Lítil dæmisaga Davíð Gíslason skrifar 28. september 2018 07:00 Af ákveðnu tilefni hafa gömul atvik komið upp í huga minn, frá því ég var ungur drengur vestur í Dýrafirði. Ég er yngstur níu systkina og á heimili mínu var afar gestkvæmt. Móðir mín hafði því í mörg horn að líta. Þrátt fyrir það var hún beðin að taka að sér miðaldra, þroskaheftan mann frá Þingeyri, sem orðið hafði fyrir einelti af unglingum og einstaka fullorðnum í þorpinu. Okkur systkinunum brá illa í brún þegar hann birtist eitt kvöldið með móður minni. Þetta breyttist þó fljótt og brátt var þessi nýi heimilismaður öllum hugljúfi og gleðigjafi. Hann gekk alltaf undir gælunafninu Dúddi. Hann var á óræðum aldri, hávaxinn og afar feitlaginn. Hann talaði tungumál, sem enginn annar talaði, og sem við vorum nokkrar vikur að tileinka okkur. Öll æðri tölfræði var honum ókunn og hann kunni skil á aðeins tveimur tölum. Því var hann að eigin sögn níu ára gamall og fimm pund að þyngd. Dúddi varð eins konar lukkutröll á bænum, sem allir sveitungarnir þekktu og umgengust eins og vin og félaga. Einn góður fjölskylduvinur, sem Dúddi hafði miklar mætur á, gerði það eitt sinn að gamni sínu að leggja á borðið fyrir framan hann tveggja krónu pening og fimm hundruð króna seðil og láta Dúdda velja hvort hann vildi heldur. Dúddi var fljótur að velja og hann tók túkallinn. Nokkru seinna, þegar nokkuð margmennt var á heimilinu, lagði sami maður tveggja krónu pening og fimm hundruð krónu seðil á borðið fyrir Dúdda og sagði að hann mætti eiga hvort tveggja. En svo dró hann stóran brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og sagði að Dúddi gæti fengið hann með því að borga hann, annaðhvort með peningnum eða seðlinum. Dúddi var skjótur til og rétti fram seðilinn og tók til sín sælgætispokann og peninginn og ljómaði af gleði, en viðstaddir hlógu hjartanlega, allir nema móðir mín, sem sagði að það væri ljótt að spila með aumingjann. Þetta tiltölulega lítilvæga atvik kom upp í huga minn eftir 65 ár, þegar ég las um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að senda sjúklinga með ónýta mjaðmaliði til útlanda í aðgerðir, þrátt fyrir þær þjáningar, sem það hlýtur að valda þeim, nýkomnum úr erfiðum aðgerðum, að þurfa að ferðast með flugvélum milli landa. Þetta gerir ráðherrann þótt kostnaður við aðgerðirnar sé þrisvar sinnum meiri erlendis, en ef þær væru gerðar á Íslandi, og ríkissjóður verður af skatttekjum, sem myndi svara til þriðjungs kostnaðarins væru aðgerðirnar gerðar hér heima. Þegar ráðherrann var spurður um þetta háttalag í Kastljósi útvarpsins þann 5. september síðastliðinn svaraði hann þáttarstjórnandanum: „Þú talar eins og ég sé með rassvasann fullan af peningum.“ Þarna virðist ráðherrann bera svipað skynbragð á peninga og Dúddi sem lagði ekkert verðgildi á þá peninga, sem honum áskotnuðust, en fannst túkallinn fallegri og fara betur í hendi. Þeir sem hafa vondan málstað að verja reyna oft að breiða yfir það með mælgi. Dúddi höndlaði með eigin peninga, en ráðherrann er að sólunda skattfé okkar borgaranna. Þar í liggur munurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Af ákveðnu tilefni hafa gömul atvik komið upp í huga minn, frá því ég var ungur drengur vestur í Dýrafirði. Ég er yngstur níu systkina og á heimili mínu var afar gestkvæmt. Móðir mín hafði því í mörg horn að líta. Þrátt fyrir það var hún beðin að taka að sér miðaldra, þroskaheftan mann frá Þingeyri, sem orðið hafði fyrir einelti af unglingum og einstaka fullorðnum í þorpinu. Okkur systkinunum brá illa í brún þegar hann birtist eitt kvöldið með móður minni. Þetta breyttist þó fljótt og brátt var þessi nýi heimilismaður öllum hugljúfi og gleðigjafi. Hann gekk alltaf undir gælunafninu Dúddi. Hann var á óræðum aldri, hávaxinn og afar feitlaginn. Hann talaði tungumál, sem enginn annar talaði, og sem við vorum nokkrar vikur að tileinka okkur. Öll æðri tölfræði var honum ókunn og hann kunni skil á aðeins tveimur tölum. Því var hann að eigin sögn níu ára gamall og fimm pund að þyngd. Dúddi varð eins konar lukkutröll á bænum, sem allir sveitungarnir þekktu og umgengust eins og vin og félaga. Einn góður fjölskylduvinur, sem Dúddi hafði miklar mætur á, gerði það eitt sinn að gamni sínu að leggja á borðið fyrir framan hann tveggja krónu pening og fimm hundruð króna seðil og láta Dúdda velja hvort hann vildi heldur. Dúddi var fljótur að velja og hann tók túkallinn. Nokkru seinna, þegar nokkuð margmennt var á heimilinu, lagði sami maður tveggja krónu pening og fimm hundruð krónu seðil á borðið fyrir Dúdda og sagði að hann mætti eiga hvort tveggja. En svo dró hann stóran brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og sagði að Dúddi gæti fengið hann með því að borga hann, annaðhvort með peningnum eða seðlinum. Dúddi var skjótur til og rétti fram seðilinn og tók til sín sælgætispokann og peninginn og ljómaði af gleði, en viðstaddir hlógu hjartanlega, allir nema móðir mín, sem sagði að það væri ljótt að spila með aumingjann. Þetta tiltölulega lítilvæga atvik kom upp í huga minn eftir 65 ár, þegar ég las um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að senda sjúklinga með ónýta mjaðmaliði til útlanda í aðgerðir, þrátt fyrir þær þjáningar, sem það hlýtur að valda þeim, nýkomnum úr erfiðum aðgerðum, að þurfa að ferðast með flugvélum milli landa. Þetta gerir ráðherrann þótt kostnaður við aðgerðirnar sé þrisvar sinnum meiri erlendis, en ef þær væru gerðar á Íslandi, og ríkissjóður verður af skatttekjum, sem myndi svara til þriðjungs kostnaðarins væru aðgerðirnar gerðar hér heima. Þegar ráðherrann var spurður um þetta háttalag í Kastljósi útvarpsins þann 5. september síðastliðinn svaraði hann þáttarstjórnandanum: „Þú talar eins og ég sé með rassvasann fullan af peningum.“ Þarna virðist ráðherrann bera svipað skynbragð á peninga og Dúddi sem lagði ekkert verðgildi á þá peninga, sem honum áskotnuðust, en fannst túkallinn fallegri og fara betur í hendi. Þeir sem hafa vondan málstað að verja reyna oft að breiða yfir það með mælgi. Dúddi höndlaði með eigin peninga, en ráðherrann er að sólunda skattfé okkar borgaranna. Þar í liggur munurinn.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun