Innlent

Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása

Samúel Karl Ólason skrifar
Garðabær.
Garðabær. Fréttablaðið/Sigurjón
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. Ekki er útilokað að árásirnar tengist öðrum sem hafa verið tilkynntar.

Sjá einnig: Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ



Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki verði frekari upplýsingar veittar að svo stöddu. Hins vegar eru þeir sem telja sig hafa upplýsingar um þessi atvik að hafa samband í síma 444-1000, með því að senda póst á abendingar@lrh.is eða senda einkaskilaboð á Facebooksíðu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×