Telja alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2018 23:37 Sérfræðingar hjá stærstu hugveitum Bandaríkjanna á sviði efnahagsmála telja aðra alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð. Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla og höfundur nýrrar bókar um kreppuna tekur undir þetta. Í tilefni þess að nú eru tíu ár liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni eru margir fræðimenn við ýmsar stofnanir að velta fyrir sér sömu spurningunni um þessar mundir.Er önnur alþjóðleg fjármálakreppa handan við hornið?„Það mun alltaf koma önnur fjármálakreppa. Sú skoðun að fjármálakreppa geti ekki orðið í þróuðum ríkjum og sú skoðun að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fáist aðeins við fjármálakreppu á nýjum mörkuðum í þróunarríkjum en ekki í þróuðum ríkjum er einfaldlega röng,“ segir Edwin M. Truman, hagfræðingur hjá Peterson Institute. Aðspurður hvort hann telji að við sjáum kreppu af þessari stærðargráðu á næstu árum svaraði hann því til að það sé ekki líklegt. „Nei, það tel ég ekki“.Edwin M. Truman segir að það sé ekki líklegt að við sjáum kreppu af þeirri stærðargráðu og við upplifðum fyrir áratug.vísir/gettyAðspurður hvort önnur alheimskreppa sé handan við hornið svarar Barry Bosworth, hagfræðingur hjá Brookings Institution: „Ekki á þessari stundu“.Efnahagur Evrópu of hægvirkur til að skapa stórar bólur Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla í New York, segir að Efnahagur Evrópu sé of hægvirkur til að skapa stórar bólur en bætir við að aldrei megi útiloka möguleika á alheimskreppu.Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla segir efnahag Evrópu of hægvirkan til að skapa stórar bólur.Vísir/stöð 2„Líkja má kreppunni 2008 við hjartaáfall sem var næstum banvænt í gervöllu fjármálakerfi heimsins. Slíkt gerist mjög sjaldan og spurningin er sú hvort við verðum vör við þá tilteknu samsetningu einkenna sem ollu kreppunni 2008 einhvers staðar í heiminum núna? Þetta líkist vissulega ekki stöðunni árið 2008 í Evrópu og Bandaríkjunum. Efnahagur Evrópu er of hægvirkur til að skapa stórar bólur,“ segir Adam Tooze. „Ég tel að efnahagslíf heimsins sé í talsvert góðu jafnvægi og nokkuð öruggt á þessari stundu en við eigum ekki að útiloka þann möguleika að þetta geti gerst aftur og þá af annarri stærðargráðu,“ segir Barry Bosworth. Tíu ár frá hruni Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sérfræðingar hjá stærstu hugveitum Bandaríkjanna á sviði efnahagsmála telja aðra alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð. Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla og höfundur nýrrar bókar um kreppuna tekur undir þetta. Í tilefni þess að nú eru tíu ár liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni eru margir fræðimenn við ýmsar stofnanir að velta fyrir sér sömu spurningunni um þessar mundir.Er önnur alþjóðleg fjármálakreppa handan við hornið?„Það mun alltaf koma önnur fjármálakreppa. Sú skoðun að fjármálakreppa geti ekki orðið í þróuðum ríkjum og sú skoðun að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fáist aðeins við fjármálakreppu á nýjum mörkuðum í þróunarríkjum en ekki í þróuðum ríkjum er einfaldlega röng,“ segir Edwin M. Truman, hagfræðingur hjá Peterson Institute. Aðspurður hvort hann telji að við sjáum kreppu af þessari stærðargráðu á næstu árum svaraði hann því til að það sé ekki líklegt. „Nei, það tel ég ekki“.Edwin M. Truman segir að það sé ekki líklegt að við sjáum kreppu af þeirri stærðargráðu og við upplifðum fyrir áratug.vísir/gettyAðspurður hvort önnur alheimskreppa sé handan við hornið svarar Barry Bosworth, hagfræðingur hjá Brookings Institution: „Ekki á þessari stundu“.Efnahagur Evrópu of hægvirkur til að skapa stórar bólur Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla í New York, segir að Efnahagur Evrópu sé of hægvirkur til að skapa stórar bólur en bætir við að aldrei megi útiloka möguleika á alheimskreppu.Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla segir efnahag Evrópu of hægvirkan til að skapa stórar bólur.Vísir/stöð 2„Líkja má kreppunni 2008 við hjartaáfall sem var næstum banvænt í gervöllu fjármálakerfi heimsins. Slíkt gerist mjög sjaldan og spurningin er sú hvort við verðum vör við þá tilteknu samsetningu einkenna sem ollu kreppunni 2008 einhvers staðar í heiminum núna? Þetta líkist vissulega ekki stöðunni árið 2008 í Evrópu og Bandaríkjunum. Efnahagur Evrópu er of hægvirkur til að skapa stórar bólur,“ segir Adam Tooze. „Ég tel að efnahagslíf heimsins sé í talsvert góðu jafnvægi og nokkuð öruggt á þessari stundu en við eigum ekki að útiloka þann möguleika að þetta geti gerst aftur og þá af annarri stærðargráðu,“ segir Barry Bosworth.
Tíu ár frá hruni Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira