Jafnréttisstofa og íþróttafélögin Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Íþróttakonur segja frá áreitni, mismunun og nauðgunum og krefjast breytinga“ var yfirskrift fréttar sem birtist í íslenskum fjölmiðli snemma árs. Þetta var því miður ekki eina fréttin af þessum toga sem skall á landsmönnum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Fjöldi íþróttakvenna steig fram og vitnaði um óþolandi aðstæður og ástand og kröfðust þess að konur og stúlkur gætu stundað íþróttir í öruggu umhverfi. Jafnréttisáætlanir gegna mikilvægu hlutverki í markvissu jafnréttisstarfi. Samkvæmt jafnréttislögum eru íþróttafélög ekki skyldug til að setja sér jafnréttisáætlanir en hafa hins vegar þær skyldur að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að iðkendur og starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni í tengslum við starfsemi félaganna. Þau félög sem kosið hafa að taka þátt í gæðaverkefni ÍSÍ og gerast fyrirmyndarfélög hafa þær skyldur að gera mat á starfsemi sinni m.t.t. jafnréttis og setja sér jafnréttisáætlun. Í kjölfar þeirra frásagna íþróttakvenna sem vitnað er til hér að framan ákvað Jafnréttisstofa því að kalla eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirmyndarfélögum til þess að fá yfirsýn yfir stöðuna og geta leiðbeint um úrbætur ef á þyrfti að halda. Í kjölfarið hófst síðan samstarf ÍSÍ og Jafnréttisstofu um hvernig mætti sem best styðja íþróttafélög í að bæta jafnrétti kynjanna í sínum störfum. Það er sérstakt fagnaðarefni að í nýkynntum tillögum starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi skuli áherslan vera á öryggi iðkenda og annarra þátttakenda. Þá ber einnig að fagna því að horft sé til þess að aukið jafnrétti geti haft jákvæð áhrif á íþróttastarf og dregið úr áreitni og ofbeldishegðun. Íþróttir og íþróttafélög eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. Þess vegna skiptir miklu máli að við séum öll með leikreglurnar á hreinu þegar kemur að fjölbreytileika, jafnrétti og virðingu.Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íþróttakonur segja frá áreitni, mismunun og nauðgunum og krefjast breytinga“ var yfirskrift fréttar sem birtist í íslenskum fjölmiðli snemma árs. Þetta var því miður ekki eina fréttin af þessum toga sem skall á landsmönnum í kjölfar #metoo byltingarinnar. Fjöldi íþróttakvenna steig fram og vitnaði um óþolandi aðstæður og ástand og kröfðust þess að konur og stúlkur gætu stundað íþróttir í öruggu umhverfi. Jafnréttisáætlanir gegna mikilvægu hlutverki í markvissu jafnréttisstarfi. Samkvæmt jafnréttislögum eru íþróttafélög ekki skyldug til að setja sér jafnréttisáætlanir en hafa hins vegar þær skyldur að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að iðkendur og starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni í tengslum við starfsemi félaganna. Þau félög sem kosið hafa að taka þátt í gæðaverkefni ÍSÍ og gerast fyrirmyndarfélög hafa þær skyldur að gera mat á starfsemi sinni m.t.t. jafnréttis og setja sér jafnréttisáætlun. Í kjölfar þeirra frásagna íþróttakvenna sem vitnað er til hér að framan ákvað Jafnréttisstofa því að kalla eftir jafnréttisáætlunum frá fyrirmyndarfélögum til þess að fá yfirsýn yfir stöðuna og geta leiðbeint um úrbætur ef á þyrfti að halda. Í kjölfarið hófst síðan samstarf ÍSÍ og Jafnréttisstofu um hvernig mætti sem best styðja íþróttafélög í að bæta jafnrétti kynjanna í sínum störfum. Það er sérstakt fagnaðarefni að í nýkynntum tillögum starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi skuli áherslan vera á öryggi iðkenda og annarra þátttakenda. Þá ber einnig að fagna því að horft sé til þess að aukið jafnrétti geti haft jákvæð áhrif á íþróttastarf og dregið úr áreitni og ofbeldishegðun. Íþróttir og íþróttafélög eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. Þess vegna skiptir miklu máli að við séum öll með leikreglurnar á hreinu þegar kemur að fjölbreytileika, jafnrétti og virðingu.Höfundur er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun