Blaðamaður Business Insider hraunar yfir „nýjasta lággjaldaflugfélag Íslands“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 08:45 Flugvél flugfélagsins Primera Air. Vísir/getty Blaðamaður Business Insider er afar óvæginn í garð flugfélagsins Primera Air í upplifunarpistli sem birtur var á vef miðilsins í gær. Blaðamaðurinn kynnir Primera Air til leiks sem „nýjasta lággjaldaflugfélagi Íslands“ og segir upplifun sína af flugi með félaginu afar slæma.Sjá einnig: Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Blaðamaðurinn, Rachel Premack, segir í pistli sínum að hún hafi bókað flug með Primera Air, sem er í eigu Íslendinga en með skráða starfsemi í Lettlandi og Danmörku, frá París til New York í lok júlí síðastliðnum. Hún segist hafa verið ánægð með verðið og kveðst auk þess gera sér fulla grein fyrir því að um lággjaldaflugfélag sé að ræða. Þannig hafi hún búist við óþægilegum sætum, þrengslum og takmarkaðri farangursheimild. Premack var hins vegar aldrei hleypt um borð í flugvél Primera Air. „Þegar fluginu hafði verið frestað um marga klukkutíma vorum við flutt á hótel sem vissi ekki einu sinni af komu okkar. Ég þurfti að lokum að borga háar fjárhæðir fyrir flug heim. Þann 29. ágúst hafði ég ekki enn fengið greidda þá 1950.89 Bandaríkjadali sem Primera skuldar mér,“ skrifar Premack.Fluginu aflýst eftir klukkustundabið Premack lýsir því svo í smáatriðum hvernig atburðarásin gekk fyrir sig en hún mætti á flugvöllinn í París um klukkan 17. Flugvél Primera Air átti að fara í loftið 18:50. Premack segir um 200 farþega hafa beðið við hliðið á flugvellinum en 20 mínútum áður en flugið átti að fara í loftið var enn ekki byrjað að hleypa inn í vélina. Hún segist hafa spurst fyrir um mögulega seinkun en engin svör fengið. „En klukkan 20:30 var ég orðin uppgefin og stressuð. Foreldrar mínir hringdu í Primera úr bandarísku símanúmerum sínum en enginn svaraði.“ Sjá einnig: Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera AirPremack segir að tilkynning hafi loksins borist frá Primera klukkan 22:30, þremur og hálfri klukkustund eftir að flugvélin átti að fara í loftið. Þá var tilkynnt um að fluginu væri aflýst. Í svari Primera Air, sem Premack sendi flugfélaginu vegna pistilsins, segir að skilaboð séu send á farþega um leið og félagið fá upplýsingar um ástæður að baki seinkun á flugi. Þá sendi félagið einnig beiðni um matarmiða fyrir farþegana. Premack segist hvorki hafa fengið skilaboð frá flugfélaginu né matarmiða daginn sem hún átti pantað umrætt flug. Pistil Premack, sem hún birtir ásamt myndum, má lesa í heild hér. Fréttir af flugi Lettland Tengdar fréttir Biggi lögga stofnar Facebook-hóp til að sækja bætur frá Primera Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, var einn fjölda farþega Primera Air sem lentu í töfum eða seinkunum á ferðum félagsins frá Spáni um helgina 2. júlí 2018 14:45 Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Blaðamaður Business Insider er afar óvæginn í garð flugfélagsins Primera Air í upplifunarpistli sem birtur var á vef miðilsins í gær. Blaðamaðurinn kynnir Primera Air til leiks sem „nýjasta lággjaldaflugfélagi Íslands“ og segir upplifun sína af flugi með félaginu afar slæma.Sjá einnig: Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Blaðamaðurinn, Rachel Premack, segir í pistli sínum að hún hafi bókað flug með Primera Air, sem er í eigu Íslendinga en með skráða starfsemi í Lettlandi og Danmörku, frá París til New York í lok júlí síðastliðnum. Hún segist hafa verið ánægð með verðið og kveðst auk þess gera sér fulla grein fyrir því að um lággjaldaflugfélag sé að ræða. Þannig hafi hún búist við óþægilegum sætum, þrengslum og takmarkaðri farangursheimild. Premack var hins vegar aldrei hleypt um borð í flugvél Primera Air. „Þegar fluginu hafði verið frestað um marga klukkutíma vorum við flutt á hótel sem vissi ekki einu sinni af komu okkar. Ég þurfti að lokum að borga háar fjárhæðir fyrir flug heim. Þann 29. ágúst hafði ég ekki enn fengið greidda þá 1950.89 Bandaríkjadali sem Primera skuldar mér,“ skrifar Premack.Fluginu aflýst eftir klukkustundabið Premack lýsir því svo í smáatriðum hvernig atburðarásin gekk fyrir sig en hún mætti á flugvöllinn í París um klukkan 17. Flugvél Primera Air átti að fara í loftið 18:50. Premack segir um 200 farþega hafa beðið við hliðið á flugvellinum en 20 mínútum áður en flugið átti að fara í loftið var enn ekki byrjað að hleypa inn í vélina. Hún segist hafa spurst fyrir um mögulega seinkun en engin svör fengið. „En klukkan 20:30 var ég orðin uppgefin og stressuð. Foreldrar mínir hringdu í Primera úr bandarísku símanúmerum sínum en enginn svaraði.“ Sjá einnig: Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera AirPremack segir að tilkynning hafi loksins borist frá Primera klukkan 22:30, þremur og hálfri klukkustund eftir að flugvélin átti að fara í loftið. Þá var tilkynnt um að fluginu væri aflýst. Í svari Primera Air, sem Premack sendi flugfélaginu vegna pistilsins, segir að skilaboð séu send á farþega um leið og félagið fá upplýsingar um ástæður að baki seinkun á flugi. Þá sendi félagið einnig beiðni um matarmiða fyrir farþegana. Premack segist hvorki hafa fengið skilaboð frá flugfélaginu né matarmiða daginn sem hún átti pantað umrætt flug. Pistil Premack, sem hún birtir ásamt myndum, má lesa í heild hér.
Fréttir af flugi Lettland Tengdar fréttir Biggi lögga stofnar Facebook-hóp til að sækja bætur frá Primera Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, var einn fjölda farþega Primera Air sem lentu í töfum eða seinkunum á ferðum félagsins frá Spáni um helgina 2. júlí 2018 14:45 Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10 Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Biggi lögga stofnar Facebook-hóp til að sækja bætur frá Primera Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, var einn fjölda farþega Primera Air sem lentu í töfum eða seinkunum á ferðum félagsins frá Spáni um helgina 2. júlí 2018 14:45
Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Mikil seinkun er á vél Primera Air frá Alicante til Keflavíkur og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. 1. júlí 2018 23:10
Keðjuverkun skýri „ægilegar tafir“ hjá Primera Air „Það voru ægilegar tafir alla helgina,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Air. 2. júlí 2018 08:54