Wells Fargo greiðir tveggja milljarða dollara sekt vegna undirmálslána Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 19:16 Sektin er tilkomin vegna tuga þúsunda lána sem voru seld sem verðbréf en endurðu í vanskilum. Vísir/EPA Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur fallist á að greiða rúma tvo milljarða dollara, jafnvirði rúmra 213 milljarðar króna, í sekt vegna fasteignalána sem yfirvöld fullyrða að hafi átt þátt í efnahagshruninu árið 2008. Stjórnendur bankans vissu að gæði lánanna væru minni en þeir létu í veðri vaka þegar hann seldi þau í formi verðbréfa. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sektin sé vegna sölu á verðbréfum sem byggðust á fasteignalánum einstaklinga sem bankinn vissi að innihéldu rangar upplýsingar um tekjur lántakenda. Á meðal lánanna eru svonefnd undirmálslán og önnur áhættusöm fasteignalán sem talin eru hafa leitt til fjármálahrunsins sem hófst í Bandaríkjunum fyrir áratug.Reuters-fréttastofan segir að sektin nú bætist ofan á hrakföll bankans sem tengjast óeðlilegum vinnubrögðum starfsmanna hans við bifreiða- og fasteignalán. Wells Fargo greiddi einn milljarð dollara í sekt vegna rannsókna á vinnubrögðum bankans í apríl. Fyrir tveimur árum komst upp að starfsmenn bankans höfðu stofnað banka- og kreditkortareikninga fyrir viðskiptavini án vitneskju þeirra. Málið hefur komið niður á afkomu og orðspori bankans sem er sá þriðji stærsti í Bandaríkjunum í eignum talið. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur fallist á að greiða rúma tvo milljarða dollara, jafnvirði rúmra 213 milljarðar króna, í sekt vegna fasteignalána sem yfirvöld fullyrða að hafi átt þátt í efnahagshruninu árið 2008. Stjórnendur bankans vissu að gæði lánanna væru minni en þeir létu í veðri vaka þegar hann seldi þau í formi verðbréfa. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sektin sé vegna sölu á verðbréfum sem byggðust á fasteignalánum einstaklinga sem bankinn vissi að innihéldu rangar upplýsingar um tekjur lántakenda. Á meðal lánanna eru svonefnd undirmálslán og önnur áhættusöm fasteignalán sem talin eru hafa leitt til fjármálahrunsins sem hófst í Bandaríkjunum fyrir áratug.Reuters-fréttastofan segir að sektin nú bætist ofan á hrakföll bankans sem tengjast óeðlilegum vinnubrögðum starfsmanna hans við bifreiða- og fasteignalán. Wells Fargo greiddi einn milljarð dollara í sekt vegna rannsókna á vinnubrögðum bankans í apríl. Fyrir tveimur árum komst upp að starfsmenn bankans höfðu stofnað banka- og kreditkortareikninga fyrir viðskiptavini án vitneskju þeirra. Málið hefur komið niður á afkomu og orðspori bankans sem er sá þriðji stærsti í Bandaríkjunum í eignum talið.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira