Körfubolti

129 kílóa körfuboltastrákur tróð frá vítalínunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zion Williamson.
Zion Williamson. Vísir/Getty
Zion Williamson er nafn sem sumir körfuboltaáhugamenn hafa heyrt af og nafn sem verður eflaust á allra vörum ef fram heldur sem horfir.

Zion Williamson ætlar að spila með Duke háskólanum í vetur en fer svo væntanlega í nýliðaval NBA-deildarinnar næsta sumar.

Það sem hefur vakið áhuga körfuboltaáhugafólks á þessum stóra strák er að hann er magnaður íþróttamaður þrátt fyrir stærðina.







Nýjasta dæmið um nánast ofurmannlega íþróttahæfileika Zion Williamson er að hann lék sér að því á æfingu með Duke að troða frá vítalínunni.

Vítalínutroðsla Michael Jordan í troðslukeppni Stjörnuleiks NBA á níunda áratugnum er algjör klassík og Jordan var vissulega frábær íþróttamaður. Hann var aftur á móti ekki 129 kíló að þyngd eins og umræddur Zion Williamson.

Duke setti myndband af troðslunni inn á Twitter-síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan.







Það náðu líka fleiri myndbandi af þessari troðslu Zion Williamson eins og sjá má hér fyrir neðan.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×