Í áðurnefndu tísti sagði Musk að hann væri að íhuga að kaupa fyrirtækið fyrir 420 dali á hlut. Það er um fimmtungi hærra en verðmæti hlutabréfanna er nú og myndi í heildina kosta um 72 milljarða dala.
Verðmæti hlutabréfanna hækkaði í dag og er fyrirtækið nú metið á um 58 milljarða. Musk á tæp 20 prósent í Tesla. Fyrr í dag höfðu borist fréttir af því að opinber sjóður Sádi-Arabíu hefði eignast þrjú til fimm prósent í Tesla.
Þegar hann var spurður, á Twitter, hvort hann væri í alvörunni að íhuga þetta sagði hann; „Já...Það myndi spara mér marga höfuðverki.“
Am considering taking Tesla private at $420. Funding secured.
— Elon Musk (@elonmusk) August 7, 2018
Musk hefur verið undir mikilli pressu undanfarna mánuði til að tryggja að Tesla geti skilað hagnaði og framleitt sífellt fleiri bíla. Þá hefur hann orðið reiður yfir umfjöllun gagnvart fyrirtækinu og vegna fjárfesta og greiningaraðila. Þar að auki hefur hann kvartað yfir því að hafa fyrirtækið á markaði og sagt að kröfur fjárfesta leiði til skammtímalausna.
Í tölvupósti sem sendur var á starfsmenn Tesla í dag sagði Musk að engin ákvörðun hefði verið tekin. Hann vildi hins vegar skapa umhverfi þar sem starfsmenn gætu gert sitt besta. Hann sagði einnig að þar sem fyrirtækið væri á markaði högnuðust ýmsir aðilar á því að ráðast á það og gagnrýna. Þá vísaði hann til SpaceX og sagði að þar sem það hefði aldrei verið á markaði hefði verið auðveldara að taka ákvarðanir til langs tíma sem hefðu reynst fyrirtækinu vel.
Tölvupóstinn má lesa í tístinu hér að neðan.
Taking Tesla Privatehttps://t.co/kw4eHOJfBh
— Tesla (@Tesla) August 7, 2018