Slökun, sítrusávextir og hollur heimalagaður matur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 11:00 Lax og egg eru matartegundir ríkar af d-vítamíni. Dr. Teitur Guðmundsson gefur lesendum góð ráð til að verjast pestum vetrarins. Flensur og kveisur?– Hvernig er best að verjast því að fá flensu og kveisur vetrarins?„Við vitum að það ganga mjög margar pestir yfir haust og vetrarmánuðina, inflúensan kemur iðulega um miðjan vetur og er þá bólusetning ágætis vörn. Það að bólusetja sig reglulega byggir upp ónæmi gegn flensuveiru sem er á hverju ári nýr stofn og þess vegna þarf að framkvæma bólusetninguna árlega. Almenna reglan er svo sú að fara vel með sig, fá nægan svefn og huga að streituþáttum og vellíðan, álag hefur dempandi áhrif á ónæmiskerfið og viðbragð þess.“Dr. Teitur Guðmundsson leggur áherslu á gott mataræði, slökun og hreyfingu.– Á hverju á fólk að vara sig? „Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti, handþvottur er ágæt regla líka til að draga úr líkum á smiti.“– Áttu einhver góð ráð um mataræði eða lífsstíl sem fólk ætti að fylgja? „Þetta er mjög einstaklingsbundið auðvitað en með vísan til þess sem segir hér að ofan er aðalatriðið að vera í góðu jafnvægi. Almennt má segja að næringarríkur matur, fjölbreyttur og ferskur sé lykilatriði. Skyndifæði og unnin matvara er ekki skynsamleg almennt burtséð frá því hvaða tími ársins er. Ávextir og grænmeti eru rík af vítamínum og bætiefnum, sérstaklega sítrusávextir.“Jóga styrkir og mýkir líkamann.– En bætiefni og vítamín? „Bætiefni og vítamín fáum við flest hver með réttu mataræði og ef upptaka í líkamanum er í lagi. Það má þó segja að líklega fáum við ekki nóg af D-vítamíni og það má bæta það upp sérstaklega. Ýmis bætiefni eru nefnd til sögunnar líkt og C-vítamín, sink, ýmis andoxunarefni og margt fleira. Flest eru vítamínin vatnsleysanleg svo það er erfitt að gera sér illt, B-vítamín hafa löngum verið notuð og við vitum að þau dempast við streitu og álag. Hin fituleysanlegu geta verið varhugaverðari og ætti ekki að taka inn í óhófi en það eru A-, D-, E- og K-vítamín.“– Hvernig styrkir fólk ónæmiskerfið ef það hefur hug á því? „Best er að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og ferskan, elda sjálfur og njóta, huga að svefninum sérstaklega, að fá nægan svefn, og draga úr streitu og álagi almennt ef hægt er eru svona þessi hefbundnu ráð. Það getur svo verið skynsamlegt að iðka slökun og hugleiðslu eða jóga til viðbótar.Heitt sítrónuvatn er afar mikil heilsubót að sögn Teits.Gott - Jóga og hugleiðsla - Sítrusávextir - Hollur heimalagaður matur - C-, B- og D-vítamín - Sink - Handþvottur - HreyfingSlæmt - Skyndifæði og unnin matvara - Streita og álag Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti. Meira á www.frettablaðið.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Dr. Teitur Guðmundsson gefur lesendum góð ráð til að verjast pestum vetrarins. Flensur og kveisur?– Hvernig er best að verjast því að fá flensu og kveisur vetrarins?„Við vitum að það ganga mjög margar pestir yfir haust og vetrarmánuðina, inflúensan kemur iðulega um miðjan vetur og er þá bólusetning ágætis vörn. Það að bólusetja sig reglulega byggir upp ónæmi gegn flensuveiru sem er á hverju ári nýr stofn og þess vegna þarf að framkvæma bólusetninguna árlega. Almenna reglan er svo sú að fara vel með sig, fá nægan svefn og huga að streituþáttum og vellíðan, álag hefur dempandi áhrif á ónæmiskerfið og viðbragð þess.“Dr. Teitur Guðmundsson leggur áherslu á gott mataræði, slökun og hreyfingu.– Á hverju á fólk að vara sig? „Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti, handþvottur er ágæt regla líka til að draga úr líkum á smiti.“– Áttu einhver góð ráð um mataræði eða lífsstíl sem fólk ætti að fylgja? „Þetta er mjög einstaklingsbundið auðvitað en með vísan til þess sem segir hér að ofan er aðalatriðið að vera í góðu jafnvægi. Almennt má segja að næringarríkur matur, fjölbreyttur og ferskur sé lykilatriði. Skyndifæði og unnin matvara er ekki skynsamleg almennt burtséð frá því hvaða tími ársins er. Ávextir og grænmeti eru rík af vítamínum og bætiefnum, sérstaklega sítrusávextir.“Jóga styrkir og mýkir líkamann.– En bætiefni og vítamín? „Bætiefni og vítamín fáum við flest hver með réttu mataræði og ef upptaka í líkamanum er í lagi. Það má þó segja að líklega fáum við ekki nóg af D-vítamíni og það má bæta það upp sérstaklega. Ýmis bætiefni eru nefnd til sögunnar líkt og C-vítamín, sink, ýmis andoxunarefni og margt fleira. Flest eru vítamínin vatnsleysanleg svo það er erfitt að gera sér illt, B-vítamín hafa löngum verið notuð og við vitum að þau dempast við streitu og álag. Hin fituleysanlegu geta verið varhugaverðari og ætti ekki að taka inn í óhófi en það eru A-, D-, E- og K-vítamín.“– Hvernig styrkir fólk ónæmiskerfið ef það hefur hug á því? „Best er að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og ferskan, elda sjálfur og njóta, huga að svefninum sérstaklega, að fá nægan svefn, og draga úr streitu og álagi almennt ef hægt er eru svona þessi hefbundnu ráð. Það getur svo verið skynsamlegt að iðka slökun og hugleiðslu eða jóga til viðbótar.Heitt sítrónuvatn er afar mikil heilsubót að sögn Teits.Gott - Jóga og hugleiðsla - Sítrusávextir - Hollur heimalagaður matur - C-, B- og D-vítamín - Sink - Handþvottur - HreyfingSlæmt - Skyndifæði og unnin matvara - Streita og álag Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti. Meira á www.frettablaðið.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“