Innlent

Lögregla stöðvaði landasölu í heimahúsi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ölvaður maður var laust fyrir miðnætti handtekinn í Austurstræti þar sem hann hafði ráðist á fólk og hús með spýtu.
Ölvaður maður var laust fyrir miðnætti handtekinn í Austurstræti þar sem hann hafði ráðist á fólk og hús með spýtu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af landa og gambra í heimahúsi í umdæminu í nótt. Hafði lögreglu borist ábendingar um að í húsinu færi fram sala og framleiðsla á ólöglegu áfengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu segir að strax hafi fundist mikil áfengislykt við komuna á vettvang og við leit fannst gambri í tunnum og landi í flöskum.

Húsráðendur, sem höfðu ekki leyfi til áfengisframleiðslu, játuðu sök. Þá var einnig lagt hald á nokkuð af búnaði tengdum starfseminni í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×