Handbolti

Óðinn með fimm mörk í stórsigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson fór frá FH í sumar
Óðinn Þór Ríkharðsson fór frá FH í sumar Vísir/Anton
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk úr sex skotum í sigri GOG á Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Óðinn kom til GOG frá FH í sumar og byrjar vel á nýjum stað. GOG vann leikinn í kvöld örugglega, lokatölur voru 20-28.

Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað í þriggja marka sigri Skjern á Mors-Thy 27-24.

Í norsku úrvalsdeildinni átti Sigvaldi Guðjónsson stórleik fyrir Elverum. Hann skoraði átta mörk í níu skotum í 10 marka stórsigri á Nærbö.

Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað fyrir Elverum.

Níu íslensk mörk litu dagsins ljós í sigri WestWien á UHK Krems í austurrísku úrvalsdeildinni.

Guðmundur Hólmar Helgason gekk til liðs við WestWien í sumar og skoraði hann þrjú mörk í leiknum í kvöld. Ólafur Bjarki Ragnarsson gerði tvö og Viggó Kristjánsson fjögur.

Gestirnir frá UHK Krems voru þremur mörkum yfir í hálfleik en WestWien náði að koma til baka og vinna leikinn með tveimur mörkum, 29-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×