Upp við vegg Hörður Ægisson skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Það er gömul saga og ný að fjárfesting í flugiðnaði er afar áhættusöm. Fjárfestar í evrópskum flugfélögum hafa verið minntir á þau sannindi undanfarin misseri þar sem afkoma flestra félaga hefur farið versnandi samhliða harðnandi samkeppni og hækkandi olíuverði. Íslensku flugfélögin hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun. Þótt meira hafi farið fyrir fréttum af versnandi gengi Icelandair – markaðsvirði þess hefur minnkað um liðlega 150 milljarða á rúmlega tveimur árum – þá er ljóst að fjárhagsstaða WOW air er mun brothættari. Nýjustu tíðindi af flugfélaginu, sem koma líklega fæstum mjög á óvart enda hefur það stækkað gríðarlega á örfáum árum, sýna að afkoman hefur versnað verulega á skömmum tíma. Eigið fé er af skornum skammti og handbært fé hverfandi. Staða WOW air er tvísýn og næstu vikur gætu ráðið miklu um framtíð félagsins. Hátt olíuverð hefur leikið flugfélagið sérstaklega grátt. Olíukostnaður var um fjórðungur af heildartekjum í fyrra – til samanburðar var hann 17 prósent hjá Icelandair – en fullvíst má telja að hlutfallið hafi hækkað enn meira þar sem verð á flugeldsneyti fór upp um 36 prósent á fyrri árshelmingi. Ákvörðun WOW air um að verja sig ekki fyrir sveiflum í olíuverði, ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, meðal annars Icelandair og Norwegian, var eftir á að hyggja röng og hefur reynst félaginu dýrkeypt. Þótt stærstu flugfélög Bandaríkjanna fylgi sömu stefnu þá er þar ólíku saman að jafna enda eru þau fjárhagslega mun sterkari og með greiðan aðgang að fjármagni ef á þarf að halda. Hættan er einna helst sú að olíuverð fari hækkandi, eins og sumir greinendur telja sennilegt sökum viðskiptaþvingana Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran, á sama tíma og meðalfargjöld haldast áfram lág vegna mikillar samkeppni í flugi yfir hafið. Þá þarf líklega ekki að spyrja að leikslokum. Það sem veldur einnig áhyggjum er hvað launakostnaður WOW air hefur aukist langt umfram tekjur síðustu misseri. Launakostnaður nam um 15 prósentum af tekjum á árinu 2016 en á undanförnum tólf mánuðum – frá júlí 2017 til júní 2018 – var hlutfallið komið í tæplega 20 prósent. Það er gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma og mun hærra hlutfall en þekkist hjá öðrum evrópskum lággjaldaflugfélögum. Ein stærsta áskorun stjórnenda íslensku flugfélaganna, rétt eins og á við um flest hver innlend fyrirtæki í erlendri samkeppni, er að leita allra leiða til að ná niður launakostnaði eigi þau að vera alþjóðlega samkeppnisfær. Að öðrum kosti mun illa fara. Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi íslensku flugfélaganna fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar. Þau standa undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu og þótt ómögulegt sé að segja fyrir með vissu um afleiðingarnar ef annað þeirra lendir í alvarlegum fjárhagsvandræðum þá er ljóst að höggið fyrir íslenskt efnahagslíf yrði að líkindum talsvert, að minnsta kosti til skemmri tíma, og það „tæki einhver ár að ná aftur jafnvægi“, eins og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur sjálfur sagt. Skúli, sem er þekktur fyrir að spila djarft, leitar nú aukins fjármagns, með liðsinni norska verðbréfafyrirtækisins Pareto, og hyggst afla sér allt að 12 milljarða með sölu skuldabréfs til evrópskra fjárfesta. Ástæða er til að ætla að það muni takast enda þótt vaxtakjörin verði án efa svívirðilega há. Það er fórnarkostnaður sem er þess virði að leggja í. Tíminn vinnur ekki með félaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að fjárfesting í flugiðnaði er afar áhættusöm. Fjárfestar í evrópskum flugfélögum hafa verið minntir á þau sannindi undanfarin misseri þar sem afkoma flestra félaga hefur farið versnandi samhliða harðnandi samkeppni og hækkandi olíuverði. Íslensku flugfélögin hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun. Þótt meira hafi farið fyrir fréttum af versnandi gengi Icelandair – markaðsvirði þess hefur minnkað um liðlega 150 milljarða á rúmlega tveimur árum – þá er ljóst að fjárhagsstaða WOW air er mun brothættari. Nýjustu tíðindi af flugfélaginu, sem koma líklega fæstum mjög á óvart enda hefur það stækkað gríðarlega á örfáum árum, sýna að afkoman hefur versnað verulega á skömmum tíma. Eigið fé er af skornum skammti og handbært fé hverfandi. Staða WOW air er tvísýn og næstu vikur gætu ráðið miklu um framtíð félagsins. Hátt olíuverð hefur leikið flugfélagið sérstaklega grátt. Olíukostnaður var um fjórðungur af heildartekjum í fyrra – til samanburðar var hann 17 prósent hjá Icelandair – en fullvíst má telja að hlutfallið hafi hækkað enn meira þar sem verð á flugeldsneyti fór upp um 36 prósent á fyrri árshelmingi. Ákvörðun WOW air um að verja sig ekki fyrir sveiflum í olíuverði, ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, meðal annars Icelandair og Norwegian, var eftir á að hyggja röng og hefur reynst félaginu dýrkeypt. Þótt stærstu flugfélög Bandaríkjanna fylgi sömu stefnu þá er þar ólíku saman að jafna enda eru þau fjárhagslega mun sterkari og með greiðan aðgang að fjármagni ef á þarf að halda. Hættan er einna helst sú að olíuverð fari hækkandi, eins og sumir greinendur telja sennilegt sökum viðskiptaþvingana Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran, á sama tíma og meðalfargjöld haldast áfram lág vegna mikillar samkeppni í flugi yfir hafið. Þá þarf líklega ekki að spyrja að leikslokum. Það sem veldur einnig áhyggjum er hvað launakostnaður WOW air hefur aukist langt umfram tekjur síðustu misseri. Launakostnaður nam um 15 prósentum af tekjum á árinu 2016 en á undanförnum tólf mánuðum – frá júlí 2017 til júní 2018 – var hlutfallið komið í tæplega 20 prósent. Það er gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma og mun hærra hlutfall en þekkist hjá öðrum evrópskum lággjaldaflugfélögum. Ein stærsta áskorun stjórnenda íslensku flugfélaganna, rétt eins og á við um flest hver innlend fyrirtæki í erlendri samkeppni, er að leita allra leiða til að ná niður launakostnaði eigi þau að vera alþjóðlega samkeppnisfær. Að öðrum kosti mun illa fara. Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi íslensku flugfélaganna fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar. Þau standa undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu og þótt ómögulegt sé að segja fyrir með vissu um afleiðingarnar ef annað þeirra lendir í alvarlegum fjárhagsvandræðum þá er ljóst að höggið fyrir íslenskt efnahagslíf yrði að líkindum talsvert, að minnsta kosti til skemmri tíma, og það „tæki einhver ár að ná aftur jafnvægi“, eins og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur sjálfur sagt. Skúli, sem er þekktur fyrir að spila djarft, leitar nú aukins fjármagns, með liðsinni norska verðbréfafyrirtækisins Pareto, og hyggst afla sér allt að 12 milljarða með sölu skuldabréfs til evrópskra fjárfesta. Ástæða er til að ætla að það muni takast enda þótt vaxtakjörin verði án efa svívirðilega há. Það er fórnarkostnaður sem er þess virði að leggja í. Tíminn vinnur ekki með félaginu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun