Vill rannsókn á því hver sé nafnlausi pistlahöfundurinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2018 23:30 Sara Sanders stóð í ströngu í dag. Vísir/EPA Sara Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vill að bandaríska dómsmálaráðuneytið skoði hver sé embættismaðurinn sem skrifaði harðorðan pistil undir nafnleynd í New York Times á dögunum.Þetta kom fram á reglulegum blaðamannafundi hennar í Hvíta húsinu í dag en fundurinn er sá fyrsti sem hún hefur haldið frá því að pistillinn kom út. Í pistlinum fullyrti höfundurinn, sem var einungis auðkenndur sem háttsettur embættismaður, að embættismenn ynnu að því bak við tjöldin að stöðva hluta af stefnumálum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hemja sumar verstu hvatir hans.Vakti greinin mikla athygli þegar hún kom út. Þótti hún mála slæma mynd af forsetatíð Trump sem farið hefur mikinn á samfélagsmiðlum eftir að greinin birtist. Þá hafa fjölmargir embættismann hans, menn á borð við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þvertekið fyrir að vera höfundur greinarinnar. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPAAthygli fjölmiðla bæði sorleg og ömurleg Sagði Sanders á blaðamannafundinum að dómsmálaráðuneytið ætti að skoða málið þar sem viðkomandi væri að reyna að grafa undan framkvæmdavaldi forsetans, ekki síst ef embættismaðurinn kæmi að þjóðaröryggismálum. Þá neitaði hún að segja hvort Hvíta húsið stæði fyrir leit að því hver væri höfundurinn en útilokaði að lygamælar yrðu notaðir en varaforsetinn hefur boðist til þess að gangast undir slíkt próf. „Í hreinskilni sagt finnst mér það sorglegt og ömurlegt að huglaus nafnlaus heimild skuli hafa notið svona mikillar athygli fjölmiðla,“ sagði Sanders um pistilinn.Hefur Trump krafist þess að nafn höfundarins verði afhjúpað en einungis örfáir starfsmenn New York Times vita raunverulegt nafn hans. Hefur blaðið gefið út að það muni aldrei gefa upp hver embættismaðurinn sé.Efaðist um heimildavinnu verðlaunablaðamannsins Þá tók Sanders einnig fyrir glænýja bók verðlaunablaðamannsins Bob Woodward en bók hans þykir afar eldfim og vandræðaleg fyrir Trump þar sem í henni eru birt fjölmörg ummæli eftir háttsetta embættismenn Trump þar sem þeir fara ófögrum orðum um forsetann.Reyndi hún að grafa undan trúverðugleika Woodward sem þekktastur er fyrir fréttaskrif sín í tengslum við Watergate-hneykslið á síðustu öld, sem meðal annars varð til þess að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, þurfti að segja af sér.„Mér finnst það algjört kæruleysi að setja fram jafn fáránlegar staðhæfingar í einni bók án þess að taka sér tíma og ráða einhvern til þess að sannreyna sumar af þeim tilvitnunum sem finna má í bókinni,“ sagði Sanders. Donald Trump Tengdar fréttir Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Sara Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vill að bandaríska dómsmálaráðuneytið skoði hver sé embættismaðurinn sem skrifaði harðorðan pistil undir nafnleynd í New York Times á dögunum.Þetta kom fram á reglulegum blaðamannafundi hennar í Hvíta húsinu í dag en fundurinn er sá fyrsti sem hún hefur haldið frá því að pistillinn kom út. Í pistlinum fullyrti höfundurinn, sem var einungis auðkenndur sem háttsettur embættismaður, að embættismenn ynnu að því bak við tjöldin að stöðva hluta af stefnumálum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hemja sumar verstu hvatir hans.Vakti greinin mikla athygli þegar hún kom út. Þótti hún mála slæma mynd af forsetatíð Trump sem farið hefur mikinn á samfélagsmiðlum eftir að greinin birtist. Þá hafa fjölmargir embættismann hans, menn á borð við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þvertekið fyrir að vera höfundur greinarinnar. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPAAthygli fjölmiðla bæði sorleg og ömurleg Sagði Sanders á blaðamannafundinum að dómsmálaráðuneytið ætti að skoða málið þar sem viðkomandi væri að reyna að grafa undan framkvæmdavaldi forsetans, ekki síst ef embættismaðurinn kæmi að þjóðaröryggismálum. Þá neitaði hún að segja hvort Hvíta húsið stæði fyrir leit að því hver væri höfundurinn en útilokaði að lygamælar yrðu notaðir en varaforsetinn hefur boðist til þess að gangast undir slíkt próf. „Í hreinskilni sagt finnst mér það sorglegt og ömurlegt að huglaus nafnlaus heimild skuli hafa notið svona mikillar athygli fjölmiðla,“ sagði Sanders um pistilinn.Hefur Trump krafist þess að nafn höfundarins verði afhjúpað en einungis örfáir starfsmenn New York Times vita raunverulegt nafn hans. Hefur blaðið gefið út að það muni aldrei gefa upp hver embættismaðurinn sé.Efaðist um heimildavinnu verðlaunablaðamannsins Þá tók Sanders einnig fyrir glænýja bók verðlaunablaðamannsins Bob Woodward en bók hans þykir afar eldfim og vandræðaleg fyrir Trump þar sem í henni eru birt fjölmörg ummæli eftir háttsetta embættismenn Trump þar sem þeir fara ófögrum orðum um forsetann.Reyndi hún að grafa undan trúverðugleika Woodward sem þekktastur er fyrir fréttaskrif sín í tengslum við Watergate-hneykslið á síðustu öld, sem meðal annars varð til þess að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, þurfti að segja af sér.„Mér finnst það algjört kæruleysi að setja fram jafn fáránlegar staðhæfingar í einni bók án þess að taka sér tíma og ráða einhvern til þess að sannreyna sumar af þeim tilvitnunum sem finna má í bókinni,“ sagði Sanders.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19
Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06
Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45