Vá fyrir dyrum Hörður Ægisson skrifar 3. ágúst 2018 06:00 Árið er 2014. Kaupmáttur er enn umtalsvert minni en fyrir fjármálahrunið, raungengið er undir sögulegu meðaltali, verðbólga hefur mælst um og yfir fjögur prósent, stýrivextir Seðlabankans eru sex prósent og þrátt fyrir hægfara efnahagsbata, með ágætis hagvexti og minnkandi atvinnuleysi, þá er uppi óvissa um framhaldið vegna uppgjörs gömlu bankanna og afnáms hafta. Fjórum árum síðar hafa Íslendingar líklega upplifað mesta hagsældarskeið í lýðveldissögunni. Kaupmáttur launa hefur aukist um liðlega 30 prósent, verðbólga verið nánast samfleytt undir markmiði Seðlabankans, vextir aldrei lægri og staða þjóðarbúsins tekið stakkaskiptum sem endurspeglast einkum í því að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun stjórnvalda við afnám hafta réðu hvað mestu um að leggja grunn að þessari fordæmalausu stöðu. Það má taka undir með fjármálaráðherra að það sætir undrun að forystumenn í verkalýðshreyfingunni reyni ekki að eigna sér eitthvað í þessum mikla árangri sem náðst hefur. Þess í stað er tónninn sá að þorri launafólks hafi setið eftir og því eigi nú að fara fram með glórulausar kröfur um tugprósenta launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Það er eins og að vera staddur í einhverri hliðarveröld þegar því er haldið fram, vonandi gegn betri vitund, að hægt sé að ráðast í slíkar launahækkanir á einu bretti án þess að eitthvað láti undan – við núverandi aðstæður geta afleiðingarnar aldrei orðið aðrar en aukin verðbólga eða stórfellt atvinnuleysi. Haldi einhverjir annað hafa þeir hinir sömu fundið upp á áður óþekktri leið til að stórbæta lífskjör almennings, óháð verðmætasköpun hverju sinni. Raunveruleikinn er hins vegar því miður annar og leiðinlegri. Laun á Íslandi eru þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmáttur meira en tvöfaldast frá 2010. Þetta er undraverður árangur. Réttmætar áhyggjur um að þær miklu launahækkanir sem um var samið í kjarasamningum 2015 myndu leiða til verðbólguskots urðu sem betur fer ekki að veruleika. Ástæður þessa ættu að vera flestum vel kunnar. Gríðarmikil gengisstyrking, lægra vöruverð vegna afnáms tolla og vörugjalda, hagstæð viðskiptakjör og aukin samkeppni á smásölumarkaði áttu ekki hvað síst þátt í því að verðbólgan fór ekki af stað þótt laun hafi hækkað umfram framleiðnivöxt. Aðeins þeim, sem kjósa að setja kíkinn fyrir blinda augað, getur dottið í hug að hægt sé að endurtaka þann leik. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem flest standa frammi fyrir hagræðingaraðgerðum, hefur versnað til muna og svigrúm þeirra til að taka á sig aukinn launakostnað er lítið sem ekkert. Stærstu verkalýðshreyfingar landsins voru teknar yfir, án mikillar mótstöðu, af byltingaröflum sem þykjast bera fyrir brjósti velferð hins venjulega launamanns í komandi kjarasamningalotu. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Staðreyndin er sú að forystumenn samtakanna eru í besta falli popúlistar sem tala fyrir gamalkunnum leiðum sem munu valda miklum skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og um leið hagsmuni heimila og fyrirtækja nái þær fram að ganga. Það eru hagsmunir allra sem vilja byggja upp raunverulega hagsæld til lengri tíma á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægri vaxta að koma í veg fyrir þá niðurstöðu. Takist það ekki er vá fyrir dyrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Kaupmáttur er enn umtalsvert minni en fyrir fjármálahrunið, raungengið er undir sögulegu meðaltali, verðbólga hefur mælst um og yfir fjögur prósent, stýrivextir Seðlabankans eru sex prósent og þrátt fyrir hægfara efnahagsbata, með ágætis hagvexti og minnkandi atvinnuleysi, þá er uppi óvissa um framhaldið vegna uppgjörs gömlu bankanna og afnáms hafta. Fjórum árum síðar hafa Íslendingar líklega upplifað mesta hagsældarskeið í lýðveldissögunni. Kaupmáttur launa hefur aukist um liðlega 30 prósent, verðbólga verið nánast samfleytt undir markmiði Seðlabankans, vextir aldrei lægri og staða þjóðarbúsins tekið stakkaskiptum sem endurspeglast einkum í því að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun stjórnvalda við afnám hafta réðu hvað mestu um að leggja grunn að þessari fordæmalausu stöðu. Það má taka undir með fjármálaráðherra að það sætir undrun að forystumenn í verkalýðshreyfingunni reyni ekki að eigna sér eitthvað í þessum mikla árangri sem náðst hefur. Þess í stað er tónninn sá að þorri launafólks hafi setið eftir og því eigi nú að fara fram með glórulausar kröfur um tugprósenta launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Það er eins og að vera staddur í einhverri hliðarveröld þegar því er haldið fram, vonandi gegn betri vitund, að hægt sé að ráðast í slíkar launahækkanir á einu bretti án þess að eitthvað láti undan – við núverandi aðstæður geta afleiðingarnar aldrei orðið aðrar en aukin verðbólga eða stórfellt atvinnuleysi. Haldi einhverjir annað hafa þeir hinir sömu fundið upp á áður óþekktri leið til að stórbæta lífskjör almennings, óháð verðmætasköpun hverju sinni. Raunveruleikinn er hins vegar því miður annar og leiðinlegri. Laun á Íslandi eru þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmáttur meira en tvöfaldast frá 2010. Þetta er undraverður árangur. Réttmætar áhyggjur um að þær miklu launahækkanir sem um var samið í kjarasamningum 2015 myndu leiða til verðbólguskots urðu sem betur fer ekki að veruleika. Ástæður þessa ættu að vera flestum vel kunnar. Gríðarmikil gengisstyrking, lægra vöruverð vegna afnáms tolla og vörugjalda, hagstæð viðskiptakjör og aukin samkeppni á smásölumarkaði áttu ekki hvað síst þátt í því að verðbólgan fór ekki af stað þótt laun hafi hækkað umfram framleiðnivöxt. Aðeins þeim, sem kjósa að setja kíkinn fyrir blinda augað, getur dottið í hug að hægt sé að endurtaka þann leik. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem flest standa frammi fyrir hagræðingaraðgerðum, hefur versnað til muna og svigrúm þeirra til að taka á sig aukinn launakostnað er lítið sem ekkert. Stærstu verkalýðshreyfingar landsins voru teknar yfir, án mikillar mótstöðu, af byltingaröflum sem þykjast bera fyrir brjósti velferð hins venjulega launamanns í komandi kjarasamningalotu. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Staðreyndin er sú að forystumenn samtakanna eru í besta falli popúlistar sem tala fyrir gamalkunnum leiðum sem munu valda miklum skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og um leið hagsmuni heimila og fyrirtækja nái þær fram að ganga. Það eru hagsmunir allra sem vilja byggja upp raunverulega hagsæld til lengri tíma á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægri vaxta að koma í veg fyrir þá niðurstöðu. Takist það ekki er vá fyrir dyrum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun