Hið ófyrirsjáanlega Guðmundur Steingrímsson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Ég er framtíðarnörd, svokallað. Mér finnst afskaplega gaman að tala um framtíðarspár, horfa á framtíðarmyndir, lesa framtíðarbækur og pæla í tækninýjungum sem eru handan við hornið. Sjónvarpsþættirnir Nýjasta tækni og vísindi voru alltaf í miklu uppáhaldi, þar sem Sigurður H. Richter sagði frá nýjustu uppgötvunum vísindamanna við Ohio-háskóla, og víðar, og kannaði kosti flugbíla. Ég get auðveldlega eyðilagt matarboð ef ég finn hjá öðrum gesti – einn nægir – áhuga á leyndardómum framtíðarinnar. Ég get orðið algerlega ónæmur fyrir leiða annarra gesta þegar við gjörsamlega gleymum okkur í óðamála samræðu um möguleika gervigreindar og hvað ofurtölva í náinni framtíð getur orðið rosalega öflug, jafnvel hættuleg. Ég skil ekki að fólki finnist þetta ekki spennandi. Þetta er augjóslega mjög spennandi.Þáið og núið Svo kemur allt í einu framtíðin. Það er hið skemmtilega og athyglisverða við það að vera framtíðarnörd. Skyndilega er framtíðin hér. Þá getur maður borið saman þáið og núið. Eftir því sem árin færast yfir og nútíðin býr til sífellt meiri raunveruleika safnast upp í hugarfylgsni framtíðarnördsins dálítið bitastæð vitneskja. Hvað segja gömlu framtíðarspárnar um okkur sem manneskjur og á hvaða hátt er raunveruleikinn öðruvísi en spárnar, draumarnir og væntingarnar? Það hvernig allt fer í raun og veru á annan veg, það er athyglisvert. Og það hvernig sumt rætist á lúmskan hátt, jafnvel án þess að maður taki eftir því, það er líka athyglisvert. Núna er 2018. Árið 1988 þegar ég var að byrja í menntaskóla – þar sem ég varð einmitt, nema hvað, forseti Framtíðarinnar – var árið 2018 stjarnfræðilega langt í burtu. Það var svo langt í burtu að maður náði ekki utan um það í hausnum. Maður gat bara ímyndað sér til aldamóta, og varla svo langt. Árið 2018 var handanheimur. Þá yrðu pottþétt allir komnir á flugbíla, eða einfaldlega hættir að vera til nema sem heilar í hangandi tölvutengdum sekkjum í geimvöruskemmum. Ekki bein lína Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein hitti naglann á höfuðið þegar hann skilgreindi í skrifum sínum algenga hugsanavillu sem gætir mjög í pælingum fólks um framtíðina. Okkur hættir til að hugsa um framrás tímans sem beina línu, þar sem eitt leiðir skipulega af öðru. Heimur versnandi fer er dæmi um svona hugsunarhátt. Þá söfnum við saman í huganum öllu því slæma sem er í gangi í samtíma okkar og gerum ráð fyrir að það muni vaxa. En þannig eru hlutirnir alls ekki. Línan er alltaf að breytast. Óvæntar uppgötvanir geta gjörbreytt öllum forsendum og allt fer skyndilega á allt annan veg. Einhvern tímann gæti til dæmis einhver manneskja í meistaraprófsritgerð við kínverskan háskóla skyndilega fundið leið til þess að ferðast milli skammtafræðilegra vídda, eða eitthvað, og á þeirri stundu verður allt líf á jörðu og öll vitneskja okkar um heiminn gjörbreytt. Eða einfaldlega að hugsunarháttur breytist. Það er annað dæmi um ólínulaga þróun og oft fullkomlega ófyrirsjáanlega. Kem ég þá að því sem ég ætlaði í raun og veru að segja í þessari grein, áður en ég gleymdi mér í framtíðarnördaskap mínum: Maraþonið og Gay Pride Um næstu helgi er Reykjavíkurmaraþon. Fyrsta maraþonið var haldið árið 1984. Þá tóku um 200 manns þátt, mestmegnis sérvitringar auðvitað því í þá daga þótti fólk léttundarlegt ef það hljóp að ástæðulausu og án þess að nokkur væri að elta það. Talað var um að trimma eða jogga. Hugmyndir manna um framtíðina á þessum tíma endurspegluðust í kvikmyndum einsog til dæmis Escape From New York, Mad Max, Planet of the Apes og Blade Runner. Allt átti að þróast á versta veg. Framtíðin var kviksyndi, markviss og óhjákvæmileg þróun í átt að villimannslegum heimi glæpa og hnignunar. Enda voru margar stórborgir heimsins að þróast í þá átt. En svo gerist bara eitthvað allt annað. Ég held að enginn hafi spáð því fyrir þrjátíu árum að veruleikinn árið 2018 myndi til dæmis einkennast af mikilli heilsuvakningu. Fólk væri heilbrigðara, það hreyfði sig miklu meira, liti betur út og spáði rosalega mikið í mataræði og lífsstíl. Nú taka vel ríflega tíu þúsund manns þátt í öllum hlaupum Reykjavíkurmaraþonsins og á ári hverju eru haldnar fullt af alls konar öðrum keppnum í hinum og þessum útisportum sem fólk er sólgið í að spreyta sig á. Hvað gerðist? Af hverju erum við ekki öll í skítugum stakk í eyðimörk að berjast við tölvuvélmenni? Er árið ekki 2018? Það sem gerðist er ósköp einfalt en þó ótrúlega ófyrirsjáanlegt: Hugarfarsbreyting mannsandans. Þær eru magnaðar. Í þeim felst gífurleg von. Ein slík, kraftmikil og fögur, birtist okkur um liðna helgi í Gay Pride. Önnur mun birtast okkur um þá næstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Hinsegin Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ég er framtíðarnörd, svokallað. Mér finnst afskaplega gaman að tala um framtíðarspár, horfa á framtíðarmyndir, lesa framtíðarbækur og pæla í tækninýjungum sem eru handan við hornið. Sjónvarpsþættirnir Nýjasta tækni og vísindi voru alltaf í miklu uppáhaldi, þar sem Sigurður H. Richter sagði frá nýjustu uppgötvunum vísindamanna við Ohio-háskóla, og víðar, og kannaði kosti flugbíla. Ég get auðveldlega eyðilagt matarboð ef ég finn hjá öðrum gesti – einn nægir – áhuga á leyndardómum framtíðarinnar. Ég get orðið algerlega ónæmur fyrir leiða annarra gesta þegar við gjörsamlega gleymum okkur í óðamála samræðu um möguleika gervigreindar og hvað ofurtölva í náinni framtíð getur orðið rosalega öflug, jafnvel hættuleg. Ég skil ekki að fólki finnist þetta ekki spennandi. Þetta er augjóslega mjög spennandi.Þáið og núið Svo kemur allt í einu framtíðin. Það er hið skemmtilega og athyglisverða við það að vera framtíðarnörd. Skyndilega er framtíðin hér. Þá getur maður borið saman þáið og núið. Eftir því sem árin færast yfir og nútíðin býr til sífellt meiri raunveruleika safnast upp í hugarfylgsni framtíðarnördsins dálítið bitastæð vitneskja. Hvað segja gömlu framtíðarspárnar um okkur sem manneskjur og á hvaða hátt er raunveruleikinn öðruvísi en spárnar, draumarnir og væntingarnar? Það hvernig allt fer í raun og veru á annan veg, það er athyglisvert. Og það hvernig sumt rætist á lúmskan hátt, jafnvel án þess að maður taki eftir því, það er líka athyglisvert. Núna er 2018. Árið 1988 þegar ég var að byrja í menntaskóla – þar sem ég varð einmitt, nema hvað, forseti Framtíðarinnar – var árið 2018 stjarnfræðilega langt í burtu. Það var svo langt í burtu að maður náði ekki utan um það í hausnum. Maður gat bara ímyndað sér til aldamóta, og varla svo langt. Árið 2018 var handanheimur. Þá yrðu pottþétt allir komnir á flugbíla, eða einfaldlega hættir að vera til nema sem heilar í hangandi tölvutengdum sekkjum í geimvöruskemmum. Ekki bein lína Austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein hitti naglann á höfuðið þegar hann skilgreindi í skrifum sínum algenga hugsanavillu sem gætir mjög í pælingum fólks um framtíðina. Okkur hættir til að hugsa um framrás tímans sem beina línu, þar sem eitt leiðir skipulega af öðru. Heimur versnandi fer er dæmi um svona hugsunarhátt. Þá söfnum við saman í huganum öllu því slæma sem er í gangi í samtíma okkar og gerum ráð fyrir að það muni vaxa. En þannig eru hlutirnir alls ekki. Línan er alltaf að breytast. Óvæntar uppgötvanir geta gjörbreytt öllum forsendum og allt fer skyndilega á allt annan veg. Einhvern tímann gæti til dæmis einhver manneskja í meistaraprófsritgerð við kínverskan háskóla skyndilega fundið leið til þess að ferðast milli skammtafræðilegra vídda, eða eitthvað, og á þeirri stundu verður allt líf á jörðu og öll vitneskja okkar um heiminn gjörbreytt. Eða einfaldlega að hugsunarháttur breytist. Það er annað dæmi um ólínulaga þróun og oft fullkomlega ófyrirsjáanlega. Kem ég þá að því sem ég ætlaði í raun og veru að segja í þessari grein, áður en ég gleymdi mér í framtíðarnördaskap mínum: Maraþonið og Gay Pride Um næstu helgi er Reykjavíkurmaraþon. Fyrsta maraþonið var haldið árið 1984. Þá tóku um 200 manns þátt, mestmegnis sérvitringar auðvitað því í þá daga þótti fólk léttundarlegt ef það hljóp að ástæðulausu og án þess að nokkur væri að elta það. Talað var um að trimma eða jogga. Hugmyndir manna um framtíðina á þessum tíma endurspegluðust í kvikmyndum einsog til dæmis Escape From New York, Mad Max, Planet of the Apes og Blade Runner. Allt átti að þróast á versta veg. Framtíðin var kviksyndi, markviss og óhjákvæmileg þróun í átt að villimannslegum heimi glæpa og hnignunar. Enda voru margar stórborgir heimsins að þróast í þá átt. En svo gerist bara eitthvað allt annað. Ég held að enginn hafi spáð því fyrir þrjátíu árum að veruleikinn árið 2018 myndi til dæmis einkennast af mikilli heilsuvakningu. Fólk væri heilbrigðara, það hreyfði sig miklu meira, liti betur út og spáði rosalega mikið í mataræði og lífsstíl. Nú taka vel ríflega tíu þúsund manns þátt í öllum hlaupum Reykjavíkurmaraþonsins og á ári hverju eru haldnar fullt af alls konar öðrum keppnum í hinum og þessum útisportum sem fólk er sólgið í að spreyta sig á. Hvað gerðist? Af hverju erum við ekki öll í skítugum stakk í eyðimörk að berjast við tölvuvélmenni? Er árið ekki 2018? Það sem gerðist er ósköp einfalt en þó ótrúlega ófyrirsjáanlegt: Hugarfarsbreyting mannsandans. Þær eru magnaðar. Í þeim felst gífurleg von. Ein slík, kraftmikil og fögur, birtist okkur um liðna helgi í Gay Pride. Önnur mun birtast okkur um þá næstu.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun