Menntastefna og færniþörf efnahagslífsins Lilja Alfreðsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 06:15 Íslenska menntakerfið er gott en við viljum gera það ennþá betra. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 sem mun setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferðarmálum. Þetta verkefni er unnið í breiðu samráði og nú í haust fer af stað fundaröð, úti um allt land, þar menntakerfið okkar og ný menntastefna verður til umfjöllunar. Menntamál snerta okkur öll og fólki er umhugað um menntakerfið sitt. Hagsæld framtíðarinnar grundvallast að miklu leyti á gæðum menntunar. Örar tækniframfarir eins og aukin nýting gervigreindar í atvinnulífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við þessar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Vinna er hafin við að meta færni- og menntunarþörf á Íslandi. Ekki er hægt að spá með mikilli nákvæmni um framtíðina en við getum hins vegar undirbúið okkur fyrir hana. Þessi vinna er okkur mikilvæg og getur kortlagt betur samspil atvinnulífs og menntakerfis og stuðlað að því að þau vinni betur saman. Sífellt fleiri ríki heims átta sig nú á mikilvægi þess að sýna aukna framsýni í stefnumótun ólíkra málaflokka. Afar brýnt er að mótun menntastefnu til ársins 2030 taki mið af færniþörf efnahagslífs framtíðarinnar. Stjórnvöld hafa sannarlega metnað til að efla menntakerfið okkar. Við mótun nýrrar menntastefnu munum við rýna í þau gögn, rannsóknir og tölfræði sem fyrir liggja og einnig horfa til þess sem best hefur reynst í löndunum í kringum okkur. Það er brýnt að stefnumótun byggi ávallt á bestu þekkingu hverju sinni – þannig tryggjum við að menntakerfið sé samkeppnishæft og þjóni best þörfum nemenda sinna og samfélagsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska menntakerfið er gott en við viljum gera það ennþá betra. Vinna er hafin við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030 sem mun setja í forgang þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta-, atvinnu- og velferðarmálum. Þetta verkefni er unnið í breiðu samráði og nú í haust fer af stað fundaröð, úti um allt land, þar menntakerfið okkar og ný menntastefna verður til umfjöllunar. Menntamál snerta okkur öll og fólki er umhugað um menntakerfið sitt. Hagsæld framtíðarinnar grundvallast að miklu leyti á gæðum menntunar. Örar tækniframfarir eins og aukin nýting gervigreindar í atvinnulífinu krefjast þess að menntakerfið okkar geti tekist á við breytingar. Íslenskt samfélag er kjörið til þess að fást við þessar áskoranir, þar sem tæknibreytingar gagnast oft fámennum samfélögum þar sem tæknin hefur verið nýtt til að einfalda og auka skilvirkni mannaflsfrekra atvinnugreina. Til þess að nýta tækniframfarir verður þekkingargrunnurinn að vera öflugur og tilbúinn að takast á við breytta tíma. Vinna er hafin við að meta færni- og menntunarþörf á Íslandi. Ekki er hægt að spá með mikilli nákvæmni um framtíðina en við getum hins vegar undirbúið okkur fyrir hana. Þessi vinna er okkur mikilvæg og getur kortlagt betur samspil atvinnulífs og menntakerfis og stuðlað að því að þau vinni betur saman. Sífellt fleiri ríki heims átta sig nú á mikilvægi þess að sýna aukna framsýni í stefnumótun ólíkra málaflokka. Afar brýnt er að mótun menntastefnu til ársins 2030 taki mið af færniþörf efnahagslífs framtíðarinnar. Stjórnvöld hafa sannarlega metnað til að efla menntakerfið okkar. Við mótun nýrrar menntastefnu munum við rýna í þau gögn, rannsóknir og tölfræði sem fyrir liggja og einnig horfa til þess sem best hefur reynst í löndunum í kringum okkur. Það er brýnt að stefnumótun byggi ávallt á bestu þekkingu hverju sinni – þannig tryggjum við að menntakerfið sé samkeppnishæft og þjóni best þörfum nemenda sinna og samfélagsins í heild.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar