Wells Fargo greiðir tveggja milljarða dollara sekt vegna undirmálslána Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 19:16 Sektin er tilkomin vegna tuga þúsunda lána sem voru seld sem verðbréf en endurðu í vanskilum. Vísir/EPA Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur fallist á að greiða rúma tvo milljarða dollara, jafnvirði rúmra 213 milljarðar króna, í sekt vegna fasteignalána sem yfirvöld fullyrða að hafi átt þátt í efnahagshruninu árið 2008. Stjórnendur bankans vissu að gæði lánanna væru minni en þeir létu í veðri vaka þegar hann seldi þau í formi verðbréfa. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sektin sé vegna sölu á verðbréfum sem byggðust á fasteignalánum einstaklinga sem bankinn vissi að innihéldu rangar upplýsingar um tekjur lántakenda. Á meðal lánanna eru svonefnd undirmálslán og önnur áhættusöm fasteignalán sem talin eru hafa leitt til fjármálahrunsins sem hófst í Bandaríkjunum fyrir áratug.Reuters-fréttastofan segir að sektin nú bætist ofan á hrakföll bankans sem tengjast óeðlilegum vinnubrögðum starfsmanna hans við bifreiða- og fasteignalán. Wells Fargo greiddi einn milljarð dollara í sekt vegna rannsókna á vinnubrögðum bankans í apríl. Fyrir tveimur árum komst upp að starfsmenn bankans höfðu stofnað banka- og kreditkortareikninga fyrir viðskiptavini án vitneskju þeirra. Málið hefur komið niður á afkomu og orðspori bankans sem er sá þriðji stærsti í Bandaríkjunum í eignum talið. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski bankinn Wells Fargo hefur fallist á að greiða rúma tvo milljarða dollara, jafnvirði rúmra 213 milljarðar króna, í sekt vegna fasteignalána sem yfirvöld fullyrða að hafi átt þátt í efnahagshruninu árið 2008. Stjórnendur bankans vissu að gæði lánanna væru minni en þeir létu í veðri vaka þegar hann seldi þau í formi verðbréfa. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sektin sé vegna sölu á verðbréfum sem byggðust á fasteignalánum einstaklinga sem bankinn vissi að innihéldu rangar upplýsingar um tekjur lántakenda. Á meðal lánanna eru svonefnd undirmálslán og önnur áhættusöm fasteignalán sem talin eru hafa leitt til fjármálahrunsins sem hófst í Bandaríkjunum fyrir áratug.Reuters-fréttastofan segir að sektin nú bætist ofan á hrakföll bankans sem tengjast óeðlilegum vinnubrögðum starfsmanna hans við bifreiða- og fasteignalán. Wells Fargo greiddi einn milljarð dollara í sekt vegna rannsókna á vinnubrögðum bankans í apríl. Fyrir tveimur árum komst upp að starfsmenn bankans höfðu stofnað banka- og kreditkortareikninga fyrir viðskiptavini án vitneskju þeirra. Málið hefur komið niður á afkomu og orðspori bankans sem er sá þriðji stærsti í Bandaríkjunum í eignum talið.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira