Fékk nafni sínu breytt án vandræða í gögnum Kvennaskólans: „Rosalega mikill léttir“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2018 20:00 Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli.Í vikunni fjölluðum við um nemenda Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli en fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt kallaður kvenmannsnafni þegar hann líti á sig sem karlmann. Að hans sögn neiti skólastjóri skólans að breyta nafni hans í gögnum á meðan hann bíði eftir að Þjóðskrá taki nafnabreytingu hans gildri. Önnur er saga Ólivers Elís, sem stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hann kom út sem transmaður árið 2017 og fékk nafni sínu breytt í gögnum skólans um leið og óskað var eftir því. „Mjög fljótlega eftir að ég kom út sendi mamma tölvupóst á skrifstofu skólans, þar sem ég var ekki orðinn 18 ára á þeim tíma. Sama dag var þetta komið inn í kerfið þar. Þetta var alls ekkert vandamál og voru allir tilbúnir að hjálpa strax og eru enn allir tilbúnir að hjálpa mér í öllu,“ segir Óliver Elí Jónsson, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.Ólíver Elí JónssonBaldur Hrafnkell JónssonÞá segir jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans að um einfalt verk sé að ræða sem taki nokkrar mínútur með hjálp tölvu, enda sé það í fyrirrúmi að nemandi sé ekki minntur á fyrra kyn. Óliver segir það mikinn létti að rétt nafn sé skráð í gögn skólans. „Það er rosalega mikill léttir að geta mætt í skólann og vitandi að það er enginn að fara að ruglast neitt. Gögnin eru bara beint fyrir framan þau og því geta þau ekki notað neitt annað,“ sagði Óliver Elí. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans í Reykjavík segir það lítið mál að breyta nafni nemenda í nafnaskrá skólans. Mikilvægt sé að skólinn létti undir með nemendum sem standa í kynleiðréttingarferli.Í vikunni fjölluðum við um nemenda Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli en fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. Hann segir þungbært að vera sífellt kallaður kvenmannsnafni þegar hann líti á sig sem karlmann. Að hans sögn neiti skólastjóri skólans að breyta nafni hans í gögnum á meðan hann bíði eftir að Þjóðskrá taki nafnabreytingu hans gildri. Önnur er saga Ólivers Elís, sem stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hann kom út sem transmaður árið 2017 og fékk nafni sínu breytt í gögnum skólans um leið og óskað var eftir því. „Mjög fljótlega eftir að ég kom út sendi mamma tölvupóst á skrifstofu skólans, þar sem ég var ekki orðinn 18 ára á þeim tíma. Sama dag var þetta komið inn í kerfið þar. Þetta var alls ekkert vandamál og voru allir tilbúnir að hjálpa strax og eru enn allir tilbúnir að hjálpa mér í öllu,“ segir Óliver Elí Jónsson, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.Ólíver Elí JónssonBaldur Hrafnkell JónssonÞá segir jafnréttisfulltrúi Kvennaskólans að um einfalt verk sé að ræða sem taki nokkrar mínútur með hjálp tölvu, enda sé það í fyrirrúmi að nemandi sé ekki minntur á fyrra kyn. Óliver segir það mikinn létti að rétt nafn sé skráð í gögn skólans. „Það er rosalega mikill léttir að geta mætt í skólann og vitandi að það er enginn að fara að ruglast neitt. Gögnin eru bara beint fyrir framan þau og því geta þau ekki notað neitt annað,“ sagði Óliver Elí.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Fær ekki að heita nafni sínu í gögnum skólans: „Þetta er vont“ Nemandi Menntaskólans við Sund sem stendur í kynleiðréttingarferli fær ekki að heita nýju nafni sínu í gögnum skólans. 10. ágúst 2018 19:30