Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. ágúst 2018 06:45 Landeigendur gengu á árinu 2012 frá leigu veiðiréttinda í Þverá/Kjarrá fyrir árin 2013-2017 til Stara ehf. Mynd/Starir Héraðsdómur Vesturlands segir ósannað að tveir veiðiþjófar sem gripnir voru í Kjarrá í fyrrasumar hafi valdið veiðileyfasalanum Stara ehf. tjóni. Veiðivörður kom auga á mennina með því að beita dróna. Mennirnir tveir, sem eru 61 árs og 49 ára gamlir og búa í Mosfellsbæ og Grafarvogi, voru ákærðir fyrir veiðiþjófnað af lögreglustjóranum á Vesturlandi. Þeir játuðu fyrir dómi að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa veitt án leyfis í veiðistaðnum Efra-Rauðabergi og að hafa veitt á maðk þrátt fyrir að fluga sé eina leyfilega agnið í Kjarrá. Veiðileyfisalinn gerði fyrir sitt leyti kröfu um að mennirnir greiddu hvor um sig bætur sem svaraði til þriggja daga veiðileyfis á þessu svæði í Kjarrá, 735 þúsund krónur. Í dómnum, sem kveðinn var upp í mars á þessu ári en hefur enn ekki verið birtur, segir að krafan sé byggð á því að veiðiþjófarnir „hafi valdið honum fjárhagslegu tjóni með því að taka þessa vöru hans ófrjálsri hendi án þess að greiða fyrir hana“. Þá segir veiðileyfasalinn mennina hafa valdið sérstöku tjóni með því að nota maðk og setja lífríki árinnar í mikla hættu. „Hafi þeir sáð fræjum óvissu og tortryggni um getu hans til að hafa eftirlit með þeim veiðiaðferðum sem viðhafðar séu í ánni og rýrt verðgildi og orðspor Kjarrár í augum viðskiptavina. Hafi þeir laskað gæði árinnar sem vöru og gert eitt besta veiðisvæði hennar tímabundið óhæft til frekari veiða,“ segir um málsrök Stara ehf. í dómnum. Þótt veiðiþjófarnir hafi játað brot sitt höfnuðu þeir bótakröfu Stara, meðal annars með vísan til þess að ekkert lægi fyrir um að félagið hefði orðið fyrir tjóni. Dómurinn tók undir þetta og sagði engin gögn liggja fyrir um að Starir hefðu orðið fyrir beinu fjártjóni, svo sem vegna afsláttar eða endurgreiðslu hans til kaupenda veiðileyfa Sömuleiðis hafnaði dómurinn því að dæma mennina til að borga Störum bætur fyrir „orðsporstjón“ eða „laskaða vöru“ eða að dæma einhverjar bætur vegna einhvers konar miska. „Að fenginni þessari niðurstöðu verður einnig að hafna kröfu bótakrefjanda um greiðslu lögmannskostnaðar við að halda kröfunni fram,“ segir í dómnum. Það þýðir að veiðileyfasalinn verður sjálfur að borga sinn lögmannskostnað vegna málsins. Dómurinn staðfesti hins vegar kröfu lögreglustjórans um að tvær veiðistangir mannanna og einn lax væru gerð upptæk og dæmdi þá hvorn um sig til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Héraðsdómur Vesturlands segir ósannað að tveir veiðiþjófar sem gripnir voru í Kjarrá í fyrrasumar hafi valdið veiðileyfasalanum Stara ehf. tjóni. Veiðivörður kom auga á mennina með því að beita dróna. Mennirnir tveir, sem eru 61 árs og 49 ára gamlir og búa í Mosfellsbæ og Grafarvogi, voru ákærðir fyrir veiðiþjófnað af lögreglustjóranum á Vesturlandi. Þeir játuðu fyrir dómi að hafa brotið lög um lax- og silungsveiði með því að hafa veitt án leyfis í veiðistaðnum Efra-Rauðabergi og að hafa veitt á maðk þrátt fyrir að fluga sé eina leyfilega agnið í Kjarrá. Veiðileyfisalinn gerði fyrir sitt leyti kröfu um að mennirnir greiddu hvor um sig bætur sem svaraði til þriggja daga veiðileyfis á þessu svæði í Kjarrá, 735 þúsund krónur. Í dómnum, sem kveðinn var upp í mars á þessu ári en hefur enn ekki verið birtur, segir að krafan sé byggð á því að veiðiþjófarnir „hafi valdið honum fjárhagslegu tjóni með því að taka þessa vöru hans ófrjálsri hendi án þess að greiða fyrir hana“. Þá segir veiðileyfasalinn mennina hafa valdið sérstöku tjóni með því að nota maðk og setja lífríki árinnar í mikla hættu. „Hafi þeir sáð fræjum óvissu og tortryggni um getu hans til að hafa eftirlit með þeim veiðiaðferðum sem viðhafðar séu í ánni og rýrt verðgildi og orðspor Kjarrár í augum viðskiptavina. Hafi þeir laskað gæði árinnar sem vöru og gert eitt besta veiðisvæði hennar tímabundið óhæft til frekari veiða,“ segir um málsrök Stara ehf. í dómnum. Þótt veiðiþjófarnir hafi játað brot sitt höfnuðu þeir bótakröfu Stara, meðal annars með vísan til þess að ekkert lægi fyrir um að félagið hefði orðið fyrir tjóni. Dómurinn tók undir þetta og sagði engin gögn liggja fyrir um að Starir hefðu orðið fyrir beinu fjártjóni, svo sem vegna afsláttar eða endurgreiðslu hans til kaupenda veiðileyfa Sömuleiðis hafnaði dómurinn því að dæma mennina til að borga Störum bætur fyrir „orðsporstjón“ eða „laskaða vöru“ eða að dæma einhverjar bætur vegna einhvers konar miska. „Að fenginni þessari niðurstöðu verður einnig að hafna kröfu bótakrefjanda um greiðslu lögmannskostnaðar við að halda kröfunni fram,“ segir í dómnum. Það þýðir að veiðileyfasalinn verður sjálfur að borga sinn lögmannskostnað vegna málsins. Dómurinn staðfesti hins vegar kröfu lögreglustjórans um að tvær veiðistangir mannanna og einn lax væru gerð upptæk og dæmdi þá hvorn um sig til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent