Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2018 07:55 Áherslan verður lögð á sjálfkeyrandi fólksbíla. Vísir/Getty Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að fullkomna tæknina í fólksbílum. Vörubílaverkefni Uber hófst árið 2016 og varð Uber fyrsta fyrirtækið til að koma sendingu á áfangastað með aðstoð sjálfkeyrandi bíls. Bíllinn ók næstum 200 kílómetra á hraðbraut í Colorado, með tengivagn fullan af Budweiser-bjór. Hugmyndin að baki tækninni hvíldi á þeirri hugsjón að auka öryggi og framleiðni vörubílaiðnaðarins eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Uber telur hins vegar að tími vísindamanna fyrirtækisins verði betur nýttur ef þeir einbeita sér alfarið að sjálfkeyrandi tækni í fólksbílum. Að sama skapi er ekki útilokað að áherslan gagnist við frekar þróun tækninnar í vörubílum. Tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafa gengið brösulega. Greint var frá því í mars að sjálfkeyrandi bíll fyrirtækisins hafi ekið á konu í Arizona með þeim afleiðingum að hún lést. Fregnir hafa jafnframt borist af sjálfkeyrandi bílum sem ekið hafa á vegartálma og aðrar hindranir. Engu að síður horfa margir vonaraugum til tækninnar og hafa önnur stórfyrirtæki, á borð við Ford, General Motors, Daimler og Bosch öll varið háum fjárhæðum í frekari rannsóknir á tækninni. Bílar Tækni Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að fullkomna tæknina í fólksbílum. Vörubílaverkefni Uber hófst árið 2016 og varð Uber fyrsta fyrirtækið til að koma sendingu á áfangastað með aðstoð sjálfkeyrandi bíls. Bíllinn ók næstum 200 kílómetra á hraðbraut í Colorado, með tengivagn fullan af Budweiser-bjór. Hugmyndin að baki tækninni hvíldi á þeirri hugsjón að auka öryggi og framleiðni vörubílaiðnaðarins eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Uber telur hins vegar að tími vísindamanna fyrirtækisins verði betur nýttur ef þeir einbeita sér alfarið að sjálfkeyrandi tækni í fólksbílum. Að sama skapi er ekki útilokað að áherslan gagnist við frekar þróun tækninnar í vörubílum. Tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafa gengið brösulega. Greint var frá því í mars að sjálfkeyrandi bíll fyrirtækisins hafi ekið á konu í Arizona með þeim afleiðingum að hún lést. Fregnir hafa jafnframt borist af sjálfkeyrandi bílum sem ekið hafa á vegartálma og aðrar hindranir. Engu að síður horfa margir vonaraugum til tækninnar og hafa önnur stórfyrirtæki, á borð við Ford, General Motors, Daimler og Bosch öll varið háum fjárhæðum í frekari rannsóknir á tækninni.
Bílar Tækni Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45