Burberry hættir að brenna óseld föt Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 10:22 Burberry-föt fara ekki framhjá neinum, vísir/getty Breski tískuvöruframleiðandinn Burberry mun hætta að brenna óseldar flíkur sínar. Frá þessu greinir Burberry í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi út í dag en þar kemur fram að ákvörðunin hafi þegar tekið gildi. Þar að auki muni fyrirtækið hætta að nota dýraafurðir í vörur sínar og mun á næstu misserum reyna að fækka loðfeldum Burberry, sem nú þegar eru komnir í notkun. Hvernig fyrirtækið hyggst gera það fylgir þó ekki sögunni. Fram til þessa hefur Burberry notað kanínu-, refa, minka- og þvottabjarnafeld í margar vörur fyrirtækisins. Feldurinn verður framvegis bannaður hjá Burberry, sem og angóraull. Ætla má að ákvörðun fyrirtækisins sé svar við gagnrýni sem Burberry sætti eftir útgáfu síðasta uppgjörs fyrirtækisins. Í uppgjörinu kom fram að Burberry hafi árið 2017 fargað óseldum fötum, fylgihlutum og ilmvötnum sem metin voru á 28,6 milljónir punda, rúma 4 milljarða króna. Burberry sagði að árið í fyrra hafi verið frávik, fyrirtækið hafi þurft að farga óvenjulega miklu ilmvatni árið 2017 eftir að hafa undirritað nýjan samning við bandaríska ilmvatnsframleiðandann Cody. Fyrirtækið fargi þar að auki óseldum fötum til að koma í veg fyrir að þau séu seld aftur á svörtum markaði - sem gæti hafi í för með sér álitshnekki fyrir Burberry að mati fyrirtæksins. Umhverfisverndarsamtökum þóttu þessar skýringar þó duga skammt og kölluðu eftir því að Burberry léti af iðju sinni. Nú hefur þeim orðið kápan úr því klæðinu og fagnar talsmaður náttúruverndarsamtakanna Greenpeace ákvörðun Burberry í samtali við breska ríkisútvarpið. Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Breski tískuvöruframleiðandinn Burberry mun hætta að brenna óseldar flíkur sínar. Frá þessu greinir Burberry í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi út í dag en þar kemur fram að ákvörðunin hafi þegar tekið gildi. Þar að auki muni fyrirtækið hætta að nota dýraafurðir í vörur sínar og mun á næstu misserum reyna að fækka loðfeldum Burberry, sem nú þegar eru komnir í notkun. Hvernig fyrirtækið hyggst gera það fylgir þó ekki sögunni. Fram til þessa hefur Burberry notað kanínu-, refa, minka- og þvottabjarnafeld í margar vörur fyrirtækisins. Feldurinn verður framvegis bannaður hjá Burberry, sem og angóraull. Ætla má að ákvörðun fyrirtækisins sé svar við gagnrýni sem Burberry sætti eftir útgáfu síðasta uppgjörs fyrirtækisins. Í uppgjörinu kom fram að Burberry hafi árið 2017 fargað óseldum fötum, fylgihlutum og ilmvötnum sem metin voru á 28,6 milljónir punda, rúma 4 milljarða króna. Burberry sagði að árið í fyrra hafi verið frávik, fyrirtækið hafi þurft að farga óvenjulega miklu ilmvatni árið 2017 eftir að hafa undirritað nýjan samning við bandaríska ilmvatnsframleiðandann Cody. Fyrirtækið fargi þar að auki óseldum fötum til að koma í veg fyrir að þau séu seld aftur á svörtum markaði - sem gæti hafi í för með sér álitshnekki fyrir Burberry að mati fyrirtæksins. Umhverfisverndarsamtökum þóttu þessar skýringar þó duga skammt og kölluðu eftir því að Burberry léti af iðju sinni. Nú hefur þeim orðið kápan úr því klæðinu og fagnar talsmaður náttúruverndarsamtakanna Greenpeace ákvörðun Burberry í samtali við breska ríkisútvarpið.
Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira