Víkingaklapp fyrir verðlagið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. september 2018 07:00 Ég var staddur á spænskri ferðaskrifstofu fyrir stuttu þegar þjóðerni mitt barst í tal og þar sem mannmergð var allnokkur hafði ég uppi hin fegurstu orð um landið og hnykkti út með því að ferðaskrifstofan ætti að bjóða upp á ferðir þangað. Svarið var stutt: „Ísland er svo dýrt, það þýðir ekkert.“ Ég vissi að frúin fór ekki með fleipur en mér fannst sárt að sitja undir þessu enda voru allra augu á mér líkt og ég bæri ábyrgð á dýrtíðinni. Af hverju gat hún ekki talað um víkingaklappið, Of Monsters and Men eða Sigur Rós, án þess þó að minnast á tollamálin? En þar sem ég hef lítillega tekið þátt í bæjarpólitíkinni ákvað ég nú að bregða mér í gervi stjórnmálamannsins til að verjast áganginum. Tók ég mér til fyrirmyndar José María Azanar, sem var formaður Lýðflokksins þegar spilling flokksins náði óþekktum hæðum, en hann kom fyrir þingið í síðustu viku og kannaðist ekkert við fyrrverandi fjármálastjóra sinn sem situr nú í fangelsi fyrir að safna mútugreiðslunum á reikning sinn í Sviss og allir dómar sem fellt hefðu flokksmenn og svert flokkinn voru bara einhver misskilningur. Svo fór hann hlæjandi eins og hross og sagði fundinn hafa verið hina mestu skemmtan. Ef hann gat varið þennan flokk sinn með töffarasvip og hlátrasköllum hlýt ég að geta varið föðurlandið þegar á reynir, hugsaði ég með mér. „Ég hef tvisvar fengið verðandi hjón sem ætluðu að fara til Íslands í brúðkaupsferð,“ sagði frúin meðan ég setti upp töffarasvipinn, „en þegar þau áttuðu sig á verðlaginu ákváðu þau að fara bara til Noregs.“ „Til Noregs?“ sagði ég meðan ég áttaði mig á því að mínum stutta stjórnmálaferli var lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég var staddur á spænskri ferðaskrifstofu fyrir stuttu þegar þjóðerni mitt barst í tal og þar sem mannmergð var allnokkur hafði ég uppi hin fegurstu orð um landið og hnykkti út með því að ferðaskrifstofan ætti að bjóða upp á ferðir þangað. Svarið var stutt: „Ísland er svo dýrt, það þýðir ekkert.“ Ég vissi að frúin fór ekki með fleipur en mér fannst sárt að sitja undir þessu enda voru allra augu á mér líkt og ég bæri ábyrgð á dýrtíðinni. Af hverju gat hún ekki talað um víkingaklappið, Of Monsters and Men eða Sigur Rós, án þess þó að minnast á tollamálin? En þar sem ég hef lítillega tekið þátt í bæjarpólitíkinni ákvað ég nú að bregða mér í gervi stjórnmálamannsins til að verjast áganginum. Tók ég mér til fyrirmyndar José María Azanar, sem var formaður Lýðflokksins þegar spilling flokksins náði óþekktum hæðum, en hann kom fyrir þingið í síðustu viku og kannaðist ekkert við fyrrverandi fjármálastjóra sinn sem situr nú í fangelsi fyrir að safna mútugreiðslunum á reikning sinn í Sviss og allir dómar sem fellt hefðu flokksmenn og svert flokkinn voru bara einhver misskilningur. Svo fór hann hlæjandi eins og hross og sagði fundinn hafa verið hina mestu skemmtan. Ef hann gat varið þennan flokk sinn með töffarasvip og hlátrasköllum hlýt ég að geta varið föðurlandið þegar á reynir, hugsaði ég með mér. „Ég hef tvisvar fengið verðandi hjón sem ætluðu að fara til Íslands í brúðkaupsferð,“ sagði frúin meðan ég setti upp töffarasvipinn, „en þegar þau áttuðu sig á verðlaginu ákváðu þau að fara bara til Noregs.“ „Til Noregs?“ sagði ég meðan ég áttaði mig á því að mínum stutta stjórnmálaferli var lokið.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar