuga sínum á því að selja enda hafi heyjað vel fyrir norðan og austan. Þá hafi fyrningar verið miklar og víða nóg til af heyi. Karvel segir að eftirspurn og þörf norskra bænda sé þó töluvert umfram það sem íslenskir bændur gætu nokkurn tímann annað. Þrátt fyrir að íslenskir bændur hafi í áraraðir flutt út hey til Færeyja og annarra landa verði viðskiptin á allt öðrum og stærri skala ef af útflutningi til Noregs verður, slíkur sé uppskerubresturinn þar í landi. Hann segir málið á frumstigi og að verið sé að meta umfangið.Matvælastofnun fundaði með norskum yfirvöldum á mánudaginn.Fréttablaðið/Anton BrinkSumarleyfi og heilbrigðiskröfur ekki til að flýta fyrir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Matvælastofnunar, segir stofnunina hafi átt fund með norskum yfirvöldum síðastliðinn mánudag. Stofnunin hafi fengið beiðni um frekari upplýsingar sem verið sé að koma áleiðis. „Það er náttúrulega sumarleyfistími á Íslandi og margir af okkar sérfræðingum ekki við og stofnanir lokaðar og annað þess háttar,“ segir Þorvaldur um stöðuna. Aðspurður hvort neyðarástand ríki hjá norskum bændum segir hann svo vera miðað við þær upplýsingar sem hann hafi fengið. Matvælastofnun hefur óskað eftir upplýsingum um hvaða skilyrði heyið þarf að uppfylla til þess að af útflutningnum geti orðið.Það þarf að gæta að ýmsu?„Já, það þarf að gæta að dýrasjúkdómum, plöntusjúkdómum, plöntutegundum og ýmsu þess háttar,“ segir Þorvaldur sem vildi ekki segja til um það hversu langan tíma ferlið tæki.Sindri segir að ástandið í Noregi sé mikið áhyggjuefni.Stefán KarlssonErfið staða í Skandinvíu Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að það sé ekki aðeins í Noregi sem neyðarástand ríki hjá bændum. Hann hafi verið í sambandi við Norrænu bændasamtökin og viti því að staðan sé mjög erfið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Þetta er mikið áhyggjuefni og það væri ákaflega gott ef við getum orðið að liði,“ segir Sindri. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Marit Fougnar, umboðsmaður norskra bænda í heykaupum að vegna þurrkanna sé afrakstur þess sem sáð var í maí mjög lítill og uppskeran rýr. Nú blasi við að skera þurfi niður í kúastofninum í Noregi takist ekki að útvega hey annars staðar frá. „Við viljum kaupa allt það hey sem við getum fengið því það er mikil krísa í Noregi. Að öðrum kosti þurfa norskir bændur að slátra stórum hluta bústofnsins. Við vitum að það tekur 4-5 ár að koma upp góðri mjólkurkú og því mun ríkja neyðarástand í Noregi í haust þegar við missum fjöldann allan af mjólkurkúm.“Frétt Stöðvar 2 frá í gær má sjá hér að neðan.
Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00 Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00
Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11